Bændablaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 10
4. TBL. 7. ÁRG. JÓLABLAÐ 1993 BÆNDABLAÐIÐ & LANDSBYGGÐIN MJÓLKURFRAMLEIÐSLAN STENDUR í STAÐ - KAUPMENN ÚSAMVINNUÞÝÐIR í NAUTAKJÖTSSÖLUNNI HEILSTEIKTIR LAMBASKROKKAR Á ERLENDAN MARKAÐ Hafm er á vegum Ifö Kampari B.V. í Hollandi framleiðsla á sérstökum heilsteikingarofnum fyrir lamba- kjöt. Framleiðsla ofnanna er uimin í samvinnu við Kees Reimering B.V. í Hollandi, sem er gamalgróið fyrirtæki í sölu og dreifmgu kjötaf- urða, og Kaupsýslunnar hf. í Reykjavík, er vinnur að öflun markaða fyrir íslenskar land- búnaðarafurðir á erlendri grund. Umræddir ofnar voru hannaðir að beiðni viðskiptavina IFÖ Kamp- ari. Til þessa hafa ofnamir þó aðeins verið framleiddir í fáum ein- tökum og prófaðir af sérfræðingum og matreiðslumönnum erlendis. Prófanir hafa einnig farið fram hér heima þar sem einn þessara ofna hefur þegar verið íluttur hingað til lands. Fer prófunin hér á landi fram í samvinnu við Rannsóknarstofnun landbúnaðarins. Fyrir nokkm stóðu fyrirtækin IFÖ Kampari og Kaupsýslan hf. fyrir kynningu á þessari matreiðslu- aðferð í Perlunni í Reykjavík. Borið var fram lambakjöt, sem steikt hafði verið í heilsteikingar- ofni, og smakkaðist það mjög vel. Erlendur Garðarsson, framkvæmda- stjóri Kaupsýslunnar, sagði meðal annars við það tækifæri að ávinningurinn af þessari mat- reiðsluaðferð fælist einkum í sölu á heilum skrokkum til útlanda í stað þess að hinir verðminni skrokk- hlutar yrðu eftir heima. Með sölu beint til veitingastaða væri hægt að komast hjá einum til þremur milli- liðum og þannig fengist hærra skilaverð fyrir kjötið til framleið- enda hér á landi. Markmiðið væri að selja íslenskt lambakjöt ásamt nýjum heilsteikingarofnum í sameiginlegu markaðsstarfi við veitingahús víðs vegar um heiminn en til að byija með yrði aðal- áherslan lögð á markaðsstarf í Evrópu. Þá er ákveðið að bjóða þessa ofna á sérstöku verksmiðju- verði og með greiðsluívilnunum ef gerðir verði langtímasamningar um kaup á lambakjöti frá tslandi. Að sögn Erlendar Garðarssonar er markmiðið að selja frá 150 tonnum til allt að 400 tonna á ári af lamba- kjöti með þessum hætti í fram- tíðinni þótt í upphafi verði um minna magn að ræða. ÞI Aðalfundur Landssambands kúa- bænda, sem haldinn var á Blöndu- ósi síðla í ágúst, samþykkti að leggja 1% markaðsgjald á mjólkur- framleiðslu og 5% markaðsgjald á framleiðslu á nautakjöti. Fundurinn skoraði á stjóm landssambandsins að beita sér fyrir nánara markaðs- starfi allra kjötgreina í landinu. A fundinum kom fram að ef verðþróun á ungneytakjöti til neytenda er borin saman við þróun verðs til bænda þá hafi verð- lækkanir af hálfu framleiðenda aðeins að litlu leyti skilað sér til neytenda. Bent var á að verð á nautakjöti hafi aðeins verið um 2% lægra í júlí á síðastliðnu sumri en það verð sem gilti í desember árið 1991, en á þeim tíma hafi framleið- endur lækkað verð sitt um allt að 16%. Valdimar Einarsson, framkvæmdastjóri landssam- bandsins, sagði á aðalfundinum að undirboð og afslættir frá skráðu heildsöluverði hafi verið í gangi á nautakjötsmarkaðinum. Finna megi dæmi um allt að 18% afslátt sem afurðastöðvar hafi í nokkrum mæli íjármagnað með því að lækka verð til bænda. Þá ræddi Valdimar mn markaðsátak nautakjötsframleið- enda sem fram fór undir nafninu "nautaveisla". Hami sagði að við- brögð kaupmanna við því hafi verið með eindæmum og enginn stór- markaður hafi fengist til að taka til- boðskjötið til sölu og því hafi fyrir- huguð sala ekki náðst þótt búið hafi verið að selja á bilinu 35 til 40 toim í lok júlímánaðar með þessum hætti. Aðalfundur Landssambands kúabænda lagði áherslu á að haldið yrði uppi öflugu starfi við markaðs- færslu mjólkurafurða. Samkvæmt ákvörðun landbúnaðarráðherra verður leyfilegt að framleiða 100 milljónir lítra af mjólk á þessu Markaðsgjald á kjötafurðir og aukin þátttaka bænda og ábyrgð þeirra á rekstri afurðastöðva var á meðal þess er rætt var á aðalfundi Stéttarsambands bænda á síðast- liðnu hausti. Einnig lét fundurinn í ljós þungar áhyggjur vegna afkomu margra afurðastöðva og hugsanlegu fjárhagstjóni bænda vegna gjald- þrota í úrvinnslugeiranum. Aðalfundur Stéttarsambands bænda tók upp erindi búgreina- félaganna og samþykkti að leita eftir heimild landbúnaðarráðherra til innheimtu markaðsgjalds er vera skyldi 5% af kinda- og nautgripa- kjöti og 2% af hrossakjöti, miðað við afurðaverð til bænda. í samþykkt fundarins kemur fram að gjald þetta skuli innheimt af öllu nautgripa- og hrossakjöti er komi til sölumeðferðar og því kindakjöti er komi til sölu innan ytri ramma greiðslumarks. verðlagsári, sem er sama magn og á síðasta verðlagsári. Vegna tíma- bundinna leigusamninga einstakra bænda við Framleiðnisjóð land- búnaðarins, er út voru runnir, varð þó að færa heildarframleiðslurétt niður um 1%, eða um eina milljón lítra með nýju framleiðslu- og verð- lagsári 1. september síðastliðinn. Gísli Karlsson, framkvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins, sagði þetta eina prósentustig vera nálægt helmingi þeirra framleiðslu- heimilda, sem leigðar hefðu verið sjóðnum. Engar líkur væru hinsvegar til þess að leigðar fram- leiðsluheimildir yrðu virkar að nýju þar sem segja hefði þurft upp leigu- samningunum fyrir ákveðinn tíma - að öðrum kosti breyttust þær sjálf- krafa í kaupsamninga þar sem ríkið keypti umræddan framleiðslurétt. ÞI Aðalfunduriim lýsti þungum áhyggjum vegna stöðu allmargra sláturleyfishafa og bænda sem við þá hafa skipt og hvatti stjóm Stéttarsambandsins til þess að leitað yrði allra hugsanlegra leiða til að draga úr því íjárhagstjóni sem bændur kunni að verða fyrir vegna gjaldþrota afurðastöðva. Þá taldi fundurinn að imdirboð og óeðlilega langir greiðslufrestir, sem afurða- stöðvar gefi smásöluaðilum, ógni nú afkomu margra bænda og valdi uppnámi á kjötmarkaði. Fundurinn gerði þá kröfu að bændur taki á sínar herðar aukna ábyrgð á stjómun og rekstri afurðastöðva og stöðvi þessa viðskiptahætti. Fundurinn hvatti einnig til nánara samstarfs kjötframleiðslugreinanna um sameiginleg verkefni. í því sambandi má nefna kynningarvórk- efni og útgáfustarfsemí, samræmda auglýsingastefnu, gæða- og verð- kannanir og menntun starfsfólks í slátmn og kjötvinnslu. ÞI BÆNDUR REKI AF U RÐ ASTÖÐVARN AR Kaupfélag Húnvetninga Sölufélag Austur Húnvetninga óskar landsmönnum öllum árs og friðar Kaupfélag Féskrúðsfjarðar Borgarhreppur Kaupfélag Langnesinga Htfalfjarðarstrandarhreppur Mjélkursamlag Borgfirðinga Hraunhreppur 4* Arskógshreppur Leirár- og Melahreppur Viðvíkurhreppur Þtferárhreppur Skriðuhreppur Akrahreppur Reykdælahreppur •• Oxnadalshreppur Reykjahreppur Arnarneshreppur • • Oxa rfjarðarhreppur Stfarfaðardalshreppur Stfalbarðshreppur

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.