Bændablaðið - 25.06.2002, Page 9

Bændablaðið - 25.06.2002, Page 9
Átaksverkefnið Fegurri sveitir er á vegum landbúnaðarráðuneytisins í um- boði ríkisstjórnarinnar. Það er fólgið í því að hvetja til, auðvelda og skipuleggja alhliða tiltekt í sveitum landsins. Starfsmenn verkefnisins aðstoða heima- menn eftir mætti, við að koma auga á það sem má betur fara, finna lausnir og miðla upplýsingum. Einnig viljum við vekja athygli á öllum þeim góðu verkum sem verið er að vinna um allt land og miða að bættri ásýnd landsins. Við hvetjum öll sveitarfélög til að farga brotajárni og spilliefnum á viðeigandi hátt. Hvernig er ástandið í þinni sveit? Hjálpumst að og komum hlutunum í lag! Öllum sem láta sig þessi mál varða er velkomið að vera með, því fleiri, þeim mun fegurri sveitir! Er þitt sveitarfélag, félag eða fyrirtæki með? Enn er hægt að skrá þátttöku. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Fegurri sveita: www.simnet.is/umhverfi Ragnhildur Sigurðardóttir verkefnisstjóri netfang: ragnhildur.umhverfi@simnet.is sími 435 6695 / NMT: 851 1646 / GSM: 848 2339 Ölína Gunnlaugsdóttir netfang: akrar@simnet.is sími 435 6751 / NMT: 898 7152 Kortið sýnir þau sveitarfélög sem taka þátt í verkefninu: • Allir bændur hafa verið heimsóttir • Samband við tengilið • Fundir og/eða heimsóknir til einhvers hóps bænda • Heimsóknir á alla bæi fyrirhugaðar í sumar Málmendurvinnsla Spiluefnanefnd Fura ehf., málmendurvinnsla hefur verið starfandi í um 9 ár og er umsvifamesta fyrirtækið á sínu sviði hérlendis. Starfsemin felst í því að taka við brotajárni, hvaðan sem er af landinu, flokka það, fullvinna og senda úr landi til endurvinnslu. Með einu símtali við Furu er unnt að koma varanlegu skipulagi á hreinsun brotajárns í þéttbýli sem dreifbýli, hvar sem er á landinu. Fura hefur yfir að ráða sérhæfðum tækjum til flutnings og vinnslu brotamálma og ef um sérstök átaksverkefni við hreinsun á ákveðnum svæðum eða einstökum brota-járnshaug er að ræða er hægt að fá senda færanlega pressu hvert á land sem er. Allir gámar eru fluttir burt jafnskjótt og þeir fyllast. Ávinningur landsmanna er augljós: Endur-nýting, landhreinsun og umhverfisvernd. Fura ehf., málmendurvinnsla Hringhellu 3 220 Hafnarfjörður sími: 565 3557 / fax: 565 3526 netfang: fura@simnet.is Allir geta skilað spilliefnum sér að kostnaðarlausu á söfnunarstöð síns sveitarfélags. Spilliefni sem hér um ræðir og algengust eru: olía (smurolía, glussavökvi o.fl.), rafgeymar, rafhlöður (með kvikasilfri og NiCad, þ.m.t. hnapparafhlöður), olíu- málning og leysiefni (svo sem þynnar og terpentína). Enn fremur skordýra- eitur, framköllunarvökvar, hreinsiefni fyrir efnalaugar og skinnaiðnað o.fl. Spilliefnagjald er lagt á vörur sem verða að spilliefnum, skv. lögum um spilli- efnagjald sem voru samþykkt á Alþingi árið 1996. Með greiðslu spilliefnagjalds, sem er hluti af vöruverði, hefur spilli- efnahafi öðlast rétt til að skila spilliefnum sér að kostnaðarlausu. Gjaldinu er varið til greiðslu kostnaðar við förgun spilliefna en einnig vegna kostnaðar sveitarfélaga af söfnunarstöðvum og flutningi spilliefna til móttökustöðva sem sjá um förgunina. Spilliefnanefnd Bíldshöfða 16 110 Reykjavík sími 550 4670/fax 550 4610 netfang: spilliefnanefnd @ver.is VIÐ AÐSTOÐUM ÞIG I ENDURVINNSLU BROTAJÁRNS OG MÁLMA Hjá Hringrás hafa aðferðir og tæki til söfnunar, vinnslu og útflutnings brota- málma þróast mjög mikið í gegnum árin enda hefur fyrirtækið flutt út nær 500.000 tonn af brotajárni. Við erum nú búnir hagkvæmum og góðum tækja- kosti sem er sniðinn að því að veita viðskiptavinum okkar úrvals þjónustu s.s: ■ Færanlegri og hraðvirkri brotajárnspressu ■ Ný og öflug pressa í Sundahöfn • Stórvirkar klippur ■ Öruggar beltagröfur, grabbar og seglar ■ Stórir og hagkvæmir vagnar og vörubílar • Lipur málmabíll • Stórir og smáir gámar og gámabílar Hringrás hefur ekki eingöngu safnað brotamálmum á höfuðborgarsvæðinu. Safnað hefur verið brotajárni og málmum um allt land og flutt beint á erlendan markað eða á athafnasvæðið í Sunda- höfn til fullvinnslu fyrir útflutning.l þessu starfi er Hringrás með samstarfsaðila vítt og breitt um landið. Færanleg brota- járnspressa gerir okkur mögulegt að vinna efnið á staðnum og því verða flutningar hráefnisins mun hagkvæmari. Á Akureyri hefur Hringrás einnig vinnslu- svæði með tækjum til að klippa og pressa málma í samvinnu við Sorp- eyðingu Eyjafjarðarsvæðisins og á fleiri stöðum á landinu. HRINGRÁS HF. ENDURViNNSLA

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.