Skátinn


Skátinn - 01.12.1935, Blaðsíða 9

Skátinn - 01.12.1935, Blaðsíða 9
SKÁTINN aftur og loftstraumurinn, sem lék um hann hélt vatninu köldu og fersku. Þetta ferðalag var hið yndislegasta. Við vor- um engum háð, máttum halda áfram, eins og við vildum. Við vorum heppin með veður. Hit- ar með minsta móti, en sífelt sólskin og logn. Oft hituðum við okkur kaffi á heiðarbrún, eða jafnvel á fjallstindi og nutum landslagsins. Vegakort mjög fullkomin sögðu okkur allt hið merkasta um hvern stað. Hjálpárstöðvar voru víða við veginn. Þar fengum við bensin og matvöru og gistum þar oft. Sumstaðar hélt hið opinbera uppi þessum stöðvum, fékkst þar gefins eldiviður, til þess að kynda bál. Ríkið launaði þar mann, til þess að lita eftir. Þetta var gert til þess að koma í veg fyrir skógarelda. Ferðamenn héldu sig að þess- um stöðvum, i stað þess að kynda elda á víða- vangi, þar sem enginn var til eftirlits. Svona ferðir fara mjög í vöxt, og fara þær auðugir sem snauðir menn. Það voru eins og óskrifuð lög, að hver væri öðrum til }Tndis og aðstoðar á þessum ferðalög- um. Varla kom maður svo að hjálparstöð um kvöld, að ekki væru þar einhverjir, sem fögn- uðu hinum ókunna gesti og byðu lionum bálið sitt til afnota, settust hjá honum og hófu skemtilegar viðræður. Það var eins og að koma frá eyðimörku að hafi. Hvergi fann ég vínlykt af manni á þessari löngu ferð úthafanna milli, og lítið var um reykingar. Það er eins og sá flokkur manna, sem temur sér fjallgöngur og annað útilíf í guðs grænni náttúrunni hafi oft ósjálfráða óbeit á eiturnautnum. Þeir finna það vel, að það er meiri nautn að anda að sér hreinu fjallalofti en reyjarsvælu af eiturjurtum. Hið fyrnefnda er orkugjafi til örvunar og vakning- ar heilbrigði og þroska, liinu síðarnefnda fylgir deyfð og doðamók af sljófgun banvæns eiturs, seigdrepandi óvinur allrar heilbrigði. Við höf ðum haldið áf ram f erð okkar svo vik- um skif ti. Hver dagur var eins og ný opinberun, nýtt landslag, nýir bæir og borgir. Ég hafði þann sið, að koma við í hjálparstöð næstum því hvers þorps, til þess að fá bensin í bílinn. Þar fékk ég vegakorl og hafði tal af kunnugum mönnum. Ég hafði þvi nóg bensin, þó langt væri oft milli stöðva. Þó kom það fyrir, að ég nam staðar úti á þjóðvegi vegna bensinskorts. Þá leið ekki á löngu, að menn komu á eftir mér á bíl. Bíllinn nam staðar. Menn stigu út úr honum og spurðu mig hvað væri að. Gáfu þeir mér ben- sín, sem nægði til næstu stöðvar. Enga borgun þáðu þeir, þegar ég lét í ljósi þakklæti, sögðu þeir: „Pass it on". Þetta góðverk lét ég berast til annara þegar færi gafst og minntist þess þá jafnan hve feginn ég var að fá þessa hjálp- Svipað dæmi kom fyrir mig þegar bíllinn bilaði úti á þjóðvegi. Var mér þá inuan brjósts eins og þegar ég kom af eyðimörkinni og að hafinu. En nú mun komið mál að segja frá atburð- inum, sem átti að vera aðalef ni þessa máls. Ég fór snemma á fætur, eins og jafnan á þessu ferðalagi. Við höfðum gist undir stórum trjám úti í skógi, skammt frá veginum. Stór borð og sæti voru þar undir einu trénu. Við höfðum borðað þar kvöldverð áður en við sofnuðum, og skilið eftir nestið á borðinu vandlega vafið í bréf. Þegar við komum á fætur, sáum við að einhver hafði farið í nestið og borðað af ostbita. Þegar við fórum að borða, heyrðum við háan og hvellan söng ofan úr trénu. Loks kom fagur- blár fugl á stærð við þröst ofan úr trénu. Blá- fuglinn flögraði um kringum okkur, og settist loks á borðshornið, sem lengst var frá okkur og tók mjög hraustlega til matar síns, og virtist hafa beztu lyst á réttunum, svo við bárum á borð fyrir hann. Við bjuggumst til ferðar, tók- um saman farangur og renndum af stað. Blá- fuglinn sendi okkur kveðju sína ofan úr trénu. Við fórum fram hjá stórri kúahjörð. Bóndi var sjálfur að mjalta þar úti. Hann seldi okkur fulla fötu af spenvolgri mjólk og tók lítið gjald fyrir. Nú komum við inn í litla fallega borg. Það, sem einkum einkennir borgir í Ameríku, er að þær hafa breiðar og beinar götur og stór opin svæði (Parks) með grasvelli, gosbrunna, blómreiti, stór og falleg tré og borð og bekki undir. Þetta kemur af því, að borgirnar eru ungar í aldri. Sumar miljónaborgirnar eru ekki eldri en fimtíu ára. Þær hafa því margar verið skipulagðar áður en þær fór að byggjast. Þegar við komum í borgina, kom til okkar drengur, á að gizka um tólf ára að aldri. Hann bauð okkur góðan daginn glaðlega. Mér varð. starsýnt á drenginn. Hann var ímynd hreystL Framhí á bís. 11.

x

Skátinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátinn
https://timarit.is/publication/918

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.