Skátinn


Skátinn - 01.12.1935, Blaðsíða 7

Skátinn - 01.12.1935, Blaðsíða 7
S K Á T I N N hvað þurfti að geera. Vertu viðbúinn! — já, víst um það!" Tómas hljóp meðfram hrautinni, í áttina að hliðvarðarhúsinu. Veðrinu hafði slotað að mun, svo að ho'num veittist hægra að hlaupa móti því, en úrkoman hafði aftur vaxið að sama skapi. „Jæja, ég skal hafa það", sagði haiin við sjálfan sig. „Bara að ég detti nú ekki!" En í samabili rak hann tærnar i eitthvað og datt, og rak ennið í bita undir járnbraut- inni. Hann svimaði við, en flýtti sér þó að standa upp. Hann fann, að kúla hljóp upp á enni hans. „Reyndu nú að hafa þig úr sporunum", sagði hann við sjálfan sig. „Þú ert ekki dauð- ur fyrir þessu. En ef þú slórar, getur það vald- ið dauða margra manna". Við þessa skelfilegu hugsun herti hann sig og hljóp eins og hann gat i náttmyrkrinu. En hann átti örðugra með að hlaupa en áður en bann datt. Hann stanzaði andartak til að jafna sig, og þreifaði um leið á rafmagnsluktinni, sem hékk við belti hans, og liann gat ekki annað en brosað, þrátt fyrir alvarlegar kring- umstæður, að athugasemdum frænda síns um það, hvað luktin væri stór. Lestin átti að fara frá stöðinni klukkan 22,05. Hann lýsti á úlf- liðsúrið sitt. Klukkan var 22,07! Þá gat lestin komið á hverri stundu! Hugs- anlegt var þó, að henni hefði seinkað vegna veðursins. Aldrei hafði Tómas hlaupið eins og hann hljóp nú. Hann varð að stöðva lestina! Allir þeir menn, sem á henni voru, áttu líf sitt undir honum. Ef hann brygðist. Hann varð veikur við tilhugsunina, beit á jaxlinn og hljóp eins og fæturnir gátu borið hann. En þá gerðist þetta voðalega. Þegar þessi hrausti skáti tók á því, sem hann átti til i lokasprettinn, þá rann hann á sleipri leðju og misti jafnvægið. Hann reyndi að ná því, en þá snerist vinstri fóturinn undir honum og hann steyptist á höfuðið niður af upphækkuninni, sem járnbrautin var á. Tómasi sortnaði fyrir augum og hann kenndi ógurlega til. Hann lá kaldur og votur í rennbláutu grasinu neðan við járnbrautar- upphækkunina. Hann stillti sig um að hljóða og settist upp. Gífurlegur sársauki og það, að hann gat ekki hreyft vinstri fótinn, jók á gruninn um það, sem hann óttaðist mest. Hann þreifaði í myrkr- inu á mjóaleggnum. Hann var miklu gildari en átti að vera. Svo kveikti hann á rafmagns- luktinni. Það var ekki um að villast fóturinn var brotinn. Og hann hafði engin tæki hjá sér til að binda um hann. „Ég verð víst að bíða, þangað til einhver finnur mig hér", sagði hann hryggur við sjálf- an sig. „En lestin!" Hann reis upp til hálfs, þrátt fyrir sársauk- ann. Eitthvað varð hann að gera! Hann gat að minsta kosti ekki legið þarna og horft á leslina bruna framhjá með fjölda manna, úl i opinn dauðann. Hann fór að skriða á höndunum upp á upp- hækkunina. Það gekk hægt, og sársaukinu var nærri þvi óbærilegur, þegar hann dró brotna fótinn á eftir sér. Regnið streymdi úr loftinu og lamdi hann í andlitið. Hann marði sig og hruflaði til blóðs á höndum og hné. En loks- ins komst hann þó upp að brautarteinunum - rétt í sama bili og hvellt blísturshljóð heyrð- ist úr fjarska. Tómas lá andartak kyrr og hugsaði sig um. Hvað átti hann til bragðs að taka? Blístur- hljóðið þýddi, að lestin var að renna út af stöð- inni, þrjá kílómetra í burtu. Hún mundi að vísu fara fremur hægt þennan spotta því að kröpp beygja var á brautinni hinum megin við brúna, og lestarstjórinn var vanur að fara ekki á fulia ferð, fyr en eftir þá beygju. En hvernig álti hann að stöðva lestina? Það er aðeins eitt merki, sem getur stöðvað járn- brautarlest í myrkri — rautt Ijós. Tómas sá ijósið á lestinni, fyrst eins og ör- lítinn depil, en það stækkaði og nálgaðist ískyggilega ört. Hann var farinn að heyra skröltið í lestinni. Hann svimaði og f anst ætla að líða yfir sig. Nú fálmaði hann eftir lukt- inni sinni og kveikti á henni. Bara hann hefði eitthvað rautt! „Hér er ekkert rautt!" tautaði hann. „Eitt- hvað rautt! Blóðrautt!"

x

Skátinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátinn
https://timarit.is/publication/918

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.