Bændablaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 8
4. TBL. 7. ÁRG. JÓLABLAÐ 1993 BÆNDABLAÐIÐ & LANDSBYGGÐIN Davíð Oddssyni hafi ekki verið stætt á öðru en verða við óskum hans. Um pólitískt Iff að ræða í viðtali við Steinar J. Lúðvíksson ritstjóra, í tímaritinu Mannlífi, Qallaði Halldór Blöndal um að- draganda þessara útstrikana og einnig aðdragandann að því að hann gerðist ráðherra. Hann kvað margt hafa orðið til þess að hann var strikaður út - harrn vilji ekki grennslast fyrir um það og erfi það ekki við nokkum mann. Þó hafi sú ákvörðun að viðhafa ekki próíkjör í kjördæminu fyrir þingkosningamar verið lögð út á versta veg fyrir sig. Einnig hafi bygging álvers við Eyjafjörð blandast inn í kosninga- baráttuna, þar sem hann hafi lýst því yfir að álver á Reykjanesi væri skárri kostur en ekkert álver. Þá hafi sér heldur ekki almennt tekist að skapa nauðsynlegt andrúmsloft í kringum sig til hrifa fólk með sér í pólitík. í viðtalinu við Steinar viðurkenndi Halldór að um pólitískt líf sitt hafi verið að ræða og að hann myndi hafa orðið að endurmeta stöðu sína hefði ráð- herradómurinn ekki gengið eftir. Hann neitaði því heldur ekki að formaður flokksins hafi í fyrstu ætlað sér aðra ráðherraskipan en raunin varð á. Halldór hafði stutt Þorstein Pálsson í formannsslagnum á lands- fundi skömmu fyrir kosningamar en kvaðst hafa gert Davíð Oddssyni ákveðna grein fyrir stöðu sinni og sjónarmiðum hvað stjómar- myndunina varðaði. Þannig var Halldór Blöndal orðinn land- búnaðar- og samgönguráðherra og íslenska bændastéttin beið í ofvæni eftir því á hvem hátt húmanistinn, sem sjaldan hafði hreyft við land- búnaðarmálum en því oftar látið að sér kveða í umræðum um önnur málefni á Alþingi, myndi taka á málefnum landbúnaðarins. Myndi hann láta til sín taka í starfmu og þá á hvem hátt, eða myndi hann aðeins njóta ánægjunnar af þeim frama sem fylgir ráðherradómi? Búvörusamningurinn haldreipi Halldór Blöndal tók við ákveðnu búi af forvera sínum í embætti, Steingrími J. Sigfússyni, og fyrri ríkisstjóm. Þetta bú fólst í búvöm- samningnum sem undirritaður hafði verið í febrúar 1991 og var að miklu leyti byggður á undir- búningsvinnu og ályktunum Sjö- mannanefndar. Stjómvöld vom í raun bundin af þessum samningi en með honum hafði verið ráðist í viðamiklar breytingar á starfsum- hverfi í landbúnaði. Tvö af fyrstu verkum Halldórs Blöndals í landbúnaðarráðuneytinu vöktu jákvæð viðbrögð hjá bændum. Hann lýsti því fljótlega yfir að staðið yrði við gerðan bú- vömsamning en Alþýðuflokkurinn, sem stutt hafði búvömsamninginn með hangandi hendi í ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar, taldi að í hinu nýja stjómarsamstarfi myndi skapast samstaða um að gera á honum umtalsverðar breytingar. Rikisstjóm Davíðs Oddssonar gekk raxmar svo langt að láta gera lög- fræðilega úttekt á því hvort stætt væri á að breyta þessum samningi eða rifta honum með öllu. Halldór lét þó engan bilbug á sér fmna á þessum tíma og stóð fast gegn hug- myndum um að víkja ætti írá ákvæðum búvörasamningsins. Faglærður aðstoðar- maður með rætur i landbúnaði Halldór Blöndal réð sér einnig aðstoðarmann. Sá er Sigurgeir Þor- geirsson, sem starfað hafði hjá Búnaðarfélagi íslands sem ráðu- nautur í sauðfjárrækt. Sigurgeir er menntaður búvísindamaður og á sterkar rætur í íslenskum land- búnaði. A þessum aðstoðarmanni landbúnaðarráðherra fengu margir bændur fljótt ákveðið traust því ýmis málatilbúnaður, sem hann hafði lagt hönd á í ráðaneytinu, reyndist ígnmdaður og vel unninn. Þá gerði Halldór Blöndal sér einnig strax far um að ræða við ýmsa aðila í landbúnaði, þar á meðal forsvars- menn afurðastöðva, og hirti þá ekki alltaf um hvort þeir væm flokks- bræður hans. Landbúnaðurinn sigldi fremur lygnan sjó fyrstu mánuði Halldórs Blöndal í ráðherrastól þótt ýmsir erfiðleikar væm framundan. Margir bændur vom þó hvergi sáttir við búvörusamninginn - töldu að gengið hafi verið of langt í að af- nema hina opinbera tryggingu sem þeir höfðu búið við og einnig horfðu þeir til áframhaldandi niður- skurðar á framleiðslurétti - einkum í sauðfjárrækt þegar framleiðslu- rétturinn yrði markaðstengdur. Halldór hugðist þó ekki sitja auðum höndum og á meðal fyrri verka hans var að losa um þann hnút sem tilfærsla á framleiðslu- rétti var komin í því bændum var óheimilt að stunda viðskipti með hann sín í milli. Samkvæmt ákvörðun Halldórs Blöndal sem landbúnaðarráðlierra var sala á hinu nýja greiðslumarki, sem var arftaki fullvirðisréttarins, heimiluð á milli lögbýla, þó með ákveðnum takmörkunum. GATTmálið reynir á Segja má að fyrst reyni alvarlega á landbúnaðarráðherra í ársbyrjun 1992 þegar drög að nýju GATT- samkomulagi um landbúnaðarmál em kynnt hér á landi. í skemmstu máli ganga þessi drög, sem raunar em enn til meðferðar í GATT-við- ræðunum, út á frelsi til viðskipta með búvömr og að afnema verði alla framleiðslutengda styrki til bú- vömframleiðslunnar. Á móti verði framleiðslu- löndum heimilt að setja tollaígildi á innfluttar vömr þannig að verð þeirra verði sambærilegt við inn- lenda framleiðslu. Ekki þarf að orð- lengja að bændasamtökin bmgðust ókvæða við þessum hugmyndum og létu þau boð út ganga að yrðu sam- komulagsdrögin að vemleika myndi það þýða allt að 50% verðlækkun á afurðaverði til bænda á sex ámm. Bændasamtökin kröfðust þess að ríkisstjóm íslands hafnaði þessum drögum algerlega. nm Iðfiiá 1 iB 1-f ■s BiÆWK WM mm r A Sauðaneshreppur Sveinsstaðahreppur Broddaneshreppur Barðastrandarhreppur Þingvallahreppur Lundareykadalshreppur - Skorradalshreppur Kjötvinnsla Sigurðar Olafssonar Þökkum góða samvinnu við íslenska bændur. Slöndum vörð um íslenskan landbúnað. Suðurdalahreppur tl Fellsstrandarhreppur Jólatréssala Landgræðslusjóðs Lífeyrissjóður bænda Kjósarhreppur Félag hrossabænda ístex hf. 1 1 i Brunamálastofnun 1 Bændur, hafið 12 kg. duftslökkvitæki á heimilum ykkar. >1 Kolbeinsstaðarhreppur Dragi Akureyri Eyjahreppur ' K.Á. Selfossi Rannsóknarstofnun i'.ndbúnaðarins r\ Biskupstungnahreppur Höfn-Þríhyrningur hf.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.