Bændablaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 1
7. tölublað 8. árgangur Þriðjudagur 16. apríl 2002 ISSN 1025-5621 Raunlækhun búvttrverös á öllum nioröurlttndunum Á blaðsíðu 10 er fjallað um þróun búvöruverðs á Norðurlöndunum á árunum 1990 til 2000. Fram kemur að búvörur hafa hækkað mun minna en vísitala neyslu- verðs. Hér er því um að ræða hlutfallslega lækkun. Athylgi vekur að á þessu tíu ára tímabili hefur launavísitala á Islandi hækkað um 67,2% en íslenskar búvörur liafa á sama tíma hækkað um 17,6%. Fyrir alþingi liggur nú frumvarp til laga um breytingar á búvörulögum, sem felur í sér lögfestingu aðlögunarsamnings um starfsskilyrði garðyrkjunnar sem gerður var í vetur. Frumvarpið gerir ráð fyrir heimild til landbúnaðarráðheija að semja við Bændasamtök Islands, eða aðra aðila, um framkvæmd beingreiðslna líkt og í öðrum búgreinum. Framkvæmdin verður kynnt nánar þegar alþingi hefur afgreitt frumvarpið. Einkaljósleiðari Sóknarpresturinn í Gnúpverja- hreppi greiddi tæpar 10 milljónir til að komast í ljósleiðarasamband. Sjá bls. 4 Sieingrímnr staBfesd stóra sannleik Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra svarar Steingrími J. Sigfússyni. Sjá bls. 6 Listsýning ó vefnum Brátt getur handverks- og listafólk í sveitum landsins sýnt verk sín á vefnum landbunaður.is sem ætlar að opna „gallerí” sem gæti orðið til þess að auka sölu á lista- og handverksvörum. Sjá bls. 9 Dregið hefur ór markaskoðun i slóturhósum Gunnar Sæmundsson í Hrúta- tungu og Olafur R. Dýnnunds- son fullyrða að dregið hafí úr markaskoðun í sláturhúsum vegna spamaðar. Skylda að lesa af ör- og frostmerkjum á hrossum í sláturhúsum. Sjá bls. 13 og 23 Hannes Magnússon heitir ungur fjárbóndi á Eystri- Leirárgörðum í Leirársveit. Hann er með 350-360 fjár í fjárhúsi sem byggt var 1998. Hannes og faðir byggðu húsið en teiknistofa Bændasamtakanna teiknaði. Efnis- og byggingarkostnaður - fyrir utan vinnu þeirra feðga - nam átta milljónum króna. Húsið er 15 x 27,3 m. En Hannes er ekki einungis sauðfjárbóndi því hann er að læra vélvirkjun og vinnur hálfa vinnu utan bús að auki. En hvernig gengur að láta dæmið ganga upp? „Það er bara að vakna fyrr á Þórólfur Sveinsson, formaóur LK um framleiðslumálin morgnana,“ segir Hannes glaðbeittur. Hannes kemur í húsið tvisvar á dag. í því er öll nýjasta tækni og auðvelt fyrir einn mann að gefa kindunum. Gjafagrindurnar í húsinu voru keyptar hjá fyrirtækinu Vírneti í Borgarnesi. í loftinu er hlaupaköttur en greipina smíðuðu þeir feðgar. Sauðburður hefst af alvöru þann 10. maí og þá fer Hannes í sumarleyfi og vinnur iíklega allan sólarhringinn í einar tvær til þrjár vikur. Líklega gneitt fyrin prútein úr allri umframmjólk á verðlagsárinu „Ekki hefur um árabil orðið jafn mikil aukning í sölu á mjólk og mjólkurvörum og undanfama mánuði. Þegar greiðslumark var ákveðið fyrir tæpu ári var því spáð að próteinþörf verðlagsársins kallaði á 106 milljónir lítra mjólkur. Miðað við síðustu 12 mánuði þá er salan komin í 108 milljónir lítra,“ sagði Þórólfur Sveinsson, fomiaður Landssambands kúabænda á aðalfundi kúabænda á Suðurlandi. Eins og kunnugt er þá hefur mjólkuriðnaðurinn þegar ákveðið að kaupa prótein úr þremur milljónum lítra af umframmjólk. Þórólfur sagðist ekki sjá annað en greitt yrði fyrir prótein úr allri umfram- mjólk á verðlagsárinu. „í ljósi þess að kúm hefur fækkað talsvert og búið er að breyta ráðstöfun beinna greiðslna þá hef ég ekki ástæða til ætla annað en bændur reyni nú að fá eins mikla mjólk úr kúnum og unnt er. Við virðumst þurfa á allri þeirri mjólk að halda sem kýmar geta framleitt þetta verðlagsárið," sagði Þórólfur. Innvigtun í mánuðunum september til og með mars er ofurlítið minni en á sama tímabili í fyrra. Greiðslumark er nú einni milljón lítra hærra en var þá, og í ljósi góðrar sölu er þörf fyrir prótein úr umframmjólkinni á innanlands- markaði eins og áður sagði. C-greiðslur verða nú í fyrsta skipti greiddar á mjólk innlagða í júlí og ágúst og breytir það forsendum verulega að sögn Þórólfs. Á næsta stjómarfundi LK verður fjallað um ráðstöfun beinna greiðslna og greiðslu- mark næsta verðlagsárs. „Nú liggur fyrir að greiðslumark næsta árs mun hækka," sagði formaðurinn en bætti við að á þessari stundu væri erfitt að spá um hvort hækkunin næmi einni eða tveimur milljónum litra. Varðandi ráðstöfun beinna greiðslna sagði Þórólfúr að aðalmálið væri að nota C-greiðslumar til að tryggja jafna innvigtun, en fari hún niður í 7 milljónir lítra þá er hún einfaldlega of lítil miðað við þörf markaðarins. Verð á greiðslu- marki hefur lækkað umtalsvert frá sama tíma í fyrra og líklegt er að sú þróun haldi áfram við þessar aðstæður.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.