Bændablaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 20
20 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 3. september 2002 Birgir Þórðarson heilbrigðisfulltrúi og búfræðingur hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands: Frárennslismðlin hafa lagast Frá því að skýrsla landbúnaðarráðuneytisins um ástand hreinlætismála á Suðurlandi kom út hefur mikil umræða orðið í þjóðfélaginu um niðurstöður hennar. Allir sem að þessum málum koma, hvort heldur er um að ræða frárennslismál eða ástand - vatnsbóla, viðurkenna að ástandið um allt land þyrfti að vera betra. Þó eru menn sammála um að ástandið hafl batnað á síðustu misserum og alls staðar sé verið að vinna að úrbótum. Opinberar áætlanir gera ráð fyrir að úrbótum í frárennslismálum um allt land verði lokið árið 2005 en hér er um gríðarlega dýrar framkvæmdir að ræða sem geta reynst minni sveitarfélögum ofviða. Samt er alls staðar byrjað á einhverjum þáttum verkefnisins. Birgir Þórðarson, hjá Heil- brigðiseftirliti Suðurlands, sagði í samtali við Bændablaðið að lýsingin á ástandi þessara mála á Suðurlandi í skýrslunni frægu væri vissulega ekki fögur. En hann benti á að lýsingin sem þar kemur fram væri af ástandinu eins og það var fyrir tveimur árum síðan. Á t þessum tveimur árum hafi verið unnið gríðarlega mikið verk í frá- rennslismálum á Suðurlandi þótt vissulega sé ástandið ekki enn orðið viðunandi alls staðar. Hveragerði til fyrirmyrtdar „Við getum tekið dæmi af Hveragerði þar sem ástand frá- rennslismála hefur lengi verið gagnrýnt. Þar hefur verið tekin í notkun ný og fullkomin hreinsi- stöð. Ég þori að fullyrða að þessi hreinsistöð sé sú fullkomnasta sem byggð hefur verið hér á landi og þó víðar væri leitað. En þetta er afar dýr framkvæmd. Hreinsistöðin í Hveragerði kostar 350 milljónir króna, með nauðsynlegum lagna- úrbótum, en íbúamir eru aðeins fimmtán til sextán hundruð. Annað dæmi um sveitarfélag sem hefur tekið á frárennslis- málum er hinn víðfeðmi en ekki að sama skapi fjölmenni Ásahreppur. Þar er búið að setja niður rotþrær á alla bæi og einnig að semja við verktaka um reglulega hreinsun þeirra, sem því miður vantar víða þar sem rotþrær eru. Ég held að fullyrða megi að vinna sé hafin við lausn frárennslismála í flestum sveitarfélögum á Suðurlandi, en þó mismikið," sagði Birgir. Hann var spurður hvort hann teldi að hægt yrði að ljúka þessu verki alls staðar árið 2005 eins og reglugerð segir til um. Hann sagðist fullviss um að menn vilji ljúka verkinu á tilsettum tíma en þetta sé mjög dýr framkvæmd og því erfitt að segja til um hvort það takist. Lakara á Selfossi Selfossbær hefur verið gagnrýndur mjög fyrir slæm frá- rennslismál. Birgir var spurður hvort úrbætur væru þar á leiðinni. „Það má vissulega segja að Selfyssingar hafi dregið lappimar í þessum málum. Að vísu hafa þær forrannsóknir sem framkvæmdir við frárennslisúrbætur byggjast á verið framkvæmdar á Selfossi. Þeir hafa unnið að lagnamálum en ekkert aðhafst varðandi hreinsun- arstöð. Síðan má nefna Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi. Þar hefur mikið verið unnið í frárennslis- málum. Þar er búið að hanna hreinsibúnað og er nokkuð langt komið í úrbótum. Sláturfélag Suðurlands var búið að kaupa hreinsibúnað fyrir Mávar eru af flestum taldir einhverjir mestu smitberar salmonellu og campylobakter. Þeir liggja í ófrágengnum frárennslislækjum í öllum þeim óþverra sem þar þrífst. Síðan fljúga þeir inn á tún og úthaga; ganga um túnin og svamla um í vatni sem búsmali bænda drekkur síðan. Þeir sem berjast gegn salmonellu og campylobakter segja að eðlilegur frágangur frárennslis myndi loka fyrir þá smitleið sem mávarnir eru. Veglegl vatns- búl í Gljúfri Mikið hefur verið rætt og ritað um frágang vatnsbóla til sveita 4 að undanfórnu. Frágangur þeirra er sagður allt frá því að vera slæmur og bjóða bakteríu- hættunni heim og til þess að vera til fyrirmyndar. Einn af þeim sem hefur lagt mikið í að gera vatnsból sitt sem allra best úr garði er Jón Hólm Stefánsson, bóndi á Gljúfri \ Ölfusi. Hann rekur þar hefðbundinn búskap, skógrækt og síðast en ekki síst hændagistingu og þarf því mikið af góðu vatni. „Þegar við fluttum hingað árið 1983 var uppspretta rétt hjá bæjar- ''s húsunum með góðu vatni en það var bara svo lítið magn. Þegar búið stækkaði og notkunin jókst þraut þessi lind. Þá fórum við í vatnsból í svokölluðum Botnum en því vatni urðum við að dæla upp og það var tæplega nógu gott. Ég reyndi mikið til að fá sjálfrennandi vatn til að losna við dælinguna. Ég var búinn að fylgjast lengi með vatnsbóli sem ég taldi koma til greina hér upp í fjallinu og kallað var Smálækir. Það vatnsból þraut aldrei hvorki í frostum né þurrkum, segir Jón." Sírennsli í miðlunartank Jón fékk svo Óttar Geirsson jarðræktarráðunaut til að skoða þetta með sér og hann gerði áætlun um uppsetningu vatnsbóls á svæðinu. Síðan var ráðist í það sumarið 2001 að leggja mikla vatnslögn frá svæðinu og niður eftir. Það er gríðarlega mikill hæðarmunur þama og settur var upp eitt þúsund lítra miðlunar- tankur sem er í um 50 m. hæð fyrir ofan bæinn. Sírennsli frá vatns- bólunum er í tankinn og á honum er síðan yfirfall. „Þegar við fórum að grafa upp vatnsbólin lentum við á móbergs- klöpp og hreinsuðum hana. Þama vom tvær samliggjandi upp- sprettur og það voru bara nokkur örlítil augu í berginu þar sem vatnið kom upp þriggja gráðu heitt. Við virkjuðum þessar tvær Jón Hólm Stefánsson, bóndi á Gljúfri í Ölfusi, stendur hér ofan á vel frágengnu vatnsbóli jaröar sinnar. Gulu rörin sem sjást á myndinni eru yfirfallsrör. uppsprettur en þriðja uppsprettan var þarna rétt við. Ég vildi sjá hvemig þessar tvær kæmu út og lét hana eiga sig. Síðan var þetta allt í góðu lagi í vetur er leið þrátt fyrir mikil frost og snjóleysi. Þriðju uppsprettunni bœtt við Eftir langvarandi þurrka í vor þraut vatnið og ég verð að játa að mér brá illa. Þegar ég svo skoðaði vatnsbólið tók ég eftir því að það rann vatn úr þriðju uppsprettunni sem ég hafði ekki virkjað. Við grófum niður á hana og bættum henni við þær tvær sem áður höfðu verið virkjaðar með því að steypa niður brunn með yfirfalli. Þegar við vorum búnir að virkja þessa þriðju uppsprettu sáum að við að vegna þess hve klöppin var sprungin lak á milli vatnsbólanna. En þegar uppspretturnar vom allar komnar saman virkaði þetta allt eðlilega og nú er nóg af mjög góðu vatni." Tryggur frágangur Það eru sérstakir plastbrunnar framleiddir fyrir svona vatnsból en Jón segir að það hafi verið svo erfitt að hemja vatnið að þeir hafi orðið að steypa meðfram þeim, en brunnamir eru þrír eru samtengdir. Hér er um mjög miklar fram- kvæmdir að ræða, bæði við brunnana og ekki síður lögnina frá þeim og niður á neyslusvæðið. Tíðindamaður Bændablaðsins skoðaði vatnsbólið á Gljúfri og sá að allur frágangur þess er til mikillar fyrirmyndar. Það er allt lokað og tyrft yfir brunnana þannig að ekkert af yfirborði svæðisins sláturhús sitt við Fossnes á Sel- fossi, en hætti við að setja hann upp vegna þess að sveitarfélagið sagðist myndi taka þeirra frá- rennsli inn í sína hreinsistöð. En þangað til fer þeirra frárennsli beint í Ölfusá eins og sjá má á fuglalífinu þar." Eftirhreinsun í ólagi -Hvemig er staðan á Hellu og Hvolsvelli? „Á Hellu hefur verið unnin töluverð undirbúningsvinna. Þar er verið að sameina lagnir og taka niður í einni lögn niður fyrir plássið og í framhaldi af því verður byggð hreinsistöð. Þar eru tvö frekar stór sláturhús. Reykjagarður er að byggja nýtt sláturhús þar sem alfarið verður tekið á þessum málum innanhúss. Á Hvolsvelli var á sínum tíma byggð hreinsistöð í formi rotþróar. Byggingu hennar var aldrei endan- lega lokið, en byrjað var á þessu mannvirki fyrir tíu árum. Sitru- lagnirnar eru löngu orðnar ónýtar þannig að í raun má segja að skolpvatnið eftir set fari í lítinn skurð sem liggur meðfram þjóð- veginum. En það er hugur í mönn- um á Hvolsvelli að hefjast handa um úrbætur. Á þessu ári hefur verkfræðingur verið fenginn til að sinna þessu. Hann hefur safnað upplýsingum og gert hönnunar- þætti. Það er fyrst og fremst eftirhreinsunin sem er þar í ólagi." Birgir segir að öll sveitarfélög á Suðurlandi séu byrjuð að huga að þessum málum. Árið 1993 var hafist handa við verkefni sem heitir Hreint Suðurland og þá var farið í að skoða ástandið á nær öllum bæjum á svæðinu og gera úttekt á því. í framhaldi af þessu eru til skýrslur um ástandið og tilgangurinn var að vinna að úrbótum og hann segir það starf hafið. „Hér er um óskaplega dýrar framkvæmdir að ræða. Ég hef slegið á það að hér sé um að ræða framkvæmdir upp á hátt í tvo milljarða króna á Suðurlandi á tímabilinu frá 1995 til 2005," (þ.e. kostnaður sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga) segir Birgir Þórð- arson. kemst að vatninu. Bændur sem ráðast í svona framkvæmdir fá jöfnunarsjóðsframlag frá sveitarfé- lögum sem Bændasamtökin deila út og er rúmlega 40% af kostnaði og nú hefur sveitarfélagið Ölfus tekið upp gamla reglu sem gilti áður fyrr um að sveitarfélagið greiði 25% af kostnaði. Það sem eftir greiða bændur sjálfir. Misjöfn vatnsból Jón Hólm segir að frágangur vatnsbóla sé nokkuð misjafn á Suðurlandi. Skyldur sveitarfé- laganna í þessum efnum virðast ekki vera á hreinu. Hann bendir á að fyrir þremur árum hafi Ölfus- hreppi verið breytt í bæjarfélag. Um leið hafi skyldur varðandi vatnsból færst meira yfir á sveitar- félagið. I þéttbýlinu, þ.e.a.s. Þor- lákshöfn, hafa menn ekki viljað fallast á að sveitarfélagið í heild hafi þessar skyldur. Aftur á móti er litið svo á í Árborg að sveitar- félaginu beri skylda til að sjá um þessi mál. Þarna fari eitthvað á milli mála. I Ölfusinu eru til stórar samfé- lagsvatnsveitur sem margir bændur standa saman að. Það voru fyrst og fremst þær veitur sem menn vildu að hið nýja sveitarfélag tæki yfir og annaðist reksturinn á. Stærsta vatnsveitan heitir Berglind og er orðin svo fjölmenn að þar þarf að vera stöðugt eftirlit. Nú er hins vegar svo komið að þessi stóra vatnsveita þarfnast endurbóta því vatnsbólið sjálft fór að leka eftir jarðskjálftana miklu 17. júní 2000. Stjóm veitunnar hefur óskað eftir því að sveitarfélagið taki veituna yfir en það hefur ekki fengist samþykkt ennþá.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.