Bændablaðið - 01.12.1993, Síða 14

Bændablaðið - 01.12.1993, Síða 14
4. TBL. 7. ÁRG. JÓLABLAÐ 1993 Ástin stjórnar þróun byggðanna Ekkert mál er þannig vaxið að það hafi aðeins eina hlið. Það blasi svo augljóslega við að öllum megi vera ljóst hvernig það sé vaxið og sé öllum ásættanlegt. Reynslan hefur hinsvegar sýnt mér að hvert mál hefur margar hliðar og hver og einn lítur sínum augum á silfrið. Margir hafa reynt að skilgrcina landsbyggðarflóttann svonefnda. Hvers vegna íbúum á lands- byggðinni fækki svo mjög og straumurinn liggi til höfuð- borgarsvæðisins. Hinar viðteknu kenningar eru að aflaheimildir fari stöðugt minnkandi og um- svif við sjávarsíðuna minnki þannig að afkoma fólksins skerðist. Landbúnaðarafurðir seljist treglega og því neyðist bændur til að flytja á mölina. Atvinnumöguleikar séu fá- breyttir. Að samgöngur séu erf- iðar og tækifærin séu ekki hin sömu og fyrir "sunnan". Smæð sveitarfélaganna geri það að verkum að þau megni ekki að rísa undir þeim kröfum sem til þeirra eru gerð. Vitanlega eiga eiga þessar kenningar allar rétt á sér og hafa allar, hver með sín- um hætti, á einhvem hátt orðið til að skapa vanda þann sem landsbyggðin er í. En aldrei er nefnt að hinar mannlegu tilfinn- ingar eigi þátt í þessari þróun, heldur sé þetta allt undirorpið i ytri aðstæðum. Rétt eins og nú þegar hátt ber í umræðunni að lífsspursmál sé Gamlar bamagælur Einhver var að hlœja þegar ég kom inn kannski það hafi verið kötturinn jœja, nújœja lútum hann hlceja kannski að hann hltei i annað sinn. Komdu hingaó kindin min kokkurinn vill þig Jinna hann gefur þér brauð og brennivín bláan klút og tvinna. Hefurðu heyrt um hann Hóla- Jón hann œtlaði að fara í verið. Dullurinn allur dattíspón og drengjunum gaf hann smérið. Kallinn undir klöppunum klórar sér með löppunum baular undir bökkunum og ber sig eftir krökkunum á kvöldin. Áégað segja þér sögu af kellingunni rögu. Hún fór á miUiJjóss og hlöðu og Jlengdi sig með snarpri grautarþvögu. Áégað segja þér söguna um hana Sönn hún settist eitt sinn á beran rassinn út í snjófónn. Áégað segja þér söguna af honum Skugga hann steypti sér beint á hausinn út um opinn eldhúsglugga. Einu sinni átti ég gott á ailri œvi minni þá var soðinn rjúpurass reyttur upp úr skinni hjá henni stjúpu minni Róum við á selabát fyrst við erum Jjórir það eru bœói þú og ég stýrimaður og stjóri Á tunnuna ég tylli mér og til þess er hún gerð enginn veit nema undir liggi óþekk krakkamergð. Mánudaginn, þriójudaginn kelling sat og spann. Miðvikudaginn, fimmtudaginn hélt hún verki fram. Föstudaginn, laugardaginn hvíldi hún lúin bein. En á sjálfan sunnudaginn tók hún út sín laun þá var hún hýdd við stóran stein. Halló manni, halló manni hatturinn þinn fauk, strax og stormurinn sá hann stórvel leist honum á hann. Halló manni, halló manni hatturinn þinn fauk. Maðurinn með hattinn stendur upp við staur. Hann borgar ekki skattinn því hann á engan aur. Súlurýju rak á vog rétt upp i hann Sigurð. Hún var 10 álnir og eftirþví ádigurð. Barnagælur þessar fékk blaðið hjá Ingibjörgu Bjamadóttur (f.1940) en hún var alin upp í Hveragerði og á ættir að rekja austur í Rangárþing. Vísumar lærði hún í uppvexti sínum. ' Eínhverjar af þessum vísum I hafa birst á prenti en líkast tlf ekki allar. BÆNDABLAÐIÐ & LANDSBYGGÐIN Mannlegur þáttur í leikriti lífsins fyrir byggð og mannlíf á Vest- jörðum að fá 300 milljónir í formi opinberrar aðstoðar til við- eisnar atvinnulífi. Ekki dreg ég í efa að þessarar fjármuna er full þörf, en þeir verða aidrei til þess að hindra að Vestfirðingar haldi áfram að flytja suður, eða sunn- anfólk vestur. Þama kunna mannlegar tilfinningar að blandast inn í málið, í mörgum tilfellum ástin. Að hitta eina af dætrum Reykjavíkur Alkunna er að ungt fólk yfir- gefi heimaslóð og fari til náms, t.d til Reykjavíkur. Oft er dvöl- in þar aðeins fyrirhuguð um skamman tíma. Ljúka á námi á skömmum tíma og koma svo aftur heim í sveitina. En óvæntir hlutir geta gerst. Sveitastrák- urinn hittir eina al' Reykjavíkur- dætrunum sem getur verið býsna örlagaríkt. Og þá verður heim- leiðin torfær. Strákur sest að í Reykjavík lil að njóta samvista við stúlkuna sína, jafnvel þó ytri tækifæri, svo sem atvinna, séu samskonar á heimaslóð. At- burðir í þessum dúr eru alltaf að gerast. Og líklega hefur gagn- kvæm ást milli pilts og stúlku haft meiri áhrif á byggðaþróun í landinu en margur hyggur. Þó einstaklingur setjist að í Reykjavík vill það gerast að hug- urinn flytji ekki með. Hann er eftir sem áður heima í sveitinni og "römm er sú taug er rekka, dregur föðurtúna til." En kona og böm í Reykjavík binda manninn í báða skó. Leiðin heim á leið er fær. Og þegar einstak- lingur sest að í Reykjavík fara fleiri úr sömu fjölskyldu að setjast þar að. Fjölskyldumeðlim- ir vilja njóta samvista og stuðn- ings hvers annars. Það er í hinu mannlega eðli. En fleira hefur áhrif í þessu sambandi en ástin. Sjaldgæfit er að sagt sé með berum orðum að fólk flytji af landsbyggðinni af leiðindum. En þó römm sé taug sumra er hún ekki allra og sumir kjósa heldur að búa í þéttbýlinu. Vitaskuld heilla veitingastaðir- nir, kvikmyndahúsin, skemmt- anir og það mikla framboð sem þar er á hverskonar afþreyingu og þjónustu. Þeir sem hæst hafa í umræðu um byggðamál á íslandi geta ekki endalaust sagt landsbyggðarflóttann vera einvörðungu tilkominn af ytri aðstæðum. Hinar mannlegu tilfínningar leika stórt hlutverk í þessu leikriti lífsins og þær skyldum við ekki vanmeta í málum sem þessum. Og talandi um að ástin stjómi því hvar lólk sest niður á landinu vil ég gera orð Halldórs Kiljans Laxness, í bókinni um Sölku Völku, að mínum þar sem segir: "Ekkerl á jörðinni cr eins yndislegt og sönn ást milli pilts og stúlku í góðu veðri um nótt á vori, þegar heslamir í túninu eru sofnaðir." Sigurður Bogi Sævarsson. NAM UIÐ GARÐYRKJUSKÓLA RÍKISINS Hluíverk skólans Garðyrkjuskólinn veitir inenntun í garðyrkjufræðum, umhverfisfræðum og blómaskreytingum á fimm námsbrautum. Ennfremur vinnur skólinn að tilramium, endurmenntmi, námskeiðahaldi, útgáíii Garðyrkjufrétta og annarri þekkmgarmiðlun. NÁMSBRAUTIR ERU: Gardplöntubraut Skrudgardyrkjubraut Umhverfisbraut Landgræðsla, náttúruvemd og skógrækt Ylræktar- og útimatjurtabraut Nám o ö innfökuskilyrði: Náun í garðyrkju- og umhverfisfræðum tekur ]njú ár. Verknám er samtals 17 mánuðir án leyfa. Þrír mánuðir em reynslutími, en fjórtán mánuðir em á kjörsviði, þ.e. í samræmi við námsbraut (dagbókarskyldir). Bóknám er 4 annir auk verkeíha. Aðm' en nemandi getur hafið nám í 1. bekk þarf hann að hafa lokið tólf mánaða verknámi, þar af níu ineð dagbók. Auk verknáms þarf nemandi að hafa lokið bóknámi sem svai ar til tveggja til fjögurra anna í framhaldsskóla. Blómaskreytinga- og markaðsbraut Nám oö innfökuskilyrði: Nám á blómaskreytingabraut tekur tvö ár. Verknám er samtls 14 mánuðir án leyfa. Þrír mánuðir em reynslutími, en ellefu mánuðir em á Igörsviði (dagbókarskyldir). Bóknám er 2 annir auk verkefha. Áður en nemandi getur hafið nám á fyrri önn þarf hann að hafa lokið sjö mánaða verknámi, þar af fjórum með dagbók. Auk verknáms þarf nemandi að hafa lokið bóknámi sem svarar til tveggja til fjögurra anna í framhaldsskóla. Nánari upplýsinöar veitir skrifstofa skólans frá kl. 8-16 í síma 98-34340.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.