Bændablaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 13
4. TBL. 7. ÁRG. JÓLABLAÐ 1993 \ BÆNDABLAÐIÐ & LANDSBYGGÐIN áratuginn, gekk mjög illa framan af. Skepnumar fóðmðust illa, vom með stöðug óþrif, ormaveiki, júgurbólgu og fleiri kvilla. Aðstoð dýralæknir og sérffæðinga kom þar að litlu haldi og helst var talið að um vanfóðrun og vankunnáttu væri að ræða. Gunnar sagði í samtali við BÆNDABLAÐIÐ að aðgerðir Brynjólfs Snorrasonar hafi hér skipt sköpum. Eftir mælingar á fjósinu setti hann upp segulspólur víðs vegar um það og við það lagaðist júgurbólgan. Mælingar Brynjólfs sýndu að jámaverk í fjósinu var allt yfirhlaðið spennu og sú spenna varð til að brjóta niður ónæmiskerfi skepnaima. Ráðist var í að jarð- tengja allt jám í húsinu og eftir það þrifust kálfar mun betur. "Það var eins og einhver hefði komið með greiðu á þá og kembt þeim," sagði Gunnar, en lélegt heilsufar kálfanna áður kom glöggt fram í hárafari þeirra, eins og titt er með skepnur. Næsta skref á Hvammi er að sögn Gunnars að bæta túnin en endurvarpsskjár skammt frá bænurn hefur dregið úr orkuinnihaldi hey- fengs og hamlað sprettu. Gunnar sagðist víða hafa mætt vantrú og ekki reyna að ræða þetta mikið við þá sem telja þetta mark- laust. En dýralæknir af dönskum uppmna sem þjónað hefur í Skaga- firði að undanfömu, sagði honum að þetta væri þekkt og viðurkennt vandamál þar, og þarílaust að reyna að lækna skepnur fyrr en rafsviðið hefði verið upprætt. Brynjólfur og Kristján bóndi skoða landiö undir háspennullnunr.i meö sérútbúinni myndbandsupptökuvél sem sýndi vel rafsviöiö. Brynjólfur Snorrason við mælingar á rafsviöi á Minna - Núpi I Gnúpverjahreppi. Rafsviðshættan er viðurkennd ógn Æ fleiri upplýsingar sem berasl aimarsstaðar að benda í sömu átt. Þannig var s.l. vetur frétt í útvarpi um samspil rafsviðs og krabba- meins í fólki. I orkufyrirtækjum. bæði hér heima og erlendis, em þessi mál nú a.m.k. rædd af nokkurri alvöru, þó svo að beinar viðurkenningar liggi ekki fyrir, umfram það að ekki er talið for- svaranlegt að láta háspennulínur liggja nærri mannabústöðum. — œvisaga og aldarspegifl Benedikt á Aubnum SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON „ Hann varöi lífi sínu öllu til aö reyna aö bœta heiminn í þeim „litla afkima" þar sem hann dvaldist, gera líf manna þar fegurra, réttlátara og siömenntaöra. Hann trúöi því aö mönnunum vœri þetta unnt, aö þeir sjálfir sköpuöu sér örlög, gætu ráöiö lífi sínu." Þannig farast prófessor Sveini Skorra Höskuldssyni orö um Benedikt á Auönum undir lok ævisögu þessa þingeyska eldhuga og frumherja. Meö þessari bók hefur Sveinn Skorri unniö mikiö stórvirki. Af fádæma alúö og eljusemi hefur hann endurskapaö liöiö samfélag, svo aö íslenskir lesendur fá betur skiliö þann tíma og þær hugsjónir sem velmegun nútímans hvílir á, og um leiö sagt sögu eins eftir- minnilegasta persónuleika aldamótakynslóöarinnar. 3.880 kr OBREYTT VERÐ ÁJÓLABÓKUM! Bókaútgefendu Mál IMI og menning Isl enskur enclurreisnnrtn d UfilL D W&S'K s.K;Oip' N N SV' LAUGAVEGI 18, SÍMI (91)24240 & SÍÐUMÚLA 7-9, SÍMI (91) 688S77

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.