Bændablaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 9
4. TBL. 7. ÁRG. JÓLABLAÐ 1993 BÆNDABLAÐU) LANDSBYGGÐIN Jón Baldvln reið um héruð en bændur horfðu til Halldórs Nú fór að hitna í kolunum varðandi landbúnaðannálin. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, reið um héruð til að kynna GATT- drögin á bændafundum. Áróðurs- herferð hans haíði þó þveröfug áhrif við það sem hann virtist hafa ætlað. Bændur tóku honum vægast sagt illa - skömmuðu hann, hrakyrtu og hæddust að honum á fundum og endaði þessi för utan- ríkisráðherra á þá lund að hann lét hafa eftir sér í fjölmiðlum að bændasamtökin hefðu hafið herför gegn sér. Bændur horfðu nú til land- búnaðarráðherrans, Halldórs Blöndal, í von um að hann gripi í taumana, svo íslenska ríkisstjómin gleypti þessi samningsdrög ekki hrá eins og skilja hafði mátt af mál- flutningi utanríkisráðherra að best væri fyrir þjóðina. Búvörusamningurinn ekki heilög kýr Heitar umræður urðu um GATT- málið á Alþingi og einnig úti í þjóðfélaginu. Ljóst var að fylgjendur iimflutnings land- búnaðarafurða sáu í GATT- samningnum kærkomið tækifæri til að fá áhugainálum sínum framgengt en talsmenn innlends landbúnaðar töldu að verjast þyrfti óheftum inn- flufningi nteð öllum ráðum. Sjömannanefndin lýsti and- stöðu við GATT-drögin og taldi óheppilegt að tmfla þá aðlögun að breyttum starfsháttum sem hafm væri með svo róttækum hug- myndum sem þau fælu í sér. Einnig var vemlegur ágreiningur á meðal stjómarflokkaima og öll spjót stóðu á Halldóri Blöndal landbúnaðarráð- herra. Hvaða afstöðu myndi hann taka og hvaða afl hefði hann innan ríkistjómarinnar til að setja þá fyrirvara í GATT-málinu sem bændastéttin gæti sætt sig við? Á þessum tíma var Halldór fariim að láta í ljósi efasemdir um Búvömsamninginn og sagði meðal amiars í samtali við Tímairn 7. janúar 1992 að hann liti svo á að óhjákvæmilegt væri að endurskoða búvömsanmingiim í ljósi GATT- samkomulagsins hvemig sem það yrði. Búvörusamningurinn væri ekki heilög kýr hvorki fyrir sér eða bændasamtökunum. Um 90% af ínnlendum markaði um aldamót Gatt-umræðan stóð sleitulaust í tvo mánuði þar til að ríkisstjómin samþykkti að gera ákveðna fyrir- vara í GATT-viðræðunum, fyrir- vara sem ekki verða raktir á þessum vettvangi en bændasam- tökin töldu að fullnægðu kröfum sínum. Um þátt Halldórs Blöndal í þessari samþykkt ríkisstjómarinnar þarf vart að éfast. Þótt hann talaði minna í þessum umræðum en margir aðrir og einnig minna en landsmenn höfðu átt að venjast af honum á meðan hann var í stjómar- andstöðu þá vann hann því meira að málinu og trúlegt er að afstaða Sjömannanefndar, sem verið hefur einskonar leiðarljós í þróun land- búnaðarmála að undanfömu, hafi auðveldað honum að finna þessa lausn og afla henni fylgis í ríkis- stjóminni. Við setningu Búnaðarþings sama ár lýsti Halldór Blöndal því yfir að bændur muni lialda að minnsta kosti 90% af innlendum markaði um næstu aldamót. Gengur ekki upp að borga 150 krónur í sláturkostnað Halldór Blöndal hefur hlotið það viðfangsefni að leiða landbímaðinn í gegnum erfiðar samdráttarað- gerðir. í því sambandi hefúr hann enga dul dregið á að endurskoða þurfi og skipuleggja úrvinnsluþátt þessarar atvinnugreinar. Þar tæpir hann á viðkvæmu máli sem hefur þó mikinn stuðning á meðal margra stjómmálamanna og mikils hluta almennings í landinu. Málið er við- kvæmt vegna þeirrar þróunar undangenginna ára að vinnslu- kostnaður landbúnaðarafurða hefur nær stöðugt farið hækkandi þótt hlutur bænda í vömverði hafi nánast staðið í stað. Forsvarsmenn afurða- og vinnslustöðva hafa átt í nokkrum erfiðleikum með að bera hönd yfir höfuð sér í þessari um- ræðu og veija þá stöðu sem þeir em i. Á fjórðungsþingi Norðlendinga í lok ágúst 1992, sagði Halldór Blöndal meðal annars að það gengi einfaldlega ekki upp að um 150 krónur af andvirði hvers kílós kindakjöts færi í sláturkostnað. Haim spurði hvemig í ósköpunum ætti að vera hægt að efna til út- flutnings á lambakjöti þegar nánast allt færi til milliliðanna en bóndiim fengi alls ekki neitt? Á aðalfundi Stéttarsambandsins það sama haust gerði ráðherra hinn mikla milliliðakostnað að megin- umtalsefni. Ljóst er þó að lítill árangur hel'ur eim orðið í þessu efni. Rætt er um ýmiskonar hagræðingu í vinnslu landbúnaðar- alúrða eins og fækkun vinnslu- stöðva og aukna sérhæfingu í vinnslu. Við rainman reip er þó að draga þar sem mörg atvinnu- tækifæri á landsbyggðiimi byggjast á úrvirmshmni og samþjöppun hennar á færri staði þýðir óhjákvæmilega atvimiuvanda þar sem afurðastöðvar yrðu lagðar niður. Þetta eru mennirnir sem jögðu sveitirnar I eyði í fyrstu var augljóst að um verulega andstöðu við Halldór Blöndal var að ræða innan bændastéttarinnar. í mörgum tilfellum beindist þessi andstaða þó ekki síður að land- búnaðaiTáðherranum sem slíkum en persónunni sem embættinu gegndi. Þetta var raunar hluti af ákveðinni andstöðu sem beindist að forsvarsmöimum í landbúnaði og kom hún mjög skýrt fram á aðal- fimdi Stéttarsambands bænda að Laugum í Reykjadal haustið 1992. Þar komst einn af fulltrúum Stéttar- sambandsins svo að orði að réttast væri að meitla í minnisvarða um bændaforystuna að þetta væru mennimir sem lagt hefðu sveitimar í eyði. Á því rúma ári sem liðið er frá þessum bændafundi hefur tónninn breyst. Bændur hafa áttað sig á að fremur er við markaðsað- stæður og pólitískan vilja í landinu að sakast en forystu bænda og persónu landbúnaðarráðherra. Þessarar hugarfarsbreytingar nýtiu Halldór Blöndal nú sem ráðherra. Landbúnaðarráðherra veldur bingslitum En hefur í raun reynt eins mikið á landbúnaðaráðherra og hin flóknu og erfiðu málefni landbúnaðarins hafa gefið tilefni til? Eins og að framan greinir varð haim að taka verulega á í GATr-málinu. Einnig reyndi nokkuð á hann við lok Alþingis á síðasta vori þegar fyrir þinginu lá frumvarp um hvort for- ræði verðjöfnunargjalda á hugsan- lega innfluttar landbúnaðarafúrðir ætti að færast til landbúnaðarráðu- neytisins í stað þess að lúta forræði viðskiptaráðherra. Var frumvarp þetta flutt á vegum landbúnaðar- nefhdar þingsins til að tryggja for- ræði landbúnaðarráðherra til að jafna verð hugsanlegra innfluttra landbúnaðarafurða og innlendrar framleiðslu. Ljóst var að þingmenn Alþýðu- flokksins lögðust mjög hart gegn þessu og hluti Sjálfsæðismanna einnig með Friðrik Sófusson íjár- málaráðherra í broddi fylkingar. Landbúnaðarráðherra gaf sig hins vegar hvergi og allar líkur bentu til að meirihluti myndi nást fyrir frum- varpinu með hluta þingmanna Sjálfstæðisflokksins og stjómarand- stöðunni sem studdi það nánast eindregið. Flefði svo farið vom stjómarslit á næsta leiti og mun þáð hafa verið meginorsök þess að Davíð Oddsson forsætisráðherra sleit þingi óvænt i miðjum um- ræðum á næturíúndi snemma í maí- mánuði. Var þetta ákveðin vís- bending imi að landbúnaðarráð- herra ætti vísan stuðning flestra samráðherra sinna úr eigin flokki hvað landbúnaðarmálin varðar. Sá stuðningur hefur nú orðið ljós í þeim deilum sem sprottið hafa af tilraunum Hagkaups- og Bónus- verslananna til að flytja inn skinku- sneiðar og kalkúnalappir. Verð- jöfnunarmálin óútkljáð Þegar þetta er skrifað virðist Alþýðuflokkurinn vera einangraður í landbúnaðarmálum og vandséð á hvem hátt ríkisstjómin ætlar að koma fram fyrrgreindum laga- breytingum um verðjöfnunargjöldin nema kratar beygi sig af ótta við stjómarslit. Á fundi í Eyjafirði skömmu eflir hin óvæntu þingslit á síðasta vori sagði Halldór Blöndal að fyrir lægi ótvírætt samþykki þess að standa vörð um verðjöfnunar- gjöldin. Hann kvaðst ætíð hafa talið eðlilegt að útreikningar vegna verðjöfnunargjalda væm í höndum fjármálaráðuneytis en á hinn bóginn sé hin faglega þekking á málcfnum landbúnaðarins til staðar í landbúnaðarráðuneytinu og að bændiu og neytendur verði að geta treyst því að eingöngu fagleg sjónarmið ráði því hvort verð- jöfnunargjald verið lögð á eða ekki. Þessir atburðir og ummæli hafa styrkt ímynd Halldórs Blöndals, sem landbúnaðaiTáðherra, á meðal bænda- og landsbyggðarfólks, burtséð frá pólitískum sjónar- miðum og einnig því hvem þátt hann á persónulega i þessari þróun. Ljóst er þó að frumvarpið um verðjöfnunargjöldin þarf að koma fram á Alþingi vegna samningsins um EES. Egill Jónsson, formaður landbúnaðamefndar, hefúr lýst því yfir að hann muni flytja þetta frum- varp í eigin nafni náist ekki sam- staða um flutning þess innan ríkis- stjómarinnar eða landbúnaðar- nefndar. Hættan sem Davíð Oddsson bægði frá með hinum óvæntu þingslitum á síðasta vori vofir því enn yfir og málið mun eiga eftir að koma til kasta land- búnaðarráðherra og Alþingis. Stakk upp stuttbuxna- drengina Þrátt fyrir sigur í baráttumii fyrir málefnum landbúnaðarins í þing- flokki Sjálfstæðisflokksins og í ríkisstjóminni hefur Halldór Blöndal verið gagnrýndur af ýmsum flokksbræðmm sínum og jafnvel verið líkt við "framsóknar- ráðheiTa". Em það einkum yngri menn sem haldið hafa uppi gagnrýni af þessu tagi innan flokksins. Samband ungra sjálf- stæðismanna ályktaði til dæmis gegn landbúnaðarráðherra 22. ágúst 1992 og gagnrýndi hann fyrir störf sín. Hann svaraði þessari gagnrýni á fundi með Heimdellingum og sagði meðal annars að framleiðslu- tjötrar hafi komið í veg fyrir að ungt fólk gæti lagt hart að sér til að ná hagkvæmni í búskap og að eldri bændur hafi hikað við að draga úr framleiðslu vegna þess að þá dragi úr verðmætum jarða þeirra. Halldór varði búvöm- samninginn á þessiun fundi og sagði meðal annars að samkvæmt honurn gæti framleiðsluréttur gengið kaupum og sölmn og inyndi það stuðla að hagræðingu í greininni. Þannig stakk hann upp i ungliðana og þannig hefur hann ætíð bmgðist við ‘gagnrýni hvort sem hún hefur komið úr eigin flokki eða frá samstarfsflokki hans í ríkisstjóminni, sem Halldór Blöndal hefur verið óþreytandi að minna á að beri fulla ábyrgð á bú- vömsamningunum. Steingrímur J.: "Halldor flýtur á bú- vörusamningnum" Steingrímur J. Sigfússon, alþingis- maður og fyrrverandi landbúnaðar- ráðherra, sagði í samtali við Bændablaðið, að margt hafi verið Halldóri hagstætt í ráðherratíðinni þrátt fyrir ýmsa erfiðleika í land- búnaði. í kosningabaráttunni {ýrir síðustu alþingiskosningar hafi hann ekki fallið i þá freistni að uppheíja sig í heimakjördæmi sínu með því að ráðast á þá nýlega gerðan bú- vömsanming eins og sumir flokks- bræður hans á landsbyggðinni hefðu gert. Af þeim sökum hafi hann átt auðveldara með að veija samninginn þegar hann var sjálfur kominn í ráðherrastólinn. Stein- grímur sagði að aðalmál Halldórs hafi í raun verið að standa vörð um þennan samning, hann sé það líf- akkeri sem landbúnaðarmálin byggist nú á. Steingrímur kvaðst ekki sjá hvemig landbúnaðarráðherra í núverandi ríkisstjóm, burtséð frá persónu Halldórs Blöndal, hefði getað haldið á málum bænda án þess að hafa þennan samning til að fara eftir. Búvömsamningurinn sé einnig ein helsta skrautfjöður ríkis- stjómarinnar þegar hún þurfi að hæla sér af spamaði í ríkis- geiranum. Jafnvel kratar vilji þá eigna sér þann hluta samningsins þótt þeir hafi samþykkt hann næstum nauðugir í fyrri ríkistjóm. Þá benti Steingrímur á að það væri nánast lán fyrir eftirmann sinn að hafa lent í þessari hörðu andstöðu við Alþýðuflokkinn í stjómarsam- starfinu. Með því hafi honum tekist að vinna sér traust bænda - það gerist nánast sjálfkrafa við slíkar aðstæður. Steingrímur sagði einnig að miðað við fortíð Halldórs þá hefði mátt ætla að honum tækist betur upp í samgöngumálum. Raunin virðist þó vera sú að hans verði fremur minnst sem land- búnaðanráðherra þótt hann hefði lítið komið að þeim málaflokki áður. Þá hafi hann borið gæfu til að ráða sér sérfróðan aðstoðarmann, sem án efa hafi ráðið honum heilt í þessum málaflokki og eigi það ákveðinn þátt í á hvem hátt honum hafi tekist til. Gunnar í Hrútatungu: "Halldor er enn að sækja sig" Gunnar Sæmundsson í Hrútatungu, formaður Búnaðarsambands Vestur-Húnvetninga og einn af for- svarsmönnum sauðfjárbænda, sagði að Halldór Blöndal hafi staðið sig vel sem landbúnaðarráðherra - mun betur en menn hafi þorað að gera sér vonir um. Hann virðist enn vera að sækja sig í þessu starfi. Hann hafi auk þess borið gæfu til að ráða sér mjög hæfan aðstoðannann sem bændur beri ákveðið traust til burtséð frá öllum pólitískum skoðunum. Þá hafi deilur Halldórs við forystu Alþýðuflokksins aukið vinsældir hans á rneðal bænda og landsbyggðarfólks. Þótt ýmsar efasemdir um áhuga og hæfni Halldórs Blöndals hafi búið í bijóstum bænda er hann tók við embætti landbúnaðarráðherra á erfiðum tíma þá virðast þær hafa eyðst að mestu. Halldór hefur á rnargan hátt tekið rösklega á málum þótt svigrúm til aðgerða hafi oft á tíðum verið miima en bændur og jafhvel landbúnaðarráð- herrann sjálfúr heföu viljað. Baráttan hefur einkennst af vöm - vöm vegna minnkandi neyslu landbúnaðarafúrða í landinu, vöm vegna milliríkja- samninga um að opna fyrir inn- flutning á búvöm til landsins og síðast en ekki síst vöm vegna há- værra krafna ýmissa aðila, þar á meðal Alþýðuflokksins og Neytendasamtakanna, um tafar- lausan innflutning á landbúnaðar- afurðum. Maðurinn sem kom á óvart Þótt nokkuð hafi brotið á Halldóri Blöndal í þessari baráttu þá hefur honum tekist að halda reisn gagnvart bændastéttinni. Hann hefúr nýtt sér búvörusamninginn til hins ýtrasta og þótt hann hafi ekki gerst talsmaður algers innflutnings á landbúnaðarvörum þá hefúr hann ætið haldið því fram að land- búnaðurimi þurfi ákveðinn að- lögunartíma til að takast á við opnari alþjóðleg viðskipti en verið hafa. í því efúi hefúr hann stundum róið gegn ýmsum straumum í eigin flokki og einnig á stjómar- heimilinu. Honum hefúr tekist að eiga vinsamleg samskipti við bændur, burtséð frá flokkspólití sjónarmiðum og nýtur þar ef til vill þess uppeldis er hann hlaut í um- hverfi ólíkra stjómmálaviðhorfa. Þegar litið er til þeirra spuminga sem koma hans í landbúnaðarráðu- neytið vöktu í hugum margra bænda, og síðan yfir feril hans í starfi í tvö og hálft ár, verður niður- staðan sú að þar fari maðuriun í ríkisstjóminni sem koinið hefur á óvart.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.