Bændablaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 4
4. TBL. 7. ÁRG. JÓLABLAÐ 1993 BÆNDABLAÐIÐ & LANDSBYGGÐIN SAUÐFJÁRRÆKTIN: ÚIHIITNINGUR EINA VONIN? Landbúnaðarráðhcrra ákvað að greiðslumark kindakjöts fyrir næsta verðlagsár yrði 7.670 tonn af fengnum tillögum framkvæmdanefndar búvöru- samninga á síðastliðnu hausti. Framleiðsluráð landbúnaðarins hafði lagt til að greiðslumarkið yrði 7.800 tonn, 130 tonnum hærra en endanleg niðurstaða segir til um. Framleiðsluréttur innan greiðslumarks dregst því saman um 9,2% eða allt að 750 tonn á næsta verðlagsári. Beingreiðslur til bænda munu lækka um 154 milljónir króna en þar af verður 55 milljónum varið til markaðsstarfsemi vegna lambakjöts á innanlandsmarkaði. Til viðbótar þeim fjármunum samþykkti aðal- fundur Landssamtaka sauðfjár- bænda og aðalfundur Stéttarsam- bands bænda að heimild yrði fengin til töku 5% markaðsgjalds af greiðslum afurðaverðs til sauðfjár- bænda og varið til sölustarfsemi. Vænleiki dilka skapar vanda Til viðbótar þeim vanda er skapast hefur vegna minnkandi sölu og neyslu á lambakjöti var fallþungi dilka óvenju hár á þessu hausti. Láta mun nærri að hann sé um einu kílói meiri en í meðalári. Stafar það meðal annars af kuldatíð fyrri- hluta sumars einkum um norðan- vert landið. Af þeim sökum óx gróður á afréttum fremur seint en var í vexti í hlýindum síðsumars - jafnvel allt fram að sláturtíð. Ljóst er að hið aukna kjötmagn sem þannig er komið inn á markað kemur til með að auka þann vanda sem sauðljárræktin þarf að takast á við og líkist það einna helst öfug- mæli að vænleiki dilka skapi erfið- leika fyrir sauðfjárbændur. Kí ndakj ötsneysl a úr 69% í 43% Staða sauðfjárræktarimiar er eitt erfiðasta viðfangsefnið í land- búnaðinum, og raunar byggða- málum, um þessar mundir. Ef litið er til baka um rúma tvo áratugi kemur í ljós að á árinu 1970 var kindakjöt allt að 69% af heildar- kjötneyslu landsmanna. Nú rúmum tveimur áratugum síðar - á árinu 1992 - var hlutur þess í heildar- neyslunni kominn niður í 43%. Á þessum sama tima hefur neysla á nautgripakjöti aukist úr 17% í 23% og hlutur svínakjöts hefur vaxið úr 3% í um 17%. Þá hefur neysla á kjöti af alifuglum einnig vaxið verulega á þessu tímabili. Ef litið er á neyslu kindakjöts á mann koma svipaðar staðreyndir í ljós. Á árinu 1970 borðaði hvert mannsbam um 40 kiló af kindakjöti á ári að meðaltali og á ámnum 1973 til 1975 var meðalneyslan á íbúa allt að 50 kíló. Eflir það minnkaði hún nokkuð en fór aftur i um 50 kíló á íbúa 1978 og 1979 og einnig 1982 og 1983. Var meðal- neyslan komin niður fyrir 35 kíló á árinu 1986 og frá árinu 1987 hefur sala þess og neysla sífellt farið minnkandi. Þannig hefur hefur neysla á kindakjöti dregist saman um allt að 10 kíló á maim á árs- grundvelli á liðlega tveimur ára- tugum. Innlend markaðssókn og útflutningur Kunnara er en frá þurfi að segja að þessar breytingar á kjötáti lands- manna hafa koinið mjög illa niður á sauðfjárræktinni. Ástand mála er einnig erfiðara fyrir þá sök að víða er sauðfjárræktin meginatviimu- greinin á þeim svæðum þar sem hún er stunduð. Meðhöndlun sauð- fjárafurða skapar vemlega atvinnu í ýmsum þéttbýliskjömum á lands- byggðinni og þótt samdrátturiim í framleiðslu þeirra hafi orðið vegna aukningar í framleiðslu annarra kjöttegunda þá leysir það ekki þann atvinnuvanda, sem samdráttur sauðfj árræktannnar skapar, nema að mjög litlu leyti. Af þeim ástæðum horfa sauðfjárbændur nú stífl eftir hvað sé til ráða. Annarsvegar horfa þeir til þess á hvem hátt megi styrkja kindakjötið í samkeppni við aðrar kjöttegundir á innlendum markaði og hinsvegar að kanna til hlítar hvort möguleikar séu fyrir hendi að gera íslenska lambakjötið að varanlegri út- flutningsvöra. Sláturl eyf í shaf ar ósáttir við haustút- sölur Sem fyrr segir samþykktu hlutað- eigandi aðilar að framleiðendur sauðíjárafurða legðu til 5% af verð- mæti framleiðslu sinnar til markaðsstarfsemi á innanlands- markaði. Er hugmyndin að þeim fjármunum verði varið til að greiða fýrir sölu á kindakjöti. Með hvaða hætti það verður gert á eftir að koma í ljós en margir bændur og sláturleyfishafar era ósáttir við það fyrirkomulag að efna til veralegrar verðlækkumiar á lambakjöti í mánuðinum fyrir sláturtíð. Óli Valdimarsson, sláturhússtjóri á Akureyri, sagði að slík sölustarf- semi dragi tvímælalaust úr sölu á nýju kjöti í sláturtíðinni og samrýmdist illa hugmyndum um lengingu sláturtíðar og aukna sölu á fersku lambakjöti. Aðrir slátur- leyfishafar sem rætt var við tóku undir þetta sjónarmið. Aukin vöraþróun og lenging sláturtíðar eru atriði sem verið er að athuga varðandi markaðsmál sauðfjárræktariimar en eimiig er ljóst að huga verður að kostnaði við slátran sauðfjár og vinnslu afurða. Ýmsar ályktanir hafa verið gerðar um þau mál og landbúnaðarráð- herra hefur margsinnis lýst nauðsyn þess að ná sláturkostnaði niður. Ljóst er þó að við ýmsa erfiðleika er að etja í þessu efni. Auka þarf hagræðingu i atvinnugreininni en aðstæður á matvöramarkaði, einkum á höfuðborgarsvæðinu, hafa eimiig mikil áhrif á hvemig takast muni til i því efni. Fákeppní í smásölu- verslun setur fram- leiðendum skorður Ýmsir aðilar í slátran og vinnslu landbúnaðarafurða telja að sú fá- keppni sem nú ríkir í matvöra- versluninni geri sláturleyfishöfum og vinnslustöðvum erfitt um vik. Verslanakeðjumar geti nánast sett vinnsluaðilum stólimi fyrir dymar, krafist óeðlilegra greiðslufresta og framleiðendur verði að dansa eftir kröfum þeirra. Eða eins og einn sláturhússtjóri orðaði það, "ef við tökum ekki þátt í þessum leik þá erum við út úr myndinni." Þá má einnig geta þess að miklar hræringar og gjaldþrot í smásc-lu- versluninni í landinu á undan- fómum áram hafa valdið tapi hjá sláturleyfishöfum og er staða margra þeirra til að ráðast í víð- tæka hagræðingu og vinna að markaðsmálum því þröng. Omenguö matvæli - aukin eftirspurn Til að auka möguleika kindakjöts- framleiðslunnar í fraintíðinni er nú hafin athugun á útflutningi lamba- kjöts. Er þar fyrst og fremst um að ræða athuganir um að flytja kjötið út sem hreina náttúraafurð og beina því að kröfuhörðum neytendum sem huga sérstaklega að því hvaða hráefni þeir noti til matargerðar. Einn af þeim sem unnið hefur að þessum markaðsmálum er Erlendur Garðarsson í Kaup- sýslunni hf. Erlendur segir grand- völl þessarar markaðsleitar vera fólginn í því að fólk sé í auknum mæli farið að vakna til vitundar um þær aðferðir er beitt sé við fram- leiðslu á kjöti víða um heim. Notkun ýmissa aukaefna hafi stöðugt farið vaxandi í búfjárrækt - einkum hormónalyfja. Þá fari notkun margvíslegra sýklalyfja einnig vaxandi og síðast en ekki síst búi landbúnaður margra landa við verulega og vaxandi mengun. All þetta auki á óhollustu matvæla og nú sé ljóst að iimihald þess sem fólk neytir dags daglega hafi vera- leg áhrif á heilsufar þess og lífs- líkur. Af þessum sökum séu margir famir að huga meira að því en áður hvaða fæðu þeir velja sér. Að kynna lambakjötið sem náttúruafurð Erlendur Garðarsson segir að vegna þess hreina og náttúrulega mn- hverfis sein ísland bjóði upp á, eigi íslenskir bændur þess kost að framleiða úrvals landbúnaðarvörar sem þegar séu famar að skipta kröfuharða neytendur miklu máli, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Ef takist að kynna þessar aðstæður okkar nægilega vel erlendis þá eigum við vísa ákveðna markaði. Þetta taki tíma og við verðum eimiig að gæta þess vel að vinna eingöngu á þessum graimi en falla ekki í þá freistni að reyna sölu lambakjöts á magmnörkuðum. Við eigum hvort sem er ekkert upp í pantanir af því tagi sem slíkir risar geri og verð sem þannig fáist skili ekki því er til þurfi hingað heirn. Erlendur kveðst vera bjartsýnn á að okkur takist að ná ákveðnum árangri á þessu sviði - árangri sem eigi eftir að koma sauðfjárræktimii veralega til góða og tryggja stöðu heimar í framtíðinni. Útflutningur á sérunnu kjöti fyrir Bandaríkjamarkað Tómas Ragnarsson hjá Catco tók í sama streng en fyrirtækið hefur unnið að útflutningi á. lambakjöti að undanfömu. Tómas sagði að þeir hefðu enn sem komið væri ein- göngu beint sjónum sínum að hótela- og veitingahúsamarkaði í miðríkjum Bandaríkjanna. Þeir hefðu fengið bandaríska staðla um á hvem hátt skera þurfi kjötið og viimi það nákvæmlega samkvæmt þeiin. Tómas sagði að þeir hefðu meðal annars farið til Banda- rikjanna með íslenska matreiðslu- menn, sem heíðu kynnt lamba- kjötið okkar, og nú þegar væri hafmn útflutningur í tilraunaskyni. Tómas sagði að ef vel takist til ætti þessi útflutningur að ná góðu skila- verði í framtíðinni. Ef hvergi verði slakað á gæðum og farið eftir þeim KASTDREIFARAR - STURTUVAGNAR Hægt er að fá þá án hjóla ef kaupendur eiga hjólabúnað sem þeir vilja nýta. BÆNDUR, VERKTAKAR! VELJUM (SLENSKA FRAMLEIÐSLU. Eigum fyrirliggjandi hina vinsælu KASTDREIFARA og STURTUVAGNA KAUPFÉLAG ÁRNESINGA BIFREIÐASMIDJUR s

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.