Bændablaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 24
24 BÆNDABLAÐIÐ Þrídjudagur 16. apríl 2002 Hvers er að vænla frá óbvggöanefnd? í síðasta blaði rakti ég stuttlega hvemig úrlausnir dómstóla um eignarrétt að afréttum hafa breyst ffá því Landsyfirréttur dæmdi hinn 12. október 1896, 5. bindi 327, upp- rekstrarfélagi fjögurra hreppa í Mýrasýslu beinan eignarrétt að landsvæðinu Hellistungum á gnind- velli uppreksturs um ómunatíð, til þess er Hæstiréttur dæmdi hinn 25. febrúar 1955, bls. 108, sem hér segir: "Samkvæmt því sem að fram- an er rakið verður að telja að íbúar Holtahrepps, Næfúrholts og Hóla í Rangárvallahreppi eigi sameigin- lega með íbúum Landmannahrepps, upprekstrarrétt á Landmannaaffétt" og "réttur til afféttarins virðist í önd- verðu hafa orðið til á þann veg að íbúar á landssvæði framangreindra hreppa og býla hafi tekið afféttar- landið til sumarbeitar fyrir bú- pening og, e.t.v. til annarrar tak- markaðar notkunar" og taldi að "framangreindir afréttaraðiljar [hefðu] samkvæmt ffamansögðu ekki bcinan eignarrétt að Land- mannaafrétti." (feitletranir hér og síðar mínar) Á þessari nýju, og á þeim tíma og raunar enn, framandlegu lög- skýringu, að land gæti verið eigandalaust að því er grunneignar- rétt varðar, var síðan byggt, t.d. í Landmannaafféttardómnum H 1981: 1594 og í hinum endanlega Landmannaafréttardómi H 1989: 1022, Eyvindarstaðaheiðardómn- um H 1997: 1183 og Auðkúlu- heiðardómnum H 1997: 1162, en í þeim síðastnefnda segir m.a.: "...verður ekki talið að sönnur hafi verið leiddar að því að heiðin hafi nokkum tíma verið undirorpin full- komnum eignarrétti einstaklinga, kirkjunnar eða ríkisins, hvorki fyrir nám né með löggemingum eða með öðmm hætti. Tiltækar heimildir benda hins vegar til þess, að um af- réttareign heimalands Auðkúlu hafi verið að ræða í þeim skilningi, að aðrir hafi átt þar rétt til upp- rekstrar og e.t.v. annarra nota, en gegn gjaldi til Auðkúlumanna. Þá em staðhættir og víðátta heiðalands- ins þannig, að líkur mæla gegn óskomðum eignarráðum jarðeig- enda." Með þessum og fleiri dómum ffá síðarihluta 20. aldar var mótað hið framandlega hugtak afréttarrétt- ur eða afréttarréttindi, á gmndvelli skoðana sem höfðu orðið til í höfði tiltekinna ffæðimanna um miðja öldina, en eiga sér ekki, og hafa aldrei átt sér neina stoð í réttar- vitund þjóðarinnar, þar á meðal þeirra, er við afféttina búa og þá hafa notað og talið sig eiga. Enginn getur þó láð óbyggðanefhd þótt hún treystist eigi til þess að víkja ffá þessum nýmóðins fordæmum. Det som ingen ejer det ejer Kongen. "Kóngurinn á það sem enginn á" eða réttareglan um ríkiseign á landi utan eignarráða einstaklinga, náði fótfestu í Danmörku og Noregi þegar á miðöldum með eflingu konungsvalds, en á íslandi ekki fýrr en hinn 1. júlí 1998 er þjóðlendu- lögin tóku gildi, en áður hafði akurinn verið plægður með dómum Hæstaréttar um hinn tvískipta eignarrétt að landi: grunneignarrétt annars vegar og afréttarréttindi hins vegar, nánar tiltekið, um að til væm landsvæði sem hvorki einstakling- um né rikinu hefði tekist í dómsmáli að sanna gmnneignarrétt sinn að, samkvæmt því eigandalaus að því er gmnneignarrétt varðar, og ríkið gæti því með einfaldri lagasetningu slegið eign sinni á. "Haraldur konungur eignaðist í hverju fylki óðul öll og allt land, byggt og óbyggt, ogjafnvel sjóinn og vötnin, og skyldu allir búendur vera hans leiglendingar, svo þeir, er á mörkina ortu, og saltkarlamir og allir veiði- menn, bæði á sjó og landi, þá vom allir þeir honum lýðskyldir," segir í Egilssögu, niðurlagi 4. kap. Ég skil þessi orð Snorra svo, að hann sé í fýrsta lagi að lýsa tilkomu víðtækrar skattskyldu, í öðm lagi víðtæku eignamámi ríkisins með eða án endurgjalds og í þriðja lagi að rikið hafi slegið eign sinni á allt land "utan eignarlanda", svo notað sé orðalag þjóðlendulagnanna. Sú skoðun að ríkið eigi eða geti kastað eign sinni á öll landsvæði utan eignarlanda á sér þannig vel þekktar erlendar fýrinnyndir. Hér á landi gætti hennar í nýbýlatilskipun- inni urn landnám og byggingu eyði- jarða ffá 15. apríl 1776, sem var að sjálfsögðu sett einhliða af Dana- konungi, en þó vissulega í hagsbóta- tilgangi fýrir íslendinga. í henni fólst heimild til að byggja jarðir á óbyggðum svæðum, jafnvel innan eignarlanda. Nýbýlatilskipunin var í gildi í rúm hundrað ár en ekki verður séð að hún hafi breytt miklu. Þó er talið að um þrjátíu jarðir og hjáleigur hafi verið byggðar fýrstu tíu árin sem tilskipunin var í gildi, flestar ef ekki allar að fmmkvæði eða með samþykki þeirra sem töldust eigendur þessara eyðijarða og affétta. Það mun varla hafa verið stofnað hafi til eignarréttinda á gmndvelli nýbýlatilskipunar. Sú hugsun að kóngur gæti ráðstafað af- réttum bænda og eyðijörðum, hvað þá heimalandi, var enn of ffamandi. I 1. gr. nýbýlalaga, nr. 15/1897, sem við tóku af nýbýlatilskipuninni, var heimilað að stofha nýbýli á eyðijörðum og í öðmm óbyggðum löndum, er enginn gæti sannað sína eign. Munu þess engin þekkt dæmi að nýbýli hafi verið reist á gmnd- velli þessara nýbýlalaga. Stefha Haralds konungs um ríkiseign á landi "utan eignarlanda" varð þannig ekki ofaná fýrr en 1998 og fór ekki að virka fýtr en með upp- kvaðningu úrskurðanna hinn 21. mars 2002, að þeim Borgarfeðgum löngu liðnum. Nefna má það, að Bjami frá Vogi var í fararbroddi talsmanna ríkiseignar, einkum að því er vatns- réttindi varðar, i fossanefndinni 1917-1919. Það erá hinn bóginn sú stefna, að gera það að meginreglu að skipta aðildum eignarréttar að afréttum í tvo flokka, afféttarrétt og gmnneignarrétt, sem er síðari tíma uppfinning. Síðasta uppfmningin er sú sönnunarregla sem óbyggða- nefnd fýlgir, að leggja ekki sönnunarbyrðina á sóknaraðila eignarréttarmáls, krefjanda eignar- réttar, eins og alltaf hefur verið gert, heldur á vamaraðilann, þá sem hingað til hafa verið nefndir afféttareigendur, svo sem síðar verður lýst og rökstutt. Hver er lagagrundvöllur starfs óbyggðarnefndar Svo sem ég vék að í síðasta blaði, var þeirri nýskipan komið á með lögum um þjóðlendur nr. 58/1998, að land var flokkað í eignarland annars vegar og þjóð- lendur hins vegar og kveðið svo á í 2. gr. að íslenska ríkið væri "eigandi lands og hvers konar landsréttinda og hlunninda í þjóðlendum sem ekki em háð einkaeignarrétti." Það ber að hafa í huga að eignarréttur verður ekki af mönnum tekinn með almennum lögum, hann er varinn af 72. gr. stjómarskrár þar sem segir: "Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína, nema almenningsþörf krefji; þarf til þess lagafýrirmæli, og komi fhllt verð fýrir." Til þess að taka eignarrétt af mönnum með valdi þarf því form- legt eignamám og skulu skulu fullar bætur koma fýrir. Verkefhi óbyggðanefndar er því að skera úr um það, hvaða landssvæði hafi ekki verið, fýrir gildistöku þjóðlendulaga hinn l.júlí 1998, undirorpinbeinum og fullkomnum eignarrétti, draga markalínuna milli þjóðlendna og eignarlands. I þjóðlendulögunum sem nefhd- in vinnur eftir er eignarland svo skilgreint: "Landsvæði sem háð er einkaeignarrétti þannig að eigandi landsins fer með öll venjuleg eignarráð þess innan þeirra marka sem lög segja til um á hverjum tíma." Þjóðlenda er í lögunum skil- greind sem "landsvæði utan eignar- landa þó að einstaklingar eða lög- aðilar kunni að eiga þar takmörkuð eignarréttindi." Hugtakið afréttur er í þjóðlendulögunum ekki notað sem lýsing á ákveðnu eignarformi lands og er skilgreint sem "land- svæði utan byggðar sem að stað- aldri hefur verið notað til sumar- beitar fyrir búfé." Afréttur getur samkvæmt þessu verið hvort heldur er í eignarlandi eða þjóð- lendu. Ég tel mikilvægt að hafa þetta í huga, að þjóðlendulögin byggja á því, að "landsvæði utan byggðar sem að staðaldri hefur verið notað til sumarbeitar fýrir búfé" geti verið undirorpið beinum og fullkomnum eignarrétti, þ.e. að eigandi afréttar- ins fari þar með öll venjuleg eignar- ráð. Þannig negla lögin það alls ekki niður að allir þeir afréttir sem einvörðungu hafa verið notaðir til sumarbeitar eigi að teljast þjóðlendur. Obyggðanefnd virðir landanierki jarða I úrskurðum óbyggðanefhdar segir m.a.: "Óbyggðanefnd telur að almennt megi gera ráð fýrir að jörð sé landsvæði sem upprunalega hefur verið ráðstafað úr einstökum land- námum, stofnað til nýbýlis á eða eignarhefö unnin yfir. Tilgangurinn með stofnun hverrar jarðar hefur verið að stunda þar búskap árið um kring. Samt sem áður getur að sjálfsögðu verið land innan jarðar sem ekki verður nýtt til land- búnaðar, enda getur setning merkja hæglega hafa tekið mið af öðrum atriðum. Nýting landsins hefur verið í samræmi við búskaparhætti og umfang bús á hverjum tíma. Land hverrar jarðar hefur ffá öndverðu borið að afmarka með landa- merkjum. Innan merkja jarðar sinnar hefur eigandi almennt séð farið með umráð og hagnýtingu, gert ráðstafanir með löggemingum, veðsett jörðina og látið hana ganga að erföum, á sama hátt og gildir um eignarland yfirleitt. Óbyggðanefnd telur hvorki verða ráðið af eldri né yngri löggjöf að almennt séð hafi verið gert ráð fyrir því að land innan jarðar hafi mismunandi eignarréttarlega stöðu. Staðhættir, gróðurfar og nýtingarmöguleikar verða ekki taldir hafa úrslitaáhrif í því sambandi. Einstök dæmi um slíka skiptingu finnast þó og eins kann það i öðmm tilvikum að valda nokkmm vafa þegar afféttur liggur eða lá sjálfstætt undir einstakar jarðir. Það er því niðurstaða óbyggðanefndar að líkur séu á því að land sem samkvæmt fyrir- liggjandi heimildum er eða hefur verið jörð sé beinum eignarrétti háð. Sönnunarbvrðin hvílir því á þeim sem öðru heldur fram." Þrjár tegundir afrétta Óbyggðanefnd segir: "Með til- liti til uppmna affétta má flokka þá í þrennt. I fyrsta lagi er um þá af- rétti að ræða sem kalla má sainnotaafrétti. Þar er um að ræða affétti sem samkvæmt elstu heimildum hafa verið í sameigin- legum notum jarða í tilteknu sveitar- félagi eða affnörkuðu svæði [...] Rétturinn til þeirra hafi orðið til með því að íbúar byggðalagsins hafi tekið viðkomandi landsvæði, sem legið hefúr utan þáverandi byggðar- marka, til sumarbeitar fýrir bú- pening og eftir atvikum annarra tak- markaðra nota. I öðru lagi er um að ræða afrétti einstakra jarða og stofnana, en þar er um þá afrétti að ræða sem samkv. elstu heimildum tilheyrðu einstökum, jörðum lög- persónum eða stofhunum, fýrst og fremst kirkjum. Upprekstur annarra aðila var þá heimill samkvæmt venjum og samningum, en gegn greiðslum afréttartolls. Um- ræddir afréttir eru að meginstefhu til skildir ffá viðkomandi heimajörð með sjálfstæðum merkjum eða í sumum tilvikum af öðrum fast- eignum [...] í þriðja lagi er svo um það að ræða að land eða hluti lands einstakra jarða hafi verið lagt til afréttar." Óbyggðanefiid rökstyður þessa flokkun m.a. með vísan til dóma og segir: "Séu framangreindir dómar skoðaðir með hliðsjón af því sem áður greindi um flokkun affétta með tilliti til uppruna virðist óhætt að fella Landmannaaffétt undir sam- notaafrétt, sbr. H 1955 108 og H 1981 1584 ,H 1989: 1022. Þá sýnast afféttir Lundarreykjadalshrepps austan Reyðarvatns, Auðkúluheiði og Eyvindarstaðaheiði verða felldir undir flokkinn afréttir einstakra jarða og stofnana, sbr. H 1971 1137, H 1997 1162, H 1997 1183 og að auki H 1969 510 (Nýjabæjarafféttur). Loks virðast Gullberastaðatunga við Reyðarvam og Kalmanstunguland á Amar-

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.