Bændablaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 10
10 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 3. september 2002 sambandi vildu fundarmenn að samfélagið allt tæki þátt í þessum kostnaði enda allra vilji að fuglalíf sé blómalegt. Hvatt var til meiri samvinnu við veiðifélög í baráttunni við villimink og máv sem leggjast á fisk og seiði í ám og vötnum. bættinu með tilkomu Umhverfis- stofnunar, sagði frá rannsóknum á mink og hvatti til aukinna haustveiða á mink í gildrur. Sagt var frá ferð á æðarslóðir í Noregi, ástandi æðarræktarinnar þar lýst og sýndar myndir af aðstæðum. Æðarræktinni þar hefur hnignað mjög á síðustu áratugum og er ýmsu um að kenna, ekki hvað síst tilkomu minks sem var fluttur til Noregs á sama tíma og minkarækt hófst hér á landi. Bændur ráða ekki við að veijast honum og þekkja t.d. ekki notkun minkahunda, og auk þess er minkurinn friðaður yfir gottímann. Á fundinum voru samþykktar nokkrar tillögur og fjölluðu þær um: 1) Breytingar á embætti veiðistjóra í þá átt að tengja það heildar- samtökum bænda og auka beinar leiðbeiningar og aðstoð við veiði- menn við að halda ref, mink og vargfugli í skeijum. Fjármagn til þessa verði aukið og komi úr sameiginlegum sjóði þar sem tjón af völdum þessara dýra varðar allt samfélagið. 2) Að æðarbændum utan Skaftafellssýslna verði heimilt að skjóta skúm í friðlýstu æðarvarpi ef veijast þarf ágangi þeirra. 3) Að kannað verði hversu mikið af æðar- fugli og öðrum fugli ferst í netum sem lögð eru í sjó, og gerðar verði tillögur til úrbóta. 4) Að Æðar- ræktarfélag íslands veiti einstökum deildum styrk með sama hætti og verið hefur. 5) Að reglur um búnað loðdýrahúsa verði endurskoðaðar og komið í veg fyrir að dýr sleppi úr þeim. Reglumar verði þannig að gerlegt verði að fara eftir þeim og skýrt sé kveðið á um eftirlitsskyldu. Stjóm félagsins skipa: Jónas Helgason, Æðey, formaður. Her- mann Guðmundsson, Stykkishólmi, og Níels Ami Lund frá Miðtúni á Sléttu. I varastjóm em: Ingibjörg Eyþórsdóttir, Kaldaðamesi, og sr. Guðni Þór Ólafsson, Melstað. /ÁS, HÞ. Hópur fundargesta við minjasafnið Bustarfelli._______Bændablaðið/HÞ. www.bi n Þú fellur aldrei á tíma - í útgjaldadreifingu Búnaðarbankans Greiðslubyrði fólks sveiflast iðulega milli mánaða og hjá öðrum sveiflast tekjurnar einnig. Þegar endar ná ekki saman vill raunin oft verða sú að fólk dregur að greiða einhverja reikninga og endar síðan í vítahring dráttarvaxta og vanskila. ... í stað þess að greiða vexti . Komdu skipulagi á fjármálin á einfaldan og þægilegan hátt með ■ útgjaldadreifingu Búnaðarbankans. Þú losnar við sveiflur í útgjöldum milli mánaða, sleppur við dráttarvexti og átt jafnvel góðan afgang. Kaupakonur Nú fer að styttast í göngur og réttir og því mikilvaegt að þjálfa reiðhestana vel fyrir átökin sem í vændum eru. Kaupakonurnar á Ytri-Tjörnum í Eyjafjarðarsveit, þær Svala Magnúsdóttir frá Reykjavík (til vinstri) og Sandra Fritsch frá Þýskalandi, eru hér að leggja upp í reiðtúr á Þyt og Blossa og vita fátt skemmtilegra en að þeysa um í guðsgrænni náttúrunni og "finna fjörtök stinn". Dúntekja Morguninn eftir hófst aðal- fundurinn í Miklagarði. Á honum kom m.a. fram að tíðarfar var æðarræktinni mishagstætt eftir landshlutum. Á Suður-, Vestur- og Norðvesturlandi var tíðarfar hagstætt og varp frá því að vera í tæpu meðallagi upp í það að vera afar gott. Á Norðaustur- og Austurlandi gerði hret talsverðan usla, sérstaklega það sem kom 17. júní. Margir æðarbændur urðu fyrir tjóni í því hreti. í heild er þó talið að dúntekja ársins sé í meðallagi. Aðalfundur Æðarræktarfélags Islands Aðalfundur Æðarræktarfélags Islands var haldinn á Vopnafirði 25. ágúst sl. og var þetta í fjórða sinn sem hann er haldinn utan Reykjavíkur. Fundurinn var vel sóttur, en æðarbændur úr flestum landshlutum sátu hann. Æðarræktardeild Norðaustur- lands hafði veg og vanda af undirbúningi fundarins. Flestir fundargesta komu til fundar á hádegi þann 24. ágúst, en Helgi Þorsteinsson og Ámi Magnússon sáu um skipulagða dagskrá þann dag. Farið var í æðarvarpið á Ytra - Nýpi og það skoðað undir leiðsögn bænda. Síðan var farið í skoðunarferð um sveitina, minjasafnið á Burstafelli skoðað og endað með sjóferð um fjörðinn. Að lokum var sam- eiginlegur kvöldverður og kvöld- vaka. Barátta við mink og máv Mönnum varð tíðrætt um þann varg sem herjar á æðarfuglinn. Rætt var um að sveitarstjómir standa sums staðar illa að lög- boðnum refa- og minkaleitum og kom fram að kostnaður við slíkt er sumum þeirra um megn. I því Gagnrýni á embœtti veiðistjóra Margir æðarbændur gagnrýndu embætti veiðistjóra og töldu sam- skipti við hann stirð. Menn höfðu á orði að veiðistjóri væri upptekinn við rannsóknir og skýrslugerðir en aðstoðaði ekki sveitarstjómir og veiðimenn eins og þörf væri á. Mönnum fannst það skjóta skökku við að veiðistjóri sinnti ekki sem skyldi þörfum þeirra sem hafa framfærslu sína af því að rækta sín hlunnindi með því að halda mink, ref, og flugvargi í skefjum. Ávörp gesta Gestir fundarins voru Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka Islands, og Áki Ármann Jónsson, veiðistjóri. Ari Teitsson ávarpaði fundinn og flutti kveðjur frá BÍ. Hann kvað það ljóst að megin- vandi greinarinnar væri sífellt erfiðari barátta við tófu, mink og annan varg og ræddi hvemig heildarsamtök bænda gætu komið þar að málum. í máli veiðistjóra kom fram að reglur um fækkun refa og minka væm um margt óljósar, t.d. um það hvað teldist nægjanlega vel að verki staðið. Hann greindi frá breytingum á em- (8) BÚNAÐARBANKINN ^' -tráustur banki

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.