Bændablaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 3. september 2002 BÆNDABLAÐIÐ 9 Frumutalningar- tæki í ferðaútgáfu Eins og margir hafa orðið varir við í fjölsendum tölvupósti sem í fróðleiksskyni hefur gengið manna á milli síðustu vikumar, er á næsta ári væntanlegt á markað handhægt, rafhlöðuknúið frumu- talningartæki. Þetta er eiginlega ferðatæki sem m.a. gæti hentað einstökum mjólkurframleiðendum, mjólkureftirlitsmönnum og fleimm slíkum. Fregnin barst frá Danmörku þar sem fjallað hefur verið um tækið (Direct Cell Counter, DCC) í landbúnaðartíma- ritum sem athyglisverða nýjung. Tækið er fyrirferðarlítið, nákvæmt og hraðvirkt. Hver mæling tekur um 45 sekúndur. Lesa má um tækið t.d. á vefsíðunum lands- bladet.dk og landbrugfyn.dk. Mjólkursýnið er tekið í sérstaka "kassettu", eða þar til gert plasthylki með efnablöndu sem veldur því að tækið nær að greina á milli fruma annars vegar og gerla, fitukúla og próteinhnökra hins vegar. Það er DNA í frumu- kjamanum sem mælt er, eða öllu heldur "talið" af smjásjármynd sem tækið tekur. Margir bændur og aðrir les- endur Búnaðarblaðsins Freys munu kannast við stutta klausu um slíkt undratæki í grein sem undir- ritaður reit í blaðið fyrir nokkrum ámm (tbl.7/98). Tækið var þá talið væntanlegt á markað a.m.k. innan tveggja ára. Þetta er auðvitað sama tækið, sem þá hafði verið í prófunum á Rannsóknarstofu mjólkuriðnaðarins nokkm áður, tilraunum sem reyndar fóru hljótt á meðan margt var enn á huldu um framhaldið. Þetta var á erfiðum tímum fyrir marga bændur, sem gekk misjafnlega að laga mjólk- urframleiðsluna að nýjum kröfum um frumutölu mjólkur og fregnin vakti því mikla athygli. Fyrir- spurnir bámst í hrönnum. Tækið er ekki þróað hjá DeLaval, eins og orðanna hljóðan er í fregnum að utan nema e.t.v. að litlu leyti, heldur hjá litlu hátækni- fyrirtæki í Danmörku sem RM átti nokkurt samstarf við. Síðar var ákveðið að selja DeLaval fmm- gerð tækisins og tæknina í heild sinni. Það vafðist hins vegar fyrir kaupandanum að koma tækinu í framleiðslu og setja það á markað, þar til nú að örlar á markaðs- setningunni. A sínum tíma lá ljóst fyrir að að tækið yrði verðlagt þannig að það gæti orðið nánast almennings- eign, enda liggur ljóst fyrir að framleiðandinn mun til lengdar litið þéna mesta peninga á að selja sýnatökuhylkin. Þau yrðu aðal- tekjulindin til framtíðar. Nú er bara að sjá hvaða verðstefnu fram- leiðandinn tekur. / SM Frumutalningartækið, DCC. Sýnatökuhylki, svipað því sem þart við notkun tækisins. Varahlutir og rekstrarvörur fyrir landbúnaðinn VÉLAVAL Varmahlíð hf Sími 453 8888 Fax 453 8828 Auglýsing í Bændablaðinu ber árangur! Hringdu í síma 563 0300 og ræddu við Eirík Helgason, auglýsingastjóra. Bændur og fyrirtækjaeigendur Meindýraeyding Bændur! Nú er rétti tíminn til að láta eitra fyrir músum, rottum og öðrum nagdýrum svo sem í fjósum, fjárhúsum, fóðurgeymslum og við heyrúllur. Er eingöngu með viðurkennd efni. Geri einnig starfssamninga við fyrirtæki um eyðingu á meindýrum í verslunumog matvælafyrirtækjum. Set upp eiturstöðvar og hef eftirlit með þeim með ákveðnu millibili. Hialti Guðmundsson meindýraeyðir Huldugili 6, 6Ö3 Akureyri Símar: 462-6553 / 893-1553 / 853-1553 LANDSTlP1 Mykjupokinn # Pokinn er lokaður - lágmarksuppgufun köfnunarefnis # Auðvelt að setja upp, fylla og tæma Stærðir 200 - 4000 m3 Nú eru um þrír mánuðir liðnir síðan fyrsti bóndinn tók þessa athyglisverðu nýjung í notkun hér á landi. Það sannaðist hjá honum að uppsetning er afar einföld og fljótleg, og pokinn hefur staðið undir öilum væntingum enn sem komið er. Sjón er sögu ríkari. Ath. Einnig hægt að fá færanlega poka fyrir tímabundna notkun. Lárus Pétursson Arnar Bjarni Eirfksson s: 437 0023 / 869 4275 s: 486 5656 / 898 919 Bændur athugið ! Okkur vantar kýr, naut, folöld og takmarkaö magn af hrossum til slátrunar. Skráning gripa í síma 460-8850 Sláturhús Norðlenska FLATVAGNAR 106I5 VERÐLÆKKUN! Burðargeta 12 tonn Stærð palls = 2,55x9,0m H. Hauksson ehf. Suðurlandsbraut 48 Sími: 588-1130. Fax. 588-1131. Heimasími: 567-1880

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.