Bændablaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 3. september 2002
BÆNDABLAÐIÐ
7
19|f . j&MiíM'r ™H WRí' - . . fflH \ .1 ^ ~Æ sm / 1 . <;SÉmm
|gjpi£| * - ' 5*^.1 * ■— V 1 Wp r í
- j t f | \ |R
' LjB
Þingmenn Norðurlands eystra og Austlendinga fóru fyrir skömmu um Hólssand og Hólsfjöll og kynntu sér landgræðslu. Á meðfylgjandi mynd má sjá
þingmenn og aðra þátttakendur. Áð var við Kvensöðul, hraungíg neðarlega á Hólssandi, og meðfylgjandi mynd tekin. Þarna tókst Landgræðslunni, með
aðstoð harðduglegra bænda, að stöðva gífurlega sandöldu sem var á hraðri leið niður í Öxarfjörð og hefði valdið þar ómældri eyðingu ef ekkert hefði
verið að gert.
Búin að skrá um
800 örnefni í gamla
Fjallahreppi
Anna Bragadóttir heitir ung kona sem er fædd og uppalin á
Grímsstöðum á Fjöllum. Hún stundar nám í landafræði og hefur
verið að safna saman örnefnum í gamla Fjallahreppi.
Bændablaðið ræddi við Önnu sem hefur fengið styrki frá
Öxarfjarðarhreppi, Ömefnastofnun, Kísilgúrsjóði og vegna
atvinnumála kvenna á vegum Vinnumálastofnunar. Einnig hefur
Landgræðslan lánað Önnu loftmyndir af svæðinu og verið henni
innan handar.
- Hvenær hófst verkið?
Það var Stefán Skaftason hjá Land-
græðslunni sem kom með hugmyndina að
þessu verkefni fyrir um ári síðan.
Undirbúningur hófst eftir áramótin og í sumar
hef ég unnið þá útivinnu sem þarf. I vetur
verður svo unnið úr þeim upplýsingum og
verkefnalok eru áætluð í júní næsta sumar.
Markmiðið er að finna rétta staðsetningu
ömefna svo þau glatist ekki. Eg vinn út frá
ömefnalýsingum sem Ömefnastofnun
varðveitir, en þar er skrá yfir ömefni á hverri
jörð og einhver lýsing um hvar þau eiga við.
Þetta byggðarlag er að deyja út og aðeins eru
fáir menn sem geta sagt til um hvaða ömefni
eiga við um hvem stað og bætt upp það sem
vantar í ömefnaskrámar.
- Er þetta ekki þáttur í þínu námi?
Munt þú gera e-ð meira af svona?
Ég stefni á að útskrifast næsta vor en ég er
að byrja á lokaári í landafræði. I loka-
ritgerðinni ætla ég að skoða nánar þau ömefni
sem vísa til gróðurfars og bera saman við
gróðurfar eins og það er í dag. Það er búið að
vera mjög gaman að vinna að þessu,
sérstaklega vegna þess að þetta er í minni
heimasveit. Ég mun halda áfram að skrá niður
ömefni á svæðinu ef fleiri rifjast upp fyrir
mönnum. Og ef útkoman úr þessu verkefni
verður góð þá væri gaman að halda áfrám í
sveitunum í kring.
- En hvernig hefur þetta gengið?
Þetta hefur allt saman gengið ágætlega, en
enn er mikil vinna eftir. Þetta er fyrsta svona
verkefni sem ég vinn og það þarf að gjalda
fyrir það. Mestu máli hefur skipt að hafa
heimildarmenn sem þekkja svæðið vel. Það
em ljórir menn sem hafa aðstoðað mig en það
em Bragi Benediktsson frá Grímsstöðum,
Gunnlaugur Ólafsson frá Víðirhóli, Ragnar
Guðmundsson frá Nýhóli og Sverrir Möller
frá Hólsseli. Án þeirra hefði þetta ekki gengið
upp.
- Hvernig afmarkast svæðið?
Svæðið sem um ræðir er gamli Fjalla-
hreppur, en hann var stofnaður 1893 og
aflagður 1994 og tilheyrir nú svæðið Öxar-
fjarðarhreppi. Þetta er um 950 knr sem
tilheyrðu Fjallahreppi.
- Hvað ertu komin með mörg örnefni?
Ætli það séu ekki um 800 ömefni á
svæðinu. Það eru því miður nokkur sem
ómögulegt er að staðsetja, m.a. vegna
breytinga á landinu í gegnum tíðina.
- Hvað hefur komið þér mest á óvart?
Það er sá áhugi sem fólk hefur sýnt
ömefnum þegar er farið að tala um þau á
annað borð, og eins sagan sem hvert nafn
hefur að geyma. Margir staðir em kenndir við
hesta eða kindur sem hafa drepist á staðnum
og sýnir hversu mikill missir það var að tapa
húsdýri og beinin minntu menn á hvað hafði
gerst á þeim stað.
- Eru mörg örnefni glötuð?
Já, það er augljóst að mörg ömefni em
glötuð. Dreifing ömefna er þéttust þar sem
byggð er en verður dreifðari þegar lengra er
farið út frá þeim. Héma eru nokkur eyðibýli
og í kringum sum eru aðeins varðveitt sárafá
ömefni.
- Verður gert kort af svæðinu með
hliðsjón af þinni vinnu?
Já, ég stefni á að gera ömefnakort af
svæðinu.
Mælt af
munni
fram
Guðni Ágústsson landbúnaðar-
ráðherra hélt fundi með bændum á
Austurlandi snemma i sumar. Bar
að vonum margt á góma á þessum
fundum og hafði landbúnaðar-
ráðherra mörg orð um það sem
hann ætlaði að bæta og breyta
bændum til hagsbóta. Sá snjalli
hagyrðingur, Jóhannes Sigfússon á
Gunnarsstöðum, var á einum
fundinum og orti að honum loknum:
Allt sem vonum okkar brást,
allt sem mátti klaga,
allt sem drottni yfirsást
ætlar Guðni að laga.
Mamma ræður
Lítill snáði var að segja frá því í
veislu að það væri nú þannig á
hans heimili að mamma réði þar
öllu. Faðir hans heyrði þetta og
sagði að þetta væri nú ekki alveg
rétt, hann réði nú sumu. „Já,"
sagði snáðinn, „en mamma ræður
hverju þú ræður."
Sautján rollur kollóttar
Einhverju sinni þegar séra Bolli
Gústafsson bjó í Laufási láöist
honum að senda landbúnaðar-
skýrslu með skattaframtalinu og
vantaldi því sauðfé sitt. Þá orti
Hjálmar Freysteinsson:
Séra Bolli býr hjá Nolli,
býsna hollur Drottni var.
Lenti í solli, sveik frá tolli
sautján rollur, kollóttar.
Hrosshausinn
Maður nokkur sem var einn á ferð
og aðeins við skál kom eitt sinn að
kvöldi dags inn á veitingastað í
Borgamesi. Þetta var á þeim áaim
þegar Steingrímur Hermannsson
var forsætisráðherra. Hópur manna
var þar inni, en dauft yfir mann-
skapnum. Maðurinn ákvað að
hrista eilítið upp í þeim sem fyrir
voru og sagði: „Hann Steingrímur
Hermannsson er ekkert annað en
hrosshaus." Dauðaþögn sló á
viöstadda þar til einn úr hópnum
gengur til mannsins og segir
grimmdariega: „Gerirðu þér grein
fyrir því hvað þú sagðir?" „Hva,
ekki vissi ég að forsætisráðherrann
ætti svona miklu fylgi að fagna á
þessum slóðum." „Fylgi Steingríms
kemur þessu máli ekkert við. Við
erum hestamenn," svaraði sá
grimmdariegi.
Hann er að koma heim
Dægurlagatextinn....ég er glöð og
ég er góð, Jón er kominn heim," er
eftir Iðunni Steinsdóttur. Hún er gift
Bimi Friðfinnssyni sem var
framkvæmdastjóri kísiliðjunnar við
Mývatn þegar Kröflueldar hófust
þar hér um árið. Þá gerðist það að
sprunga opnaðist undir bílskúr við
heimili þeirra hjóna. Sagt var að
þau hefðu ákveðið að flytja burt
vegna þessa og Björn gerðist
bæjarstjóri á Húsavík í kjölfar
þessara jarðhræringa og
eldsumbrota. Þá orti Egill Jónasson
á Húsavík:
Opnaðist jörðin undir Bimi
engin stoðar valdagimi,
upp þar leggur eim.
Loftið allt er lævi þrungið,
langt að neðan heyrist sungið
„hann er að koma heim."
Umsjón Slgurdór Sigurdórsson.
Netfang: ss@bondi.is