Bændablaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 3. september 2002 BÆNDABLAÐIÐ < 17 Smalahunda- keppni í Kol- beinsstaOa- hreppi eHr nokkra dage Áfram höldum við hér í Snæfells- og Hnappadalssýslu við að sinna smalahundunum okkar en 21. 22. og 23. júní héldum við námskeið í samvinnu með endurmenntunardeildinni á Hvanneyri með Gunnar Einarsson sem leiðbeinanda. Mjög góð þátttaka var og ánægjulegt að alltaf eru að koma fleiri og fleiri nýir með okkur. Þeir sem lengra eru komnir halda áfram að sýna framfarir og eru greinilega ákveðnir í að gera betur. Nú er komið að því að við gefum félögunum tækifæri á að spreyta sig í keppni, en ákveðið hefur verið að halda opna félags- keppni á svæðinu að Hraunsmúla í Kolbeinstaðahrepp 7. september næstkomandi; bæði unghunda- keppni og almenna keppni. Deildin á svæðinu hefur tekið að sér að halda landskeppni Smalahundafélags Islands en hún er fyrirhuguð helgina 26.- 27. oktober. Þar verðum við með forkeppni að aðalkeppninni og unghundakeppni. Það er því gott tækifæri fyrir menn að koma beint úr smalamennskutöminni með ferska hunda í keppni. Við munum þegar nær dregur vísa á gistingu á svæðinu. Þegar nær dregur geta allir nálgast frekari upplýsingar á heimasíðu Bændasamtakanna. (www.bondi.is) Höfum gaman af því sem við erum að gera og njótum þess að koma saman og sinna sameiginlegu áhugamáli sem nýtist við störf okkar í sveitinni. Eggert Kjartansson, Hofstöðum. Bændablaðið kemur næst út 17. september. Myndin hér að ofan var tekin á námskeiði í sumar. Þarna er Gunnar Einarsson á Daðastöðum að leiðbeina Sigurði Helgasyni, Hraunholtum. LANDSTÚLPI - Fjós eru okkar fag - • Weelink fóðrunarkerfí • Innréttingar og básadýnur - ath! bæði í legubásaijós og básafiós. • Steinrimlar og flórsköfukerfi í gripahús • Veitum aðstoð og ráðgjöf við hönnun fjósa - hafið samband, við mætum á staðinn • Loftræstingar - i nýjar og eldri byggingar Lárus Arnar Bjarni s: 437 0023 / 869 4275 s: 486 5656 / 898 9190 S:4554627 Vantar þig hliðgrind? Þá eru hliðgrindurnar frá Kaupfélagi Skagfírðinga rétta lausnin. Sterkar og léttar en jafnframt mjög ódýrar. Stærðir 182 - 244 - 366 - 396 Hringið og fáið upplýsingar um verð. Þessar versianir selja hliðgrindur frá KS Húsasmiðjan Siglufirði Húsasmiðjan Dalvík Húsasmiðjan Akureyri Húsasmiðjan Húsavík Húsasmiðjan Egilsstöðum Húsasmiðjan Hvolsvelli Húsasmiðjan Selfossi Húsasmiðjan ísafirði WECKMAN STURTUVAGNAR Verðdæmi: 8,5 tonn Verð kr. 549.000 með virðisaukaskatti 11 tonn Verð kr. 645.000 með virðisaukaskatti (Athugið! Fleiri gerðir í boði: 1,5 -17 tonn) *• H. Hauksson ehf. Suðurlandsbraut 48 Sími 588 1130 Fax 588 1131 Heimasími 567 1880

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.