Bændablaðið - 26.11.2002, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 26.11.2002, Blaðsíða 22
22 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 26. nóvember 2002 Smáauglýsingar Sími 563 0300 Fax 552 3855 Veffang bbl@bcndi.is Niunda tOluhlaO Freys að Til sölu Til sölu 7000 I. tankdreifari árg 02. De Laval skádæla, 4,50, árg. 97, Zetor 6911 árg. 78 með bilaða kúplingu. PZ-165 sláttuvél árg. 87, BCS diskasláttuvél vinnslubr. 2,10 árg. 95 og Deutz-Fahr KM-24 sláttuvél í varahluti. Á sama stað óskast 7000 I. haugsuga. Uppl. í síma 434-1541. Til sölu Welger RP-200 rúlluvél árg. 92 með garn, netbindibúnaði og breiðsópi árg. 92. Uppl. í síma 463-3263._____________________ Vilt þú koma upp litlu kanínubúi? Til sölu 10 lítið notuð búr með fylgihlutum. Einnig vímet í 2-3 búr og Multifan 4E25 vifta með hraðastilli. Uppl. Jóhannes í síma 869-5383.___________________ Til sölu notuð húsgögn úr hótelherbergjum Hótel Sögu. Gríptu tækifærið. Einnig stólar úr veitingasölum. Uppl. gefur Sveinbjörn í sima 860-9909. Til sölu Yamaha Venture snjósleði árg. 98. Ekinn 4000 km. Langt belti, 34 m/m. Brúsar og farangurskassi. Vel með farinn "sleði. Uppl. í síma 893-4895. Til sölu Zetor 5211 árg. 89 í góðu ástandi. Felgur á Deutz, tvær 18" og tvær 28”. Tvö dráttarvéladekk 8,50x20 og tækjafestingar á Zetor fyrir Baas tæki. Uppl. í símum 898-1230 eða 487-6650. _______ Til sölu Zetor 6320 árg. 95. Notuð 1500 vst. Toppeintak. Vélin er staðsett á Bíla og búvélasölunni Borgamesi. Uppl. í símum 437- 1200 eða 894-9624 Finnur Til sölu Landini Ghibli DT-100 4x4 100 hö árg. 01 með Trima tækjum. Notuð 320 vst. Uppl. í síma 892-3939. Til sölu níu aligæsir og þrjú hross. Skjóttur hestur þriggja mán. tamning, jörp meri tveggja mán. tamning og blesótt meri þriggja mán. tamning, með fyli undan Skorrasyni.Uppl. gefurÁsgeir í síma 861-3717 Mjög vel með farinn daufgrænn Renault Mégane Scénic 1998 til sölu. Ekinn 70.000 km. ( bílnum er fjarstart þannig að þú getur komið út í hlýjan bílinn. Sérlega rúmgóður fjölskyldubíll, sem gott er að breyta í sendiferðabíl með því að taka aftursætin úr.Verð kr 950.000 .Uppl. veita Óskarog Eva María í s: 551-1397, 698-1397 og 864-2881______________________ Rafall: Til sölu er lítið notaður traktorknúinn rafall 22 kva. 3ja fasa. Uppl. í Vallanesi á Héraði sími 471-1747 og 899-5569 Til sölu 400 ærgildi í sauðfé fyrir árið 2004 og síðar. Lágmarks- verðhugmynd kr. 15.500 eða tilboð. Afhendist í des. 2003. Uppl. ísíma 471-1061._______________ Sunbeam barkaklippur, Sunbeam- Oster fjárklippur og stórgripaklippur, brýnslubúnaður og TSE kambar.HSW sjálf- skammtandi búfjársprautur og ormalyfsinngjafardælur. Útvegum sterkar plastklæðningar í gripahús, einnig varahluti í gamlar dráttarvélar. Veitum aðstoð við innflutning á ýmiss konar tækjabúnaði. Varahlutir í vörubíla og heyvagnaefni. Vélahlutir.Vesturvör 24 Kóp. sími 554-6005.___________________ Til sölu IMT-569 árg. 88 með Veto F-15 tækjum og IMT-569 árg. 87. Á sama stað óskast MF-135. Má vera biluð. Uppl. í síma 478-1068 eftir kl. 20.00 Ámi Til sölu tvö nýleg dráttarvéladekk undan IMT-549. Stærð: 14,9x28. Uppl. í síma 456-2245 Til sölu Hobart kjötsög þriggja fasa. Uppl. í síma 482-3560. Til sölu STOLL Drive 1800 S rakstrarvél tveggja stjörnu árg. 2000. lítið notuð verð kr 970.000 án vsk. Uppl. í sima 892-3042 Til sölu refagotkassar á vægu verði. Uppl. í síma 820-9952. Til sölu Ford 4610 árg. 82. Gundersted mykjutankur 4000 I árg. 84. NHK-1650 pökkunarvél árg. 97, breiðfilma, tölvustýrð, Chief 16-P gálgi með Euro tengibaki, og Ford mótorar 82 hö. og 98 hö. Uppl. í síma 435-1437. Óska eftir einfasa mótorum ca 15- 18 kwa helst 440v. 220v kæmi til greina. Uppl. gefur Kristján í síma 462-2320 eða netfang kij@binet.is Óska eftir að kaupa fjórhjól í góðu lagi og vel með farið, sjálfskipt og 4X4 árgerð frá 87 - 95 Sími 4513372 eftirkl 18:00. Óskum eftir að kaupa mjólkurkvóta. Upplýsingar í síma 456-4802, Salvar eða Björn, eða netfang: vigur@simnet.is. Tamningamaður óskast. Uppl. í síma 435-1341 eftirkl: 19.00 Jóhannes. Á sama stað óskast handsnúin hakkavél með fylgihlutum, Kristín.___ Ég er 16 ára piltur og er að leita mér að vinnu eftir áramót. Ég er vanur hefðbundnum búskap. Tilbúinn að vinna hvar sem er á landinu. Uppl. gefur Páll Árni í síma 849-9571. Tuttugu og fjögurra ára Belgi, Vincent Agten, óskar eftir vinnu á íslenskum bóndabæ. Hann er háskólagenginn, hefur lagt stund á atferlisfræði en lokaritgerðin hans fjallaði um samskipti dýra. Hann vill gjaman komast í vinnu í a.m.k. 6 mánuði og helst á blönduðu búi með kýr, kindur og hesta. Hefur tveggja mánaða reynslu af landbúnaðarstörfum á belgískum bóndabæ. Getur byrjað í janúar, reykir ekki og tekur sérstaklega fram að hann sé ekki grænmetisæta! Þeir sem hafa áhuga á að ráða pilt vinsamlegast hafið samband. Talar ensku. Tölvupóstur: vincent_agten@hotmail.com Sími : 003211/210811 GSM: 0032474498920_______________ Ég er 19 ára gömul og sænsk. Núna er ég að læra íslensku. Ég langar til að fara til íslands og vinna í febrúar, mars og apríl árið 2003. Hafðu samband við mér ef þig vantar vinnuafl í sveitabæinn þinn. Sími: +4646133943 tölvupóstur: srofannah@hotmail.com (Athugasemd frá Bændablaðinu. Að sjálfsögðu birtum við auglýsingu Hönnu Fors, en svo heitir stúlkan, eins og hún kom frá Hönnu. Textinn sýnir að Hanna kann talsvert í íslensku.) Tvítugur Svíi óskar eftir vinnu á íslandi. Talar ensku og er að læra íslensku. Meðmæli ef óskað er. Getur byrjað fljótlega. Vinsamlega sendið tölvupóst til: robin@goteborg.utfors.se eða hringið í síma 0046 736-761586. /Robin komaút Freyr nr. 9/2002, helgaður nautgriparækt, er kominn í prentun. Blaðið er 56 bls. að stærð. Viðtal blaðsins er við þá bræður Guðbrand Guðbrandsson á Staðarhrauni og Þorkel bróður hans á Mel í Hraunhreppi og nefnist „Uppgræðsla með aðstoð Landgræðslunnar hefur verið að bæta landið“. Þóroddur Sveinsson tilraunastjóri á MöðruvöIIum skrifar um „Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu“. Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri skrifar greinina „Afkastageta búvélanna - afkastaþörf og kostnaður“. Ingibjörg Sigurðardóttir hjá Hagþjónustu landbúnaðarins á greinina: „Afkoma í nautgriparækt á árinu 2001 með samanburði við árið 2000, samkvæmt uppgjöri búreikninga.“ Auður Lilja Arnþórsdóttir, dýralæknir júgursjúkdóma, skrifar um „Selen og júgurbólgusýkla hjá fyrsta kálfs kvígum.“ Unnsteinn Snorri Snorrason skrifar greinina: „Fóðurgangur með færanlegum framhliðum“, en hann stundar nú framhaldsnám í Kaupmannahöfn. Sagt er frá fundi Samtaka fólks um norræna nautgriparækt, NÖK, í tveimur greinum, en fundurinn var haldinn í Brönderslev á Norður-Jótlandi. í sambandi við fundinn var farið í heimsóknir á kúabú og tilraunabú. Þá eru í blaðinu tvær þýddar danskar leiðbeiningagreinar um mjólkurframleiðslu. Að lokum er birtur listi yfir naut til notkunar vegna afkvæmaprófana. Bændablaðið kemur næst út 10. desember. ISO-mænirinn birta og I___________]/ loftræsting VÉLAVAL-VarmahlíðM s: 453-8888 fax: 453-8828 net: velaval@velaval.is vefur: www.velaval.is Ný bók sem var að koma út: LeiQin aú bæori líðan Út er komin allsérstæð bók sem heitir Leiðin að bættri líðan og er eftir Halldóru Sigurdórsdóttur blaða- mann. Halldóra missti heilsuna og var af læknum dæmd úr leik. Hún neitaði hins vegar að gefast upp og eyddi mörgum árum í að lækna sig sjálf og fann þá leiðina að bættri líðan. Bókin fjallar ekki bara um sjúkdóm Halldóru en inniheldur einnig yfirgripsmikinn fróðleik um mataræði, heildrænar lækningaað- ferðir, fæðubótarefrd, jurtir, vítamín og lífshætti sem gagnast þeim sem vilja bæta líðan sína. Halldóra var beðin að segja lesendum Bænda- blaðsins sögu sína varðandi þessi veikindi. „Mín saga er í sjálfu sér ekkert öðruvísi en annarra fyrir utan það að vera mín saga. Ég var svo lánsöm að veikjast af vefjagigt. Þetta hljómar kannski kaldhasðnis- lega, en þannig er það ekki meint. Gæfa mín felst í því að hafa veikst af sjúkdómi sem ég gat hafl einhver áhrif á en ekki einhveijum sjúkdómi sem tók af mér völdin og leiddi til óbæri- legs lífs eða dauða. Ég veiktist ekki allt í einu heldur var þetta nokkurra ára þróun sem náði hámarki árið sem ég varð 35 ára gömul. Þegar ég var sem allra verst missti ég talið, í þeim skilningi að ég átti erfitt með að finna rétt orð, sagði röng orð, var lengi að tala og þaó að halda uppi samræðum var oft á tíðum kvalræði. Ég var auðvitað undirlögð af verkjum, gat ekki hreyft mig og lá því í rúminu dögum og vikum saman. Mér gekk afspymu illa að inna einföldustu verk af hendi eins og að greiða mér, klæða mig og ég tala nú ekki um að sinna ungum bömum mínum tveimur. Þetta kom því allt í hlut mannsins míns. Ég get eiginlega sagt að á þessum tíma hafi ég nánast gefist upp. Mér fannst þessi veikindi buga mig og eina sem kom í veg fyrir að ég henti mér í höfnina var að ég gat hvorki keyrí þangað né gengið.“ Halldóra segir að þegar þannig var komið hafi hún tekið góða ákvörðun: „Ég tók þá ákvörðun að þetta væri ekki rétta leiðin og ákvað að nýta mér þessi veikindi og þessa reynslu til góðs. Þá hófst leitin að leiðinni að bættri líðan. Næstu ár vom ár erfiðleika og vonleysis, ár vonbrigða en einnig sigra. Smám saman en þó óskaplega hægt fór mér að líða betur. Éram- farimar urðu sýnilegri og köstin urðu vægari og stóðu skemur yfir.“ A þessu tímabili safnaði hún saman margs konar upplýsingum sem höfðu nýst henni til góðs, svo og upplýsingum sem nýttust ekki neitt. „Þessu hélt ég til haga. Ég hefði gjaman vilja hafa hjálparrit við höndina á þessu tímabili með aðgengilegum upplýsingum um það sem gæti nýst manninum í leit hans að betra lífi. Leitin hefði þá hugsan- lega verið auðveldari og styttri. Þegar ég upplifði þá stund að finnast ég ekki lengur veik fylltist ég þakk- læti til lífsins og tilverunnar og ákvað að skrifa bókina sem ég hefði svo gjaman vilja hafa við höndina þegar ég stóð í minni orrahríð - bókina um leiðina að bættri líðan. Það er von mín að hún nýtist öllum sem vilja eða þurfa að bæta heilsuna.“ Þegar gæðin skipta máli Austurvagi 63 • K)0 Satfossl • Slmi «2 4102 • Fax «2 4108 www.buvelar.il 0r brimborg akureyrl^^ Sölu- og þjónustuumboð 0 m/tækjum 4x4 1991 NewHolloml TS100 m/tækjum 4x4 1998 Valmet 66S m/tækjum 4x4 1995

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.