Bændablaðið - 01.10.2002, Qupperneq 19

Bændablaðið - 01.10.2002, Qupperneq 19
Þriðjudagur 1. október 2002 BÆNDABLAÐIÐ 19 Yfirkjijtmatsmenii á ferð og flugi í slðturtfð Miklar annir steðja að kjötmats- mönnum, og þá ekki síst yfirkjötmatsmönnum, um þessar mundir. Stefán Vilhjálmsson yfirkjötmatsformaður sagði í samtali við Bændablaðið að undirbúningur yfirkjötmatsins að sauðfjárslátrun hafi hafist með því að haldin voru námskeið fyrir starfandi kjötmatsmenn á þremur stöðum á landinu í lok ágúst og byrjun september. Rúmlega þrjátíu starfandi kjöt- matsmenn frá sauðfjárslátur- húsunum 17 í landinu mættu á námskeiðin, þar sem farið var yfir kjötmatsreglur og annað það sem snýr að starfi kjötmats- manna. Engar breytingar hafa átt sér stað á matinu síðan EUROP-matið var tekið upp haustið 1998. Kotna vikulega í sláturhúsin „Síðan hef ég sem kjötmats- formaður, ásamt yfirmats- mönnunum Karli Loftssyni og Óla Þór Hilmarssyni, verið á ferðinni og komið í öll sláturhús í landinu í upphafi sláturtíðar. Eftir það höfum við komið vikulega í sláturhúsin til eftirlits með kjötmatinu," sagði Stefán. Hann segir að í hverju húsi séu skoðaðir 40 skrokkar sem mats- menn húsanna hafa metið. Yfir- matsmaður metur skrokkana og ber saman við mat matsmanna húsanna og skráir frávik, en ákveðin frávik eru leyfð. Farið er yfir þau með matsmönnum og þau rædd. Ef ástæða þykir til er betur fylgst með mati og mönnum leiðbeint og síðan gerð önnur úttekt. Kjötmatið er bara flokkun í holdfyllingar- og fituflokka og sömuleiðis ber kjöt- matinu að fylgjast með að snyrting skrokka sé samkvæmt þeim reglum sem í gildi eru um kjötmat. Kjötmatið tekur einnig til mats á svína- og stórgripakjöti, en nú í hefðbundinni sláturtíð er aðal- áherslan á kindakjöt. Stefán segir að sláturstörfin hafi farið vel af stað, þar á meðal störf kjötmats- manna. „Við Óli Þór Hilmarsson fórum til Noregs um miðjan september og heimsóttum þar sláturhús. Þama var um að ræða samstillingu evrópskra yfirkjötmatsmatsmanna í EUROP-matinu á kindakjöti. Mættir voru yfirmatsmenn ffá Frakklandi, Englandi, Svíþjóð, Noregi og íslandi. Um var að ræða 10 manna hóp sem ferðaðist um Norður-Noreg og heimsótti eitt sláturhús á dag í eina vinnuviku. Menn mátu kjöt og báru síðan saman til að athuga hvort menn væru á sömu línu. I stórum dráttum reyndist svo vera og við ís- lendingamir sáum að við emm að vinna eftir sömu línu og kjötmatsmenn annarra landa," sagði Stefán Vilhjálmsson. Umslknir um framlög til vatnsveíta ðrið 2003 Fáðu þér sæti! Merkilitir - krítar ilfell Merkilitir - úði Dráttarvélasæti Skeifan 2 Sími: 530 5900 Fax: 530 5911 Netfang: poulsen@poulsen.is Heimasíða: http://www.poulsen.is Ullarklippur 7 Hestaklippur með hleðslu Kambar og hnífar Fjár- og hestaklippur Ormalyfssprautur Sogvarnir '1' Kálfa- og lambafötur Allflex fjármerki og stórgripamerki. Tangir. Sérpöntum sérmerkingar. Einnig álmerki Fóðurker I Saltsteins- haldari Kúabönd 4P rO <r Hitalampi Drykkjartæki og búnaður Veittur er styrkur til vatns- veitugerðar, sem nær til kostnaðar við vatnsupptöku, þar með talin borun, brunn, vatnsgeymi og lagnir að húsvegg á tögbýlum. Þeir umráðamenn lögbýla, sem hafa hugsað sér að ráðast í vatnsveituframkvæmdir á árinu 2003 og telja sig eiga rétt á framlagi, geta sótt um framlag fyrir 15. nóvember 2002. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofum búnaðarsambanda og Bændasamtaka svo og á heimasíðu Bændasamtakanna www.bondi.is á netinu. Eldri umsóknir falla jafn- framt úr gildi sama dag og verður litið svo á að hætt hafi verið við vatnsveitu, nema ef umsókn frá fyrra ári verður endurnýjuð eða úttektarvottorð frá héraðsráðunauti berst til Bændasamtakanna fyrir 14. nóvember 2002. Hesturinn í gúðum haga í dlfushflll Föstudaginn 18. október frá kl. 10:00 til 16:00 standa Garðyrkjuskólinn og Land- græðslan sameiginlega að námskeiðinu „Hesturinn í góðum haga“, sem fram fer í Olfushöllinni. Leiðbeinendur verða þeir Ingimar Sveinsson, fyrrverandi kennari á Hvanneyri ásamt þeim Birni Barkarsyni og Bjarna P. Maronssyni, sem báðir eru sérfræðingar Landgræðslunnar. Á námskeiðinu verður fjallað um fóðurþarfir og uppeldi hrossa, nýtingu hrosshaga, mat á ástandi lands, beitarskipulag og leiðir til að bæta land. Hluti námskeiðsins felst í skoðunar- ferð þar sem áhersla er lögð á mat á ástandi og meðferð beitilands. Námskeiðin eru sérstaklega ætluð hestaeigendum, búfjár- eftirlitsmönnum og öðrum starfsmönnum sveitarfélaga sem sinna landnýtingarmálum. Skráning og nánari upplýsingar fást hjá endurmenntunarstjóra Garðyrkjuskólans eða á heimasíðu skólans, www.reykir.is. Nú fljótlega verður auglýst eftir umsóknum um þróunarverkefni og jarðabætur á lögbýlum sbr. búnaðarlaga- samning og reglugerð nr. 322/1999 um búnaðarmál. Samkvæmt nýlegum upplýsingum frá Bændasamtökum íslands um jarðabótaframlag er vert að gefa þessu gaum því veittir eru styrkir til ýmissa afmarkaðra viðfangsefna. Sá flokkur sem snýr beint að aðlögun að lífrænum búskap nefnist: Lífrœn endurræktun túna og garðlands og lífræn aðlögun í gróðurhúsum. Hámarksframlag er 25.000 kr/ha lands og 250 kr/m2 í gróðurhúsi, svo framarlega að til staðar sé aðlögunar- samningur við Vottunarstofuna TÍJN. Vottorð hennar um lífræna endurræktun verður svo að fylgja úttektinni. Aðrir liðir eru einnig mjög áhugaverðir og tengjast betri búskaparháttum, s.s. Beitarstjómun og landnýting - þar er hámarksframlag 40.000 kr/bú. Æskilegt er fyrir þá sem sækja um þennan lið að láta skrá sig á námskeið er nefnist Betra bú - Landnýtingaráætlanir sem verða í boði Endurmenntunardeildar Landbúnaðar- háskólans. Á námskeiðunum verður lögð áhersla á að landnotendur vinni sjálfir að gerð áætlana eftir eigin hugmyndum um góða landnýtingu. Bætt aðgengi að landi - Framlag er allt að 50% af kostnaði en mest 200.000 kr á bú. og ojðltaan búskap I gegnum japðabútaframlag Þeir sem stunda „græna" ferðaþjónustu eða móttöku skólanema, ættu eindregið að huga að þessum lið og gera landið þannig meira aðlað- andi og að- gengilegra. Verkefnin geta verið marg- vísleg, s.s. merking gönguleiða, uppsetning á prílum, borðum á áningarstöðum upplýsingaskiltum og minniháttar göngu- brúm. Skila þarf kostnaðar- reikningum við úttekt. Aðbúnaður búfjár - Þar er meðal annars komið að stuðningi við gerð skýlis fyrir útigangshross, sem víða er enn ekki til staðar. Hreinsun skurða - Liður sem mikilvægt er að hafa í huga samhliða endurrækt gamalla túna. Framlög eru allt að 25.000 kr á km en þó allt að 50.000 kr á hreinsaðan km í stórum affallsskurðum (>6m breiðir). Nýr liður kemur að öllum líkindum inn nú í haust sem er kölkun túna - mikilvægt er að láta taka jarðvegssýni til að greina sýrustig ræktunarlandsins til að áætla þörf fyrir kölkun áður en endurræktun á sér stað. Mikilvægt er að gera áætlun um endurrækt túna, eins og gerð er krafa um innan lífræns búskapar, til að sjá fyrir um endurræktunarþörf næstu ára. Við gerð landnýtingaráætlana verður að öllum líkindum komið inn á nær alla ofangreinda liði jarðabótaframlaga. Jarðabótaframlög greiða ekki allan kostnað við ofangreinda liði en koma til móts við þann kostnað sem leggst til. Fleiri þættir eru styrktir en þeir sem að ofan greinir og því er vert að skoða vel umsóknareyðublað sem birtist ár hvert um þetta leyti í Bændablaðinu. Búnaðar- samböndin veita einnig upplýsingar um þennan möguleika og til þeirra eiga allar umsóknir að berast fyrir 1. nóvember ár hvert. Stefnum á sjálfbæran búskap og nýtum þann stuðning sem er í boði. Ásdís H. Bjarnadóttir Lífrœnni miðstöð Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.