Bændablaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 12
GCTUft ftftFSVIÐ CVÐILAGT BÚJflftGlft Landsbanki íslands banki allra landsmanna IÐ HOFUM ÞORAÐ AÐ BYGGJA UPP MEÐ ÞJÓÐINNI Landsbanki íslands var stofnaöur til þess aö styöja uppbyggingu atvinnulífs og betra mannlífs um land allt. jón Sigurösson og samtíbarmenn hans vissu aö frelsi þjóöarinnar væri háö afkomu- möguleikum og aö til þyrfti sterkan banka sem heföi afl og þor. Mikilvægi bankans fyrir íslenskan landbúnaö er öllum Ijóst. 40% af öllum lánum banka og sparisjóða til landbúnaöar koma frá Landsbankanum. Á bænum Minna - Núpi í Gnúpverjahreppi telur bóndinn að rafsviö hafi valdið miklum af- föllum í sauðfjárbúskap. Á bæ einum í Vatnsdal þrifust hvorki kálfar né mjólkurkýr fyrr en komið var í veg fyrir rafsvið í fjósinu. Á sama bæ er talið að endurvarp frá sjónvarpsskjá eyðileggi orkuinnihald heyfengs af ákveðnum túnum og hamli sprettu. Dæmin eru niiklu fleiri og sum snerta beint heilsufar fólks, bæði í kaupstað og sveit. Kemtingar sem þessar eru af mörgum taldar á mörkum hins yfirskilvitlega og jafnvel hreinasta kukl. Aðrir líta á þetta sem réttmætar vísinda- kenningar, studdar aðferðum raf- magnsfræðinnar. Skaðlegt samspil rafsviða Sagt var frá lambalátinu að Miima- Núpi i Gnúpverjahreppi í Tímanum fyrir allmörgum árum og þá m.a. bent á hversu glannalega nærri bænum háspennulína frá Þjórsár- virkjunum liggur. Þá var það mat bæði bóndans og héraðsdýralæknis að endurtekinn fósturdauði lamba á bænum ætti væntanlega rót sína að rekja til rafsviðsins. Engar bætur hafa þó fengist vegna þessa og heíðbundiim búskapur er nú að mestu aflagður á Miima-Núpi, eins og víðar. Þegar Landsvirkjunarlínan var lögð árið 1970 var kúabú á Minna- Núpi en var aflagt nokkrum árum síðar og til stóð að koma upp íjár- búi. Þær fyrirætlanir gengu þó verr en skyldi því mikið var um að æmar gytu lömbunum löngu fyrir burð. Eitt vorið gutu þarrnig 109 ær af 160 sem bera áttu og má því nærri geta að sá búskapur var ekki arðsamur. Þegar fénu var hleypt út lá það tíðum á svæðum nærri lín- unni og undir henni og að nokkru tókst að verjast þessum kvilla með því að loka féð inni allan veturinn. Á síðastliðnu ári fékk Kristján Guðmundsson bóndi á Minna-Núpi til sín Brynjólf Snorrason rannsóknarmann sem hefur rannsakað rafsvið af þessu tagi um allt land. Brynjólfur mældi rafsvið bæði í útihúsum og íbúðarhúsi og tafdi umhverfrð allt mjög mengað af rafsviði, ekki einasta vegna há- spennulínunnar frá 1970 heldur væri orsakanna að leita í flóknu samspili eldri spennustöðvar, náttúrulegra rafsviða og fyrr- nefndrar háspemiulínu. Eftir mælingar sínar hefur Brynjólfur meðal annars reynt að afstýra skaðlegum rafsviðum með sérstökum rafkeflum sem hann kemur fyrir á ákveðnum stöðum. Rafvætt fjós f Vatnsdalnum í Hvammi í Vatnsdal er rekið kúa- bú en Gunnari Ástvaldssyni bónda, sem tók þar við um miðjan áttunda

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.