Bændablaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 3. september 2002
BÆNDABLAÐIÐ
15
Göð samstaOa nm helstu
niMWnr fnadarins
sagöi Þðrólfur Sveinsson, íormaður LK eídr aðadundinn
„Stærsta mál fund-
arins var umfjöllun
um starfsskilyrði
mjólkurfram-
leiðslunnar, hvort
næðist að gera nýjan
samning nú fljótlega
og hvað sá samningur
ætti að fela í sér.
í ályktun var iögð
áhersla á að nú-
gildandi samningur
verði framlengdur
sem næst óbreyttur,”
sagði Þórólfur Sveins-
son, formaður Lands-
sambands kúabænda
þegar aðalfundinum
lauk.
-Var eitthvað öðru fremur sem
fulltrúar vildu breyta ?
„Það voru þrjú atriði sem talin
var ástæða til að skoða, í fyrsta lagi
að viðskiptahættir með greiðslu-
mark verði teknir til skoðunar, en
viðskipti með greiðslumark verði þó
heimil áfram. Að sveigjanleiki við
verðlagsáramót verði aukinn, einnig
og að heimilaður verði samrekstur
greiðslumarkshafa þannig að hægt
sé að nýta greiðslumark eins
lögbýlis að öllu leyti með fram-
leiðslu á öðru lögbýli.
-Var samstaða um niður-
stöðuna?
„Já. Það voru 32 fulltrúar á
fundi og tilllagan fékk 31 atkvæði.”
-Hver voru viðbrögð land-
búnaðarráðherra ogformanns land-
búnaðamefndar við þessu máli?
„Landbúnaðarráðherra, Guðni
Agústsson, lýsti sig samþykkan því
að ganga til samninga og að
samninganefnd yrði skipuð. For-
maður landbúnaðamefndar, Drífa
Hjartardóttir, lýsti stuðningi við að
núverandi samningur verði fram-
lengdur.”
-Er ekki í gangi vinna við
stefnumörkun fyrir nautgripa-
rœktina í kjölfar RANNÍS-
skýrslunnar? Hvað er að frétta af
þessu starfi?
„Jú, þessi vinna er í gangi. Það
eru stjóm og fulltrúar Landssam-
bands kúabænda í fagráði sem
einkum vinna að þessu. Aðal-
fundurinn ákvað að fresta umljöllun
um þetta núna, enda felst að
sjálfsögðu mikil stefnumörkun í
þeim atriðum sem um er samið í
mjólkursamningum. Jafnframt var
ákveðið að halda verkinu áfram á
jseim nótum sem unnið hefur verið
hingað til.”
-Voru fleiri mál
sem þú vilt nefna?
„Það er nú erfitt að
gera upp á milli
ályktana, en þær munu
hafa verið 22 sem er
með mesta móti. Þama
var t.d. ályktað um
nauðsyn á endur-
skoðun lagaumhverfis
landbúnaðarins með
hliðsjón af fjölgun
einkahlutafélaga, lýst
andstöðu við hugsan-
lega aðild fslands að
Evrópusambandinu og
fleira.”
-Hvemig erafkoma
kúabœnda um þessar mundir?
„í erindi Jónasar Bjamasonar
kom fram að hann teldi afkomuna
hafa verið viðunandi á síðasta ári.
Undir það má taka. Það er fyrst og
ffemst skuldaaukningin sem er
áhyggjuefni, svo og afkoma þeirra
sem framleiða nautakjöt.”
-Er eitthvað handfast fram-
undan um betri tíð fyrir nautakjöts-
framleiðendur?
„Nei, því miður er það ekki. Við
eigum í viðræðum við landbúnaðar-
ráðuneytið um hvað sé hægt að gera
en niðurstaða hggur ekki fyrir.”
-Var góð samstaða á fundinum?
„Já, það má fullyrða að afar góð
samstaða var um helstu niðurstöður
fundarins,” sagði formaðurinn að
lokum.
Núverandi og fyrrverandi stjórnarmenn í LK ásamt framkvæmdastjóra.
F.v. Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri LK, Kristín Linda Jónsdóttir,
Egill Sigurðsson, Sigurður Loftsson, Gunnar Sverrisson, Birgir L.
Ingþórsson, Jóhannes Jónsson og Þórólfur Sveinsson. Gunnar og Birgir
hurfu úr stjórn en Sigurður og Jóhannes komu inn í staðinn.
Skúli á Tannstaðabakka ræðir við Guðna ráðherra á fundi LK.
Námskeið
um minni
vatnsveitur
Námskeið um minni vatnsveitur verður haldið dagana 10. og 11.
september að Hótel Örk í Hveragerði. Námskeiðið er liður í átaki
um hreint neysluvatn sem Hollustuvernd ríkisins vinnur að með
ýmsum aðilum um þessar mundir
Námskeiðið er ætlað eftirlits- og framkvæmdaaðilum og eigendum
minni vatnsveitna.
Farið verður yfir helstu þætti við gerð, frágang og viðhald
vatnsveitna, rædd verða vandamál við vatnsbólagerð. í því
sambandi verður stuðst við reynslu manna og málin einnig rædd á
fræðilegum grunni. Nokkrar vatnsveitur verða skoðaðar og rætt
um það sem fundarmenn sjá og heyra.
Dagskrá
Þriðjgdgggr 1Q, septamþar
12:30 Skráning
13:15 Setning. Elín Guðmundsdóttir, Hvr
13:30 Mikilvægi hreins neysluvatns Embætti
yfirdýralæknis
14:00 Vatnsvernd. Gunnar Steinn Jónsson, Hvr
14:30 Vatnsleit. Freysteinn Sigurðsson, Orkustofnun
15:00 Kaffi.
15:30 Vatnsbólagerð.Sigríður Hjaltadóttir, Hvr og HNv
16:00 Frágangur vatnsveitna og skipulagsmál Birgir
Þórðarson, HS
16:30 Samveitur. Óttar Geirsson, Bændasamtökunum
17:00 Samantekt.
19:00 Kvöldverður.
20:30 Létt spjall um neysluvatnsmál. Óttar Geirsson,
Bændasamtökunum
Miðvikudaaur 11. september
9:15 Undirbúningurfyrir verkefni. Birgir Þórðarson, HS
9:30 Verkefni - skoðun á vatnsveitum. Birgir
Þórðarson, HS
12:00 Hádegisverður.
13:00 Niðurstöður verkefna. Birgir Þórðarson, HS
15:00 Vatnsreglugerð og 3. og 4. hluti átaks um hreint
neysluvatns. Ingólfur Gissurarson, Hvr
Skráning á námskeiðið er í síma 585 1000 milli klukkan 9:00 og
16:00 alla virka daga og fram til föstudagsins 6. september.
Einnig er hægt að senda fyrrirspurnir og skrá sig með því að
senda post á netfangið ingolfurg@hollver.is .
Námskeiðið kostar: 11.000 kr á mann í tveggja manna herbergi,
13.500 kr á mann í eins manns herbergi og
7.000 kr á manninn án gistingar
Innifalið: Námskeiðsgjald, ritið "Val og hönnun minni vatnsbóla",
kvöldverður fyrri daginn, hádegisverður síðari daginn og
síðdegiskaffi. Morgunverður fylgir með gistingu.
Styrktaraðilar Átaks um hreint neysluvatn eru:
Samtök afuröastööva í mjólkuriðnaðl
Bændasamtökln,
Umh verflsráðuneytlð
FRAMKVÆMDASTJÓRI
Staða framkvæmdastjóra Búnaðarsambands Austurlands
er laus til umsóknar. Ráðið verður í stöðuna frá 1. oktober nk.
Framkvæmdastjóri sinnir verkefnum sem héraðsráðunautur t.d. á
sviði búfjárræktar, jarðræktar eða búrekstrar.
Auk þess sér framkvæmdastjóri um daglegan rekstur,
starfsmannahald, uppgjör og reikninga.
Umsækjendur skulu hafa lokið kandidatsprófi (B.Sc.-prófi) í
búvísindum eða öðrum fræðigreinum eftir því sem við getur átt.
Auk þess er nauðsynlegt að umsækjendur hafi staðgóða
þekkingu á sviði upplýsingatækni. Umsóknir með upplýsingum
um menntun og fyrri störf, berist skrifstofu búnaðarsambandins,
Miðvangi 2-4, 700 Egilsstöðum í síðasta lagi 20. september nk.
Upplýsingar um starfið veitir Jón Snæbjörnsson, núverandi
framkvæmdastjóri í síma 471 1226 eða Sigurbjörn Snæþórsson,
stjórnarformaður, í síma 471 3835.
Sparaðu fé og fyrírhöfn
0Dráttarvéladekk
[/] Hey vinnu véladekk
(7]Vörubíladekk
(TjJeppadekk
[7]Fólksbíladekk
Kannaðu málið á
www.gv.is
Sendum um allt land -
Sama verð frá Reykjavlk
ú
/
/
/
V
Felgur Hjá Gúmmivinnslunni
Rafgeymar SZSJ&JÍf*. *«inum stað!
Keðjur &&
Básamottur &L/
Öryggíshellur
Gúmmívinnstan hf.
Réttarhvammi 1 - Akureyri
Hringiö og fáiö frekari upplýsingar
Simi 461 2600 • Fax 461 2196
V/SA
Þýsku básamotturnar frá Gúmmfvinnslunní
Má nota jafnt undir hosta, kýr, svín og ftoiri dýr
Eigum á iager 100,110 og 120 cm breíöar mottur í ýmsum
lengdum, oinnig dregla og mottur í korrur.