Bændablaðið - 26.11.2002, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 26.11.2002, Blaðsíða 6
6 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 26. nóvember 2002 Bændablaðið er málgagn íslenskra bænda Þjóðlendumál Þjóðlendumál eru fyrirferðarmikil í þessu blaði enda miklir hagsmunir í húfi fyrir landeigendur. Gunnar Sæmundsson, varaformaður Bændasamtakanna, tekur svo djúpt í árinni að segja að ef til vill sé framundan mesta eignaupptaka Islandssögunnar. Stjóm Bændasamtakanna tók málið fyrir á stjómarfúndi í liðinni viku og tók eindregið undir ályktun fundar um þjóðlendumál, sem haldinn var á Hótel Sögu fyrir skömmu. Stjómin skoraði á fjármálaráðherra að draga til baka allar kröfur ríksins til þinglýstra eignarlanda, ,jafht fyrir dómstólum sem Óbyggðanefhd, en þess í stað beita sér fyrir sátt milli ríkis og landeigenda.” Stjóm BÍ minnti alþingismenn á að kröfúgerð ríkisins fyrir Óbyggðanefnd og dómstólum er ekki í samræmi við yfirlýstan vilja fjölda þingmanna og hvatti þá til að sjá til þess að réttarstaða landeigenda verði tryggð í samræmi við vilja Alþingis. Bændur og landeigendur munu fylgjast grannt með gangi málsins næstu vikur. Munaðarlans auðlind Ein er sú auðlind sem of lítið rými fær í almennri umræðu - það er neysluvatn. Líklega er ástæðan sú að íslendingar þekkja ekki skort á vatni en þeir sem gerst þekkja geta nefnt ótal svæði á jarðarkringlunni sem búa við neysluvatnsskort eða munu gera það á næstu ámm og áratugum. Undirstöðuþarfír lífsins eru ekki í hugum fólks fyrr en þær fer að skorta. Þessar þarfir eru hreint loft, hreint vatn og matur. Hingað til hefur það verið maturinn einn sem hefur minnt á sig þar sem hann hefur skort. Vitað er að í stórborgum er andrúmsloft stundum skaðlegt heilsu manna og nú blasir við að vatn skortir æ víðar í heiminum. Lækir á borð við þá sem renna um íslenskar sveitir eru nánast horfnir á meginlandi Evrópu. Útlendingar sem eiga þess kost að drekka úr íslenskum fjallalækjum eiga vart orð. Ferðaþjónustubóndi sagði eitt sinn frá myndatökum erlends ferðamanns sem dvaldi á heimili hans í nokkra daga, en útlendingurinn tók aðeins myndir af rennandi vatni og vatnsdropum. Heimilismenn skildu ekki í fyrstu áhuga mannsins á tæru vatni en smám saman rann upp fyrir þeim ljós. Maðurinn hafði aldrei á ævi sinni séð aðra eins auðlind - hann hafði aldrei séð læk! Svo getur farið að sérstaða íslenskrar matvælaffamleiðslu byggi ekki síst á þeirri staðreynd að hér er nóg af hreinu og góðu vatni. Ósagt skal látið til hvaða ráða þyrstar og svangar þjóðir geta gripið. Eftir tæpa hálfa öld er gert ráð fyrir að 4,2 milljarðar manna búi í löndum sem ekki geta séð því fyrir því sem Sameinuðu þjóðimar mæla með af vatni, en það eru a.m.k. 50 lítrar af vatni á dag. Islendingar nota um 160 lítra af köldu vatni á sólarhring á mann og til viðbótar um 50 lítra á sólarhring á mann af heitu vatni eða alls rúmlega 200 lítra. Til samanburðar má geta þess að hver íbúi í Danmörku notar um 105 til 110 lítra af vatni á sólarhring. Það er ástæða til að hrósa þeim þingmönnum sem ódeigir halda uppi merki vatnsins og leggja fram tillögu til þingsályktunar um neysluvatn. Katrín Fjeldsted, þingmaður, segir í greinargerð að þessi auðlind sé í raun munaðarlaus og hvergi vistuð í stjómsýslunni þar sem engin ein stofnun fer með markvissa ráðgjöf eða heldur utan um málefni hannar. Mikilvægt er að umgangast þessa auðlind þannig að komandi kynslóðir eigi aðgang að fersku neysluvatni í framtíðinni en þrátt fyrir gnægð þess núna er ferskt vatn á íslandi ekki ótakmörkuð auðlind. Núverandi heildamotkun og vinnsla á neysluvatni er hvergi skráð en eðlilegt væri að fela Orkustofnun það verkefni. Oft er það svo að mikilvæg mál fá ekki þá athygli sem þeim ber. Sú hætta vofír vissulega yfir að vandamál dagsins í dag - og gærdagsins - yfirgnæfi það merka mál sem Katrín Fjeldsted hefur hér tekið upp á sína arma. Eitt af meginverkefnum íslensku löggjafasamkomunnar er að horfa fram i tímann og búa í haginn fyrir komandi kynslóðir. Því er skorað á þingmenn að taka ákvarðanir um þessa eina dýrmætustu auðlind okkar, neysluvatnið, af framsýni. /ÁÞ. Bændablaöiö kemur út hálfsmánaöarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaöi. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Argangurinn kostar kr. 4.200 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.000. Sími: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Auglýsingastjóri: Eirikur Helgason, blaðamaður: Sigurdór Sigurdórsson Netfang blaðsins er bbl@bondi.is Prentun: Prentsmiöja Morgunblaösins Nr. 166 Bændablaðinu er dreift i tæpum 8000 eintökum. íslandspóstur annast það verk að mestu leyti. ISSN 1025-5621 Vestfirskar listakonur! Drífa Hrtlfsdötlir bóndi ii Ytra Ósi við Hólmavik: Sinnir premur störfum og en I (jarnðmi á Hvanneyri Trjárœktin spennandi verkefni Drífa er með sauðfjárbúskap sem fyrr segir og er með 210 kindur. Þá er hún komin með tvö gróðurhús þar sem hún ræktar trjá- græðlinga til skjólbeltagerðar á Vestfjörðum. „I upphafi var það bara fikt hjá mér að setja upp þessi gróðurhús. Ég ætlaði að rækta kryddjurtir en smám saman þróaðist þetta yfir í trjárækt og mest fyrir tilstilli vin- konu minnar sem vinnur hjá Skjól- skógum Vestfjarða. Ég er byrjuð að rækta upp stikklinga fyrir Skjólskóga en þar sem ég er alveg nýbyrjuð er þetta enn í þróun hjá mér,“ segir Drífa. Sólarorkan ein Hún segist ekki hafa aðgang að jarðhita, enda þurfi þess ekki við trjárækt. Stikklingamir eru klipptir að vetri til og geymdir í kæli fram í apríl að þeir em settir í bakka. Þá er hiti í gróðurhúsum orðinn nægur af sólinni einni saman til að stikklingamir nái að spíra. Þegar frosthætta er liðin hjá em þeir síðan settir út uns þeir em gróður- settir um sumarið. Stikklingamir Það verður ekki sagt að Drífa Hóffsdóttir, bóndi á Ytra Ósi við Hólmavík, sitji auðum höndum. Hún býr með sauðfé, ræktar tré til skjólbeltagerðar, er framkvæmdastjóri lyfsölunnar á Hólmavík og stundar fjarnám við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Þegar hún var spurð að því hvernig hún hefði tíma til alls þessa, hló hún við en sagði svo að einhvern veginn kláraðist þetta allt saman. em afkvæmi trjáa á þeim svæðum sem á að setja þá niður aftur „Nú emm við að gera svolítið sérstaka tilraun. Við fómm fimm saman og söfnuðum 11,5 kílóum af reyniberjum af trjám vestur í Djúpi. Síðan vom berin hökkuð eftir kúnstarinnar reglum og sett niður í kassa. Ég er með tólf fiski- kassa með svona reyniberjablöndu í. Við emm að vonast til að þetta spíri eitthvað og við getum notað Drífa Hrólfsdóttir. þetta við trjáræktina. Ef þetta með trjáræktina tekst er ég í góðum málum en auðvitað er þetta gert til að drýgja tekjumar því að maður lifir ekki lengur af sauðfjárrækt einni saman. Flestir sauðfjár- bændur verða að vinna eitthvað annað með, og það hef ég raunar alltaf gert.,“ sagði Drífa. Hún stundar fjamám við Landbúnaðarháskólann á Hvann- eyri og er þar í almennu búfræði- námi. „Með þessu móti ræð ég ferðinni sjálf. Ég er í þremur fogum núna og ætla að reyna að klára þau fyrir jól og vera síðan í tveimur eftir jólin. Ég tel að það sé hámark að vera í þremur fögum jalnhliða fúllri vinnu, svo ég tali nú ekki um ef maður er með mörg aukastörf eins og ég,“ sagði Drífa Hrólfsdóttir. Elisabet Pétursdffiir, Sæbúli III Ingjaldssandi: SaufiQðrbúndi og listamafiur handavinnukennara þegar hún var í bamaskóla á Flateyri. Það segir hún að hafi orðið til þess að hún hélt handavinnu áfram. Elísabet segist aðeins selja silfurmunina heima á Sæbóli en selskinns- vömmar hafi farið í handverks- „Ég er með sauðfé, 130 fjár en eins og flestir vita lifa menn ekki lengur af sauðfjárrækt einni saman. Núorðið er ég því aðallega í handverkinu sem hefur verið að byggjast upp hjá mér á síðustu misserum,“ sagði Elísabet þegar tíðindamaður Bændablaðsins hitti hana að máli á dögunum. Byrjaði í selskinnshandverki Hún segir að um tíu ár séu liðin síðan hún byrjaði að fást við hand- verkið. Hún þakkar það Áma Snæ- bjömssyni hlunninda- og æðar- ræktarráðunaut að hún byrjaði á þessu. Hann kom með selskinns- búta á fúnd á ísafirði. Hún fékk tvo búta hjá honum og gerði tvo litla seli úr þeim. Hún sýndi Áma handverkið og hann sendi hana til Eggerts feldskera sem hvatti hana til að halda áffam. „Það em því Ámi og Eggert sem eiga heiðurinn af því að ég fór út í þetta af alvöru,“ sagði Elísabet. Hún segir sig hafi vantað eitthvað með selskinnsffamleiðslunni og þá hafi hún byrjað að búa til skó úr roðskinni. Vikingafléttan „Síðan gerðist það að ég komst yfir bók um handverk ffá víkingatíð og sá þar víkingafléttuna, sem em festar úr fléttuðum silfurþráðum, og ég fór að fikta við þetta. Ég hef ekki farið í nám í þessu handverki en þrír aðilar sem kunna víkinga- fléttuna hafa skoðað mín verk og sagt að ég sé að gera rétt,“ segir Elísabet. Hún segist hafa verið heppin að fá góðan hópana á Flateyri og Þingeyri. Elísabet Pétursdóttir býr með sauðfé að Sæbóli II á Ingjaldssandi við Önundarfjörð en auk þess er bún fistamaður. Hún var meðal þátttakenda á Vest- Norden handverkssýningunni í Laugardalshöllinni í Reykjavík 20. til 24. nóvember sl. Þar sýndi hún undurfagra listmuni búna til úr silfri, beini, selskinni og fleiri efnum. Aukinn ferðamannastraumur Hún segir að á síðustu ámm hafi ferðamannastraumur aukist gífúrlega á Vestfjörðum. Síðustu þrjú árin hafi fjölgunin verið mest áberandi og í sumar er leið hafi orðið hrein sprenging. Ferða- mennimir fara bæði um Önundar- fjörð og Dýrafjörð og margir koma við á Ingjaldssandi. Elísabet segist ekki þurfa að kvarta hvað þetta snerti. Húsið sem fauk „í fyrrasumar var ég búin að byggja hús sem átti að verða kaffi- stofa með handverkssölu. Það stóð ekki nema í þrjá mánuði en þá fauk það í ofsaveðri sem gerði í nóvember 2001. Ég hef enn ekki fengið fjármagn til að koma upp húsi í staðinn. Ég hafði sótt um tryggingu en ekki fengið svar og þar sem hægt var að tryggja kemur Við- lagatrygging ekki þama inn í. Þetta hús er mér því bara tapað fé. Þetta var kúluhús úr gleri og ég ætlaði að auglýsa kvöldsólarkaffi því að á sumrin hef ég sólina til rúmlega þrjú á nóttunni og hún kemur aftur upp um klukkan hálf fimm á morgnana. En ég gefst ekki upp. Það kemur annað hús og ég mun auglýsa kvöldsólarkaffi síðar,“ sagði fjárbóndinn og listamaðurinn Elísabet Pétursdóttir.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.