Bændablaðið - 26.11.2002, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 26.11.2002, Blaðsíða 20
20 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 26. nóvember 2002 Val á rekslrarformi í bú- rekslri er ekki alltai auðvelt Fyrir ári síðan voru samþykkt lög, sem hvetja marga til þess að breyta um rekstrarform. Það sem liggur lýrst og fremst til grund- vallar þeirri fullyrðingu er að skattar voru lækkaðir umtalsvert hjá fyrirtækjum og eignarskattur var lækkaður um helming hjáhvort tveggja fyrirtækjum og einstak- lingum. Margir bændur eru því að íhuga hvort þeir eigi að breyta um rekstrarform en flestir reka bú sín nú sem einstaklingsrekstur. Þeir sem eru að hefja rekstur, þ.e.a.s kaupa jarðir, velta því einnig fyrir sér hvað sé hagstæðast. Þá er fýrst og fremst verið að íhuga skatta- mál, bókhald og fjárhagslega ábyrgð á rekstrinum. Það ein- kennir mjög bændastétt að bændur hafa að miklu leyti séð um skattamál sín sjálfir en val um rekstrarform er nokkuð nýtt af nálinni. Einnig er það svo að eftir síðustu breytingar á skattalögum hefur áhugi bænda beinst að því að breyta um rekstrarform en tölu- verður munur er á því hve mikla skatta þarf að greiða eftir formum. Þessum mismunandi rekstrar- formum fylgja ýmsir aðrir kostir og ókostir sem einnig þarf að hafa í huga þegar þessi mál eru tekin til ákvörðunar. Til fróðleiks skal nú vikið að þessu og reynt að draga fram þætti sem geta auðveldað rlesendum að meta kosti og galla þessara rekstrarforma. Helstu rekstrartorm eru: 1. Einstaklingsrekstur 2. Félagsbú 3. Sameignarfélag 4. Einkahlutafélag 5. Samlagsfélag (samlagshlutafélag) Einstaklingsrekstur Flestir bændur reka bú sín sem einstaklingsrekstur og oftar en ekki á kennitölu karlsins. Nokkuð er einnig um félagsbú. Þetta er ein- faldasta rekstrarformið. Við upp- gjör er landbúnaðarskýrslu skilað og eigendur reikna sér laun mánaðarlega. Hjón sem stunda bú- rekstur geta bæði staðið að rekstrinum eða aðeins annað þeirra. Eignir telja þau sameigin- lega. Hvort bæði hjónin standa að rekstrinum eða ekki skiptir máli ef annað þeirra stundar annan rekstur. Ef annar reksturinn er rekinn með tapi en hinn með hagnaði eru takmörk á flutningi hagnaðar á móti tapi á milli rekstrareininga, ef ekki er sam- ræmi á rekstraraðild. Skattlagning hagnaðar af einstaklingsrekstri er með sama hætti og launatekjur eða rúm 38%. Hagnaður af rekstri getur haft áhrif á bamabætur og vaxtabætur eða með öðrum orðum tekjutengdar bætur al- mannatrygginga. Eigendur geta tekið fjármagn út úr rekstrinum eða með öðrum orðum flutt fjármagn á milli sín og búsins. Fjárhagurinn er ekki aðskilinn nákvæmlega. Eigendur bera fulla ábyrgð á rekstrinum og skuldbindingum búrekstursins. Félagshú Félagsbú eru nokkuð algeng þegar fleiri en ein hjón standa að rekstrinum. Félagsbú er ekki sjálf- stæður skattaðili. Aðilar gera með sér félagsbússamning þar sem getið er um eignarhlutföll eigenda og fl. Búnaðarsamböndin eru með sýnishom af félagsbússamningi. Þeir sem standa að rekstrinum reikna sér laun og síðan er búið rekið með hagnaði eðatapi. Skuld- laus eign skiptist á milli eigenda í sömu hlutföllum og félagsbús- samningur segir til um. Hagnaður af rekstri félagsbús er skattlagður hjá eigendum og skatthlutfall er það sama og af launatekjum eða rúm 38%. Eigendur félagsbús bera ótakmarkaða ábyrgð á skuld- bindingum þess. í raun skiptir ekki máli á hvers kennitölu félagsbú er rekið, aðrir eigendur eru jafn- ábyrgir. Eigendur bera þannig ótakmarkaða ábyrgð. Sameignarfélag Það mun vera sjaldgæft að bú séu rekin sem sameignarfélag sem skilgreint hefur verið sem sjálf- stæður skattaðili. Þetta rekstrar- form er hins vegar algengt í öðmm rekstri. Engin sérstök lög em til um sameignarfélög. Algengast er að þau séu ekki sjálfstæðir skatt- aðilar. Sameignarfélag þarf að skrá í firmaskrá hjá sýslumanni. Sameignarfélög em frábrugðin hlutafélögum að því leyti að eigendur bera ótakmarkaða ábyrgð á skuldbindingum félagsins. Þetta er mikilvægt atriði og gerir það að verkum að margir em fráhverfir þessu rekstrarformi. Ef til dæmis einum aðila að sameignarfélaginu tækist að skuldsetja félagið svo mikið að það yrði gjaldþrota eru allir eigendur ábyrgir. Hlutafélaga formið hefúr ekki þennan galla. Hjón geta ekki stofnað sameignar- félag með ófjárráða bömum sínum. Þau geta hinsvegar stofnað einkahlutafélag. Sameignarfélag getur verið sjálfstæður skattaðili, en sé ekki svo skal tekjum og eignum skipt milli félagsaðila í samræmi við félagsaðild þeirra. Þá er hagnaður skattlagður eins og um laun væri að ræða eða rúm 38%. Ef félagið er sjálfstæður skattaðili er skatt- hlutfallið 26%. Úttektir félagsaðila úr félaginu skapa ekki skattskyldar tekjur hjá þeim. Til þess að sameignarfélag verði sjálfstæður skattaðili þarf það að uppfylla eflirfarandi atriði: 1. Félagið sé skráð í firma- skrá hér á landi. 2. Þess sé óskað við skráningu að félagið verði sjálf- stæður skattaðili. 3. Afhentur hafi verið félags- samningur við skráningu. 4.1 félagssamningi sé getið um eignarhlutfoll eigenda, inn- borgun stofnfjár svo og hvernig félagsslitum skuli háttað. 5. Með fyrsta skattframtali sem sent er til skattstjóra fylgi vottorð um skráningu og afrit af félagssamningi. Söluhagnaður af sölu eignar- hluta (stofnfé) hjá einstaklingi í sameignarfélagi er 10%, þ.e.a.s. fjármagnstekjuskattur hjá ein- staklingi. Sameignarfélag hefúr þannig ýmsa kosti og er þá fyrst að nefna að skatthlutfall er tiltölulega hagstætt og ef vel gengur er auðveldara að taka hagnað úr rekstrinum til eigin nota. Ef illa gengur er þetta rekstrarform vara- samt því að eigendur bera alla ábyrgð á skuldum félagsins. Fjár- málin vilja oft fara í óreiðu þegar illa gengur og enginn veit um raunverulega stöðu félagsins. Lánakerfið og þá einkum skulda- bréfakerfið hér á landi býður þessari hættu meðal annars heim. Skráning á sameignarfélagi fer fram hjá sýslumanni og kostar um 60 þúsund kr. og er þá meðtalin kennitala og skráning í Lög- birtingarblaðinu. Einkahlutafélag ehf. Lögin um einkahlutafélög tóku gildi 1995 að kröfu EES og á þeim hafa verið gerðar töluverðar breytingar. Lágmarks hlutafé er 500.000 kr. Einkahlutafélög eru skráð hjá Hagstofu íslands. Það kostar um 85 þús. kr. með kenni- tölu og auglýsingu í Lögbirtingar- blaðinu. Einkahlutafélag ehf. er á margan hátt gott rekstrarform. Er þar fyrst að nefna lægra skatt- hlutfall eða 18%. Ekki má gleyma því að greiða þarf 10% fjármagns- tekjuskatt áf úthlutuðum arði til einstaklinga. Þannig að heild- arskatthlutfall verður 26,2% af því fé sem eigendur taka út úr rekstrinum í formi arðs. Segjum sem svo að hagnaður ársins sé 1.000.000 kr. Tekjuskattur er 18% eða 180.000 kr. Eftir eru þá 820.000 kr. Eigandi úthlutar því sem arði og greiðir 10% fjármagns- tekjuskatt að upphæð 82.000 kr. Hann er þá búinn að greiða 262.000 kr. í skatt. Þá er heildar- skatthlutfallið 26,2%. Ef að hann hefði ekki verið búinn að breyta yfir í ehf. hefði hann greitt rúmlega 380.000 kr. Mismunur er 118 þús. kr. Nú selur bóndi bú sitt og var búinn að breyta því í einka- hlutafélag. Hann selur hlutabréfin yfir nafnverði og sá söluhagnaður fellur undir 10% fjármagnstekju- skatt. Eins og nafnið bendir til getur einn aðili stofnað einkahlutafélag. Hjón geta einnig stofnað einka- hlutafélag. Sömu skattlagninga- reglur gilda um einkahlutafélög og hlutafélög. Einkahlutafélag er sjálfstæð eining laga- og skatta- lega. Allir sem vinna við búið eru launþegar þess. Gildir þá einu hvort þeir eru eigendur eða ekki. Þeir greiða í lífeyrissjóð bænda og það í sjálfú sér breytir ekki miklu. Hér er komið að mikilvægu atriði sem taka verður tillit til. Eigendur verða að taka sér laun í samræmi við það sem gengur og gerist. Þetta skapar vandamál því að alltaf verður tilhneiging til að færa úttekt úr félaginu yfír á arðgreiðslur í stað launa. Skatta- yfirvöld hafa skyldur gagnvart ríkinu um að sjá til þess að þar gangi menn ekki of langt í skattalegu hagræði. Með öðrum orðum, að greiða 26,2% skatt í stað 38% skatt. Ef fjármagnið er ekki tekið út úr fyrirtækinu er skatthlutfallið 18% eins og áður er vikið að. Meginreglan um greiðslu launa er að greiða sér markaðs- laun. Einkahlutafélag má ekki lána hluthöfúm. Þannig verður að aðskilja alveg fjárhag eigenda og einkahlutafélags. Þessu mega menn ekki gleyma. Þetta er hægara sagt en gert fyrir þá sem eru vanir að líta á heimilið og búið sem eina heild. Þetta er kostur fyrir eigendur því að einkaeyðsla er oft ekki í samræmi við afkomu bús. Ströng bókhaldsskylda gildir um einkahlutafélög og endurskoða þarf reikninga. Almennt gildir um bændur að þeir þurfa ekki lög- giltan endurskoðanda. Ekki má heldur gleyma því að greiða má launþegum dagpeninga sem ekki er heimilt í einstaklingsrekstri. Hagnaður af einstaklingsrekstri getur skert bamabætur og aðrar tekjutengdar bætur almanna- trygginga. Hagnaður af rekstri hlutafélags gerir það hins vegar ekki. Verð á búi sem breytt hefúr verið í einkahlutafélag lækkar einkum ef hlutabréf eru keypt á yfirverði. Kaupverðið myndar ekki nýjan fymingargrunn og þar með hækka ekki fymingar. Seljandi greiðir hins vegar aðeins 10% af söluhagnaði hlutabréfa. Sérreglur um söluhagnað sem gilda fyrir bændur falla út við yfirfærslu yfir í einkahlutafélag t.d. að fyma keypt íbúðarhús á móti söluhagnaði af ófymanlegum eignum. Einstaklingsráðgjöf á þessu sviði getur verið góður kostur. Samlagsfélög (samlagshlutafélög) Þetta félagsform hefúr Iítið verið notað en það er eins með þetta og sameignarfélögin að það getur verið sjálfstæður skattaðili. Um það er val. Þetta rekstrarform gæti hentað þeim sem vilja ekki fara út í einkahlutafélagaformið en vilja t.d. stofna rekstrarfélag með uppkomnum bömum með tak- makaða ábyrgð á rekstrinum. Niðurlag Eins og þessi skrif bera með sér þá er það ljóst að verulegur munur getur verið á skattlagningu hagnaðar eftir því hvaða rekstrar- form er valið. Lögaðilar greiða ekki útsvar heldur aðeins tekju- skatt. I gmndvallaratriðum er skattprósentan 38% af hagnaði í einstaklingsrekstri en 26% af hagnaði hjá lögaðilum, þegar féð er tekið út úr rekstrinum. Hjá hlutafélögum er skatthlutfallið 18%.Síðan er það spuming hvort skatti er úthlutað sem arði en þá er heildarskatthlutfall komið í 26,2%. Þetta má setja fram þannig að lögaðili greiðir lægri skatta þar sem að hann greiðir ekki útsvar. Eignaskattshlutfallið er það sama í öllum rekstrarformunum að öðm leyti en því að lögaðili þarf að greiða eignaskatt sinn óskertan en einstaklingur hefúr ákveðna upp- hæð, um 4,7 millj. sem em eigna- skattsffjálsar. Eignaskattur í heild sinni getur þannig aldrei orðið lægri þegar breytt er yfir í ehf. eða annað form sem myndar lögaðila. Þeir sem eiga litlar skuldlausar eignir geta þannig lent í því að einkahlutafélagið þeirra greiði eignaskatt sem einstaklings- reksturinn þeirra gerði ekki að sama marki fyrir breytingu á rekstrarformi. í næstu grein verður fjallað um stofnun þessara félaga og hvemig færa má reksturinn yfir í þessi mismunandi rekstrarform á mis- munandi vegu. Rétt er að benda lesendum á að sá þáttur getur ráðið ferðinni þar sem yfirfærslan getur leitt til þess að skattskyldur söluhagnaður myndist þegar breytt er um rekstrarform. Heimildir Upplýsingavefur RSK www.rsk.is Einstaklingsrekstur efia einkahlutafélag? Tlund maí 2000. Jón Ásgeir Tryggvason Ketill A. Hannesson ráðgjafi á hagfrœðisviði Hangið á helannm Með því að Norðlenska matborðið lækkaði verð á nautakjöti til framleiðenda frá 6 nóvember sl. til samræmis við verð annarra sláturleyfishafa, er viðleitni fyrirtækisins til að knýja fram hækkun á verði til ffam- leiðenda fyrir bí. Ástæðan er sú að aðrir sláturleyflshafar virðast ekki hafa talið ástæðu til að taka þátt í þessu. Þar með er að sinni horfin von framleiðenda um nauðsynlega leiðréttingu á niðurkeyrðu kjötverði þar sem . langur hali af verðlækkunum til framleióenda hefur sett mark sitt á framleiðsluna enda stendur verð ekki lengur undir fram- leiðslukostnaði. Þessu fylgir visst vonleysi fyrir framleiðendur þar sem lítil von er um hækkun á næstunni, að mati sláturleyfishafa, vegna mikils ffamboðs af öðrum kjöttegundum á markaðnum. Samt er það nú svo að sala á nautgripakjöti virðist halda sínum hlut á markaðnum þrátt fyrir niðurboð annarra kjöt- •' tegunda sem þýðir að neytendur í þessu landi vilja þetta kjöt á markaðnum. Því er ljóst að íslensk nautakjötsframleiðsla á sinn sess á markaðnum. Ekki þarf að efast um heilbrigði ffamleiðslunnar sem veitir neytandanum visst matvæla- ^ öryggi. Dragist hins vegar framleiðslan saman er stutt í þrýsting á innflutning og eða yfirtöku annarra kjöttegunda. Því er nauðsynlegt fyrir fram- leiðendur að hafa þetta í huga þegar ákveðið er með hvaða sæði lakari kýr eru sæddar, en þær eru frekar til þess fallnar að ala undan þeim holdablendinga til slátrunar. Það virðist vera að vakna áhugi hjá verslunum til að bjóða niður verð á þessari vöru sem ætti að halda uppi sölunni í þessu kjötflóði. Segja má að framleiðsla og eftirspurn haldist nokkuð í hendur, þó virðist eftirspum heldur vera í sókn þannig að það er ekki nautgripa- kjöt sem veldur glundroða á markaðnum. Þessu er nauðsynlegt að sláturleyfishafar átti sig á og að það er ekki sjálfgefið að halda niðri verði á nautakjöti þó að offramboð sé af öðmm kjöttegundum. Lögmál framboðs og eftirspumar á að ráða í báðar áttir, ekki bara til lækkunar. Framleiðendur þurfa leiðréttingu á kjötverði og það var forsenda fyrir því. Því var mjög slysalegt af hálfu sláturleyfishafa að þeir skulu ekki hafa séð ástæðu til að nota þetta tækifæri og leiðrétta verð á nautakjöti til framleiðenda nú í stað þess að hanga svona á halanum. Þorsteinn Rútsson BÆNDUR! Snjókeðjur í úrvali, vöktunarkerfi, kjötsagir, hakkavélar. Thomas Cook reiðfrakkar og jakkar NORDPOST / SKJALDA PÓSTVERSLUN Ámarberg ehf OPIÐ 09:00-17:00 sími 555 - 4631 & 568 - 1515 Dugguvogi 6-104 Reykjavík www.boiiili.il

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.