Bændablaðið - 26.11.2002, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 26.11.2002, Blaðsíða 10
10 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 26. nóvember 2002 Guðlaugur Bergmann ferðaþjónustu- bóndi að Brekkubæ á Hellnum: Meiri samvinna bsenda nauðsynleg Guðlaugur Bergmann rekur, ásamt Guðrúnu G. Bergmann eiginkonu sinni og hjónunum Guðríði Hannesdóttur og Jóhanni Þóroddssyni, bændagistingu að Brekkubæ á Hellnum á Snæ- fellsnesi. Hann sagði í samtali við tíðindamann Bændablaðsins að þessi uppskeruhátíð ferðaþjónustu- bænda hefði verið hin besta og allir þættir hennar hefðu tekist vel, þ.e. námskeið, kvöldverður og dansleikur og svo opin ráðstefna. Ferðaþjónustubœndur framsýnir „Hér hefúr enn einu sinni komið í ljós hvað ferðaþjónustu- bændur eru framsýnir, að þeir taki umhverfismálin jafh föstum tökum og gert var hér á ráðstefnunni. Menn sýna að þeir ætla að axla ábyrgð sína.Mikil ábyrgð hvílir á þeim sem annast ferðaþjónustu í þessu landi því að landið okkar er brothætt þótt það sé stórt. Stefht er að því að við getum verið í ferða- þjónustu um ókomna tíð sem aftur þýðir að við sem erum frumherjar í umhverfisvænni ferðaþjónustu verðum að sýna ábyrgð og fram- sýni og ákveðin í því sem við ætl- um að gera,“ sagði Guðlaugur. Samvinna aukin Hann sagði að ferðaþjónustu- bændur hefðu rætt um að þeir vildu meiri samvinnu við aðra bændur, eins og gert hefur verið víða annars staðar í heiminum með góðum árangri. Guðlaugur sagðist hafa rætt þetta við Ara Teitsson formann Bændasamtakanna á uppskeruhátíðinni og sagðist trúa því að fúllur skilningur væri milli manna á því að fínna tækifæri til að vinna meira saman. „Ég sem ferðaþjónustubóndi legg mikið upp úr samstarfi við aðra bændur landsins. A því munu aliir hagnast vegna þess að ferða- þjónusta er mest vaxandi atvinnu- grein í heiminum í dag. Því er eðlilegt að allir bændur landsins hagnist eða tengist á einn eða annan hátt ferðaþjónustu. Við erum ekki að tala um stórar ein- ingar því að samkvæmt tölum frá alheimssamtökum ferðaþjónustu eru níutíu og fimm prósent allra fyrirtækja í ferðaþjónustu með færri en tíu starfsmenn. Með því að hafa margar litlar einingar sem á ýmsan hátt tengjast ferðaþjón- ustunni er möguleiki á að bjarga hinni margumræddu byggða- stefnu,“ sagði Guðlaugur Berg- mann. Jónína Þorgrímsdóttir ferðaþjónustubóndi á Ytri Tungu í Staðarsveit: Við erum eð keppa á alpjóðamarkaði Jónína Þorgrímsdóttir er ferða- þjónustubóndi á Ytri Tungu í Staðarsveit í Snæfellsbæ. Hún segir að þessi uppskeruhátíð ferða- þjónustubænda sé í raun beint framhald þeirrar miklu ráðstefnu sem ferðaþjónustubændur héldu á síðasta ári. Miklar breytingar átt sér stað „Við erum alltaf að leita að betri lausnum á þeim málum sem að okkur snúa og upp koma hverju sinni. Það erum við einmitt að gera hér á þessari uppskeruhátíð,“ sagði Jónína. -Hvernig metur þú stöðuna í ferðaþjónustu bœnda um þessar mundir? „Hún er mjög vaxandi og kröf- um til þjónustunnar fleygir ffam. Gífúrlega mikil breyting hefúr orðið ffá því að ferðaþjónusta bænda byrjaði. Nú er þetta allt ffá því að vera litlar einingar með heimaþjónustu og upp í að vera alvöru hótel af bestu gerð. Mark- miðið hjá Ferðaþjónustu bænda er, og hefúr alltaf verið, að snyrti- mennska og persónuleg ffamkoma 25 ferm. hús, einangruð með 6“ steinull og panelklædd að innan. Baðherbergi með sturtu, tvö kojuherbergi og eldhúskrókur. Verð kr 1.790.000 (án hreinlætistækja og raflagna). Stuttur afgreiðslutími. Trévinnustofan ehf, Smiðjuvegi 11 E Kópavogi Fax: 554-6164 Sími: 895-8763 Sýningarhús á staðnum Hlífðarbúnaður Hér birtist þriðji gátlisti varðandi öryggi við landbúnaðarstörf. Fyrri tveir gátlistar birtust í marsblaði (um öryggi í gripahúsum og hlöðum) og í júlíblaði (um dráttarvélar). Hér á eftir fara spurningar sem varða hlífabúnað. Minnt skal á að bændur þurfa að geta svarað spurningunum hér á eftir játandi. Að öðrum kosti er einhverju ábótavant hvað öryggismálin varðar, og þyrfti að bæta úr því strax. Hlífabúnaður Já Eru hlífar við aflútttök á öllum dráttarvélum? ( ) Eru hlífar á öllum drifsköftum í lagi? ( ) Eru hlífar um aflinntök á öllum vélunum? ( ) Eru hlífar um öll reimhjól og keðjur? ( ) Eru nethlífar á öllum viftum og blásurum? ( ) Eru hlífar á heyblásurum? ( ) Eru hlífar á súgþurrkunarblásurum? ( ) Eru hlífar á öllum sniglum og færiböndum? ( ) Eru hlífðarsvuntur á öllum sláttuþyrlum í lagi? ( ) Eru tilskildar hlífar á öllum öðrum tækjum? ( ) Eru hllfar á öllum staðbundnum tækjum? ( ) Nei ( ) ( ) ( ) ( ) ( ) ( ) ( ) ( ) ( ) ( ) ( ) Gátlisti III Vinnueftirlitiö/HB við gesti sé aðalsmerki hennar. Af því leiðir að verið er að koma upp flokkunarkerfi og eftirlitskerfi í ferðaþjónustunni. Ráðstefna eins og þessi miðar ekki síst að því að ferðaþjónustubændur kynnist betur, komi með ábendingar og auki og efli samvinnu sín í milli sem er þegar mjög mikil, en án hennar gengi þetta aldrei." Réttar upplýsingar -Er enn hægt að auka ferða- mannastraum á vegum Ferða- þjónustu bænda? „Alveg tvímælalaust. Ég tel að í raun séu engin takmörk á því hvað hægt er að auka ferða- þjónustuna. Ekki má gleyma því að ferðaþjónustan er alltaf að taka breytingum. Við keppum ekki við hótel á höfúðborgarsvæðinu. Við keppum á hinum stóra alþjóða- markaði og ekki síst þess vegna þurfum við að vera með réttar upp- lýsingar til gesta. Upplýsingar sem standast þegar gesturinn er mættur. Ég tel að eitt allra þýðingarmesta atriði í ferðaþjónustu sé að allar upplýsingar sem gestir biðja um og fá, standist þegar þeir mæta á svæðið. Að því stefnum við ferða- þjónustubændur," sagði Jónína Þorgrímsdóttir. Dreíflfterl i landsbyggðinni Hjálmar Árnason alþingis- maður hefur iagt fram á Alþingi fyrirspurn til samgönguráðherra um hvað líði aðgerðum til að byggja upp dreifikerfi á landsbyggðinni fyrir ISDN/ADSL. Leiðin að bættri líðan eftir Halldóru Sigurdórsdóttur Ertu að leita leiða til að baeta heilsuna? Leiðin að bættri líðan getur verið vandfundin þegar ekki er vitað hvar á að leita. Þetta er ný íslensk bók með upplýsingum sem eru nauðsynlegar til að hefja þá leit. Hér er að finna yfirgripsmikinn fróðleik um mataræði, heildrænar lækningaaðferðir, fæðubótarefni, jurtir, vítamín og lífshætti sem gagnast þeim sem vilja bæta líðan sína. Sendum bókina í póstkröfu og þú færð hana á sama verði og hún kostar í verslunum. Útgefandi Viki ehf. Engjavegi 6 104 Reykjavík Sími: 561 7440 Netfang: dora@viki.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.