Bændablaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 2
2 BÆNDABLAÐIÐ Þnðjudagur 16. apríl 2002 Nautakjöts- framleiðsla á tímamótum: RáOstefna á vegum LK Næstkomandi fimmtudag, 18. apríl, verður haldin ráðstefna á vegum Landssambands kúa- bænda um nautakjötsfram- lciöslu á Islandi, undir heitinu Nautakjötsframleiðsla á tíma- mótum. Ráðstefnan verður lialdin í Rúgbrauðsgerðinni að Borgar- túni 6 í Reykjavík og hefst hún kl. 10:30. Snorri Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri LK, sagði að sam- bandið heföi gengist fyrir svipuðum vinnudegi fyrir tveimur árum, fyrir þá sem eru eingöngu í nautakjötsframleiðslu. Að þessu sinni er ráðstefnan viðameiri og er bæði fyrir nautakjötsffamleiðendur og mjólkurframleiðendur, og líka fyrir ráðunauta og aðra þá sem þjónusta bændur. „Við viljum varpa ljósi á stöðu mála í dag, sem og framtíðarsýn og ekki síst á það sem er að gerast í Evrópu i styrkjamálum og fleiru,'“ sagði Snorri Sigurðsson. Ráðstefnustjóri verður Guðmundur B. Helgason, ráðu- neytisstjóri landbúnaðarráðuneytis og setur hann ráðstefnuna. Þórólfur Sveinsson, formaður LK flytur síðan ávarp. Eftir ráðstefnuna geta allir þátttakendur farið á sýninguna Matur 2002, en sýningin er haldin í nýja sýningar- og íþróttahúsinu í Kópavogi og er opin þennan dag til kl. 20:00. Sjá nánar auglýsingu í blaðinu á bls. 21. Þröstur sagði að miðað við hálmnotkunina á Stóra-Ármóti í vetur væri markaðsverð á hálmi of hátt og því tæpt að sparnaður hlytist við að nota hann miðað við að setja upp grindur eða hvað þá taðhús. „Með aukinni kornrækt og þá meira framboði af hálmi gæti þetta orðið raunhæfari kostur,” sagði Þröstur sem hér má sjá í fjárhúsinu. KannaS hvernig kindur prífast á hálmi „Við erum að kanna hvernig ærnar þrífast á hálmi í köldu fjárhúsi. Víða fellur til hálmur og með tilkomu rúlluvæðingar eru hlöður jafnan vannýttar. Maður veltir því fyrir sér hvort ekki sé möguleiki að nota þær sem ijárhús án þess að leggja út í mikinn kostnað. í því sambandi getur hálmur komið til greina. Við erum að reyna að gera okkur grein fyrir hve mikið þarf af hálmi svo skepnunum líði vel, þ.e. það sé vel þurrt undir þeim og þær séu þrifalegar," sagði Þröstur Aðalbjarnarson, ráðu- nautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands um athugun á tæplega 80 kindum sem nú fer fram á tilraunastöð BSSL og RALA á Stóra-Ármóti. Athugunin hófst 10. nóvember á liðnu ári þegar kindumar vom rúnar og settar í skemmu á til- raunastöðinni. Auðvitað er full- snemmt að biðja um niðurstöður en Þröstur sagði að miðað við hálmnotkunina í vetur þyrfti 35-40 kg á hundrað dögum á hverja kind. í þessu tilviki er reiknað með 65% þurrefni í hálminum. Mjög rúmt er á kindunum á Stóra-Ármóti og hann sagði að þeim liði vel, alla- vega væru þær feitar og pattara- legar. „Ég hef sjaldan séð kindur sem hafa haft það jafn gott á húsi," sagði Þröstur. „Þeir bændur sem hafa aðgang að ódýmm hálmi og eiga skemmur eiga tvímælalaust að hugsa um þessa leið sem mögu- leika,“ sagði Þröstur. En hann gat þess jafnframt að miðað við hálm- notkunina á Stóra-Ármóti í vetur væri markaðsverð á hálmi of hátt og því tæpt að spamaður hlytist við að nota hann miðað við að setja upp grindur eða hvað þá tað- hús. „Með aukinni komrækt og þá meira framboði af hálmi gæti þetta orðið raunhæfari kostur,“ sagði ráðunauturinn. Hann bætti við að fleiri þættir þurfí að koma inn í reikninginn áður en hægt er að segja til um hvað borgar sig best. Eins og fyrri daginn verður að meta hvert dæmi fyrir sig á for- sendum viðkomandi bónda. Þröstur reiknar með að koma frekari upplýsingum um verkefnið á framfæri í landbúnaðarritinu FREY. Þess má geta að Þröstur vinnur einkum að gæðastýringu í sauðtjárrækt, búrekstrartengdri ráðgjöf og átaksverkefninu Sóma sem er hliðstætt Sunnuverkefninu, sem margir þekkja, en Sómaverk- efnið er ætlað sauðQárbændum. Gunnar Sæmundsson, stjórnarmaður í BÍ, um frumvarp til laga um landgræðslu Skapa á Lantfgræðslunni alnæðisvald í gróðurmálum - LandgræOslan á að leiObeina, framkvæma og órskurða og refsa, að sðgo Gunoars í síðasta Bændablaði var sagt frá frumvarpi til laga um landgræöslu sem lagt hefúr verið fram á Alþingi. Á haustdögum 1998 skipaði þáverandi landbúnaðarráðherra, Guðmundur Bjamason, nefnd til að gera tillögur um stefnu í landgræðslu og gróðurvemd, sem og að semja ný lög um landgræðslu. I nefndinni vom Sigurður Guðmundsson, starfsmaður Þjóðhagsstofnunar sem var formaður, Hugi Ólafsson frá umhverfisráðuneytinu, Níels Ámi Lund frá landbúnaðarráðuneytinu, Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri, Snorri Bjöm Sigurðsson sveitarstjóri frá Sambandi sveitarfélaga, og Gunnar Sæmundsson bóndi frá Bændasamtökum Islands. Bændablaðið leitaði til Gunnars um viðhorf hans til þess frumvarps sem nú hefúr verið lagt fram. „Við lögðum mikla vinnu í tillögu að stefnumótun fyrir landgræðslu og frumvarp að landgræðslulögum. Við skiluðum svo þessari vinnu til landbúnaðarráðherra sem þá var orðinn Guðni Ágústsson,“ sagði Gunnar. Var einhugur í nefndinni? „Vissulega var tekist á um ýmsa hluti í þessu starfí eins og gengur. Eitt af ágreiningsmálum var hvort setja ætti Landgræðslunni stjóm, en um það náðist ekki einhugur. En við skiluðum sameiginlega af okkur. Ég tel rétt að það komi fram að flest alla fundi nefndarinnar hafði Sveinn með sér Andrés Amalds sem aðstoðarmann.“ Það er ekki ykkar frumvarp sem lagt er fram nú? „Nei, ekki aldeilis. Það merkilega er að blekið á undirskriftum okkar var varla þomað þegar Landgræðslumenn vom famir að veifa nýju fmmvarpi sem var samið eftir þeirra kokkabókum. Á Búnaðarþingi árið 2000 fengum við svo drög að tveimur fmmvörpum til skoðunar. Og svo kemur þetta fram nú, sem gengur lengst í því að skapa Landgræðslunni nánast alræðisvald i gróðurmálum. Þeir eiga að leiðbeina, framkvæma, úrskurða og refsa. Ég efast um að þetta ffumvarp standist sjómsýslulög og tel reyndar að það stangist á við fleiri lög. Ég skil ekki það framferði forystumanna einnar stofnunar að standa svona að málum eins og hér hefúr verið gert. Geta ekki staðið við það sem menn hafa unnið að og samþykkt. Svona vinnubrögð auka ekki á trúverðugleik viðkomandi stofnunar.“ Nú var Qallað um þetta mál á síðasta Búnaðarþingi. „Búnaðarþing ályktaði um málið, en fól stjóm að öðru leyti að ganga ffá umsögn til Alþingis. Við hjá BÍ höfum verið að láta lögfræðing okkar skoða fmmvarpið og hann hefur margt við það að athuga. Ég vísa því á bug sem kemur fram í skýringum með þessu fmmvarpi, að það sé að stofni til byggt á vinnu þeirrar nefndar sem ég starfaði i. Það er rangfærsla, hér er allt annað fmmvarp og allt önnur stefna á ferð,“ sagði Gunnar að lokum. Bændablaðið Bændablaöið kemur út hálfsmánaöarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 4.200 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.000. Sími: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason, blaðamaður: Sigurdór Sigurdórsson Netfang blaðsins er bbl@bondi.is Prentun: ísafoldarprentsmiðja Nr. 152 Blaðinu er dreift í 6.400 eintökum. Dreifing: íslandspóstur. ISSN 1025-5621

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.