Bændablaðið - 01.10.2002, Side 18

Bændablaðið - 01.10.2002, Side 18
4 18 BÆNDABLAÐIÐ á u » ■> +■ l ) \ ■ I I » { b í Svipmyndir úr Hrntatungurútt Um áraraðir hafa húnvetnskir bændur réttað í Hrútatungurétt og munu án efa gera það enn um ókomin ár þar sem nú er búið að smíða nýja rétt, en sú gamla var grautfúin og handónýt að sögn heimamanna. Nýja réttin er á sama stað og sú gamla og aðeins stœrri, auk þess sem í henni eru tveir gangar svo fólk á auðvelt með að komast í almenninginn. Laugardaginn 7. september var réttað í Hrútatungurétt og komu þá um 4000 kindur í hana. Ekki er vitað umfjölda tvífætlinga en svo mikið er víst að þeir voru ansi margir. Skilarétt verður 6. október. Nýja réttin kostaði um þrjár milljónir króna. Sveitarfélagið greiðir 40% kostnaðar en afganginn greiðir fjallskiladeildin. Fv. Þórarinn Þorvaldsson á Þóroddsstöðum, Eyjólfur Gunnarsson á Bálkastöðum II, Árni J. Eyþórsson á Bálkastöðum I, Þorkell Zakaríasson á Brandagili og Skúli Einarsson á Tannstaðabakka tóku lagið fyrir rétta rgesti. Gunnar V. Sig- urðsson, fyrrv. kaupfélags- stjóri á Hvammstanga. Þórður Magnússon fyrrverandi bóndi á Staðarflöt - og nú- verandi sölumaður hjá SS horfir athugulum augum yfir safnið. Brynjólfur Sveinbergsson fyrrv. mjólkur- bússtjóri á Hvammstanga. Jón Kristján Sæmundsson úr Borgarnesi var að hugsa um réttardaginn. F.v. Sigurlaug Árnadóttir á Bálkastöðum I, Sigrún E. Sigurjónsdóttir í Hrútatungu, Hafdís Þorsteinsdóttir á Hvalshöfða, Pálína F. Skúladóttir á Laugabakka og Guðbjörg Kristinsdóttir í Brautarholti sáu um kafflveltingar. Sólveig S. Sæmundsdóttir í fangi móðursinnar, Kristínar Kristjánsdóttur úr Borgarnesi. F.v. Hannes Lárusson á Óspaksstöðum og Ásgeir Sverrisson, í Brautarholti. Bændablaðsmyndir/ST Þorvaldur Böðvarsson frá Akurbrekku. F.v. Sverrir Björnsson f Brautarholti og Guðmundur V. Magnússon á Efri-Torfustöðum. F.v. Þórarinn Þorvaldsson frá Þóroddsstöðum og Kristmann Stefánsson frá Húki. Þriðjudagur 1. október 2002 cpj£\ [MfDME Amerísk gæda framleiðsla 30-450 lítrar Umbods- menn um land allt RAFVORUR ARMULI 5 • RVK • SIMI 568 6411 Garðyrkjubændur: Breyflngar garfl- yrkjumanna Hópur garðyrkjubænda hefur keypt Sölufélag garðyrkju- manna ehf. út úr Feng, sem er blandaður hópur. Georg Ottós- son garðyrkjubóndi, sem er einn af þeim sem keypti Sölufélagið, sagði í samtali við Bændablaðið að ekki væri búið að ganga endanlega frá kaupunum. Hins vegar væri hugmyndin sú að þeir sem keyptu fyrirtækið gefi öðrum garðyrkjubændum kost á að kaupa hluti í Sölufélaginu, miðað við innlegg þeirra. Georg segir að með því að kaupa Sölufélagið séu garðyrkju- bændur að reyna að koma milli- liðakostnaði eins neðarlega og mögulegt er. Sölufélag garðyrkju- manna lengi stundað innflutning, en nú verður hann aflagður og sömuleiðis verður öllum við- skiptum við minni aðila hætt og aðrir látnir sjá um hann. Lœkkun milliliðakostnaðar Georg var spurður hvort hann teldi það koma betur út fyrir garð- yrkjubændur að taka sölumálin svona í eigin hendur. „Við erum að vona að sú milliliðaþóknun sem tekin hefur verið lækki um 40%. Hvort aðrir milliliðir á leiðinni frá framleiðanda til neyt- enda hækki þá sínar álögur vitum við ekki, en munum fylgjast vel með þeim málum. Við erum að kaupa Sölufélagið til að forða því að milliliðimir taki of mikið frá bóndanum til neytandans. Það verður okkar aðalverkefni. Við höfum meðbyr hjá íslenskum neytendum sem telja íslenskt grænmeti betra en innflutt. Þessu munum við sinna sérstaklega þannig að íslenskt grænmeti verði vel aðgreint frá því innflutta í verslunum. Nú er heimilt að flytja inn tollfrjálst grænmeti og við erum að glíma við nýtt umhverfi og þetta er liður í að styrkja okkur í því," sagði Georg Ottósson. Bændablaðið kemur næst út 15. október.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.