Skátinn


Skátinn - 01.12.1935, Blaðsíða 8

Skátinn - 01.12.1935, Blaðsíða 8
SKATINN Hann kipptist við. Þarna kom það! Blóð- rautt! Hann heyrði lestina nálgast æ meir. En hugs- anir hans voru skýrar og hann var alveg ró- legur og ekki hót skjálfhentur, þegar hann dró upp vasaklútinn sinn og sjálfskeiðinginn. Svo beit hann á jaxlinn, opnaði hnífinn og risti með beitum oddinum á fótinn á sér, rétt ofan við brotið. Það var svo sárt hvort eð var, að það gat ekki versnað að mun! Svo kraup hann við teinana. Luktin hans lýsti með glóandi rauðu ljósi út í náttmyrkrið, gegn um blóðvotan vasaklútinn. Hann tók á þvi, sem hann átti til, til þess að lyfta Ijósinu sem hæzt og sveifla því fram og aftur. Tómas fór aftur að svíma. Lestin nálgaðist óðum. Blisturhljóð kvað við. Tómas hélt handleggnum uppréttum og veifaði rauða ljósinu. Loks var máttur hans þrotinn. Hann lmeig út af og misti meðvit- undina. Bjart ljós lýsli framan í Tómas, ókunnugur maður laut yfir hann, og einhverjir skuggar hreyfðust í hálfmyrkrinu í kring. „Flýttu þjer að komast eftir, lwort ekki er læknir meðal farþeganna i lestinni", var sagt í skipunarrómi og ljósið slökkt um leið. „Hafið þér engar áhyggjur út af mér. Ég verð góður eftir nokkrar mínútur", hvíslaði Tómas, og undraðist um leið, hve röddin i honum var vesaldarleg. „Var lestin stöðvuð", hvíslaði hann svo hásri röddu. „Brúin er nefni- lega ónýt". „Nú, það var það, sem að var", sagði þá einhver. „Já, lestin stanzaði, vinur minn". Og maðurinn laut alveg niður að Tómasi. En hvað var-hann nú að tauta að tauta fyr- ir munni sjer, þessi vaski skáti? „Vertu við- búinn! Villi. Ef ég hefði ekki — verið skáti — þá hefði ég — ekki vitað, hvar — ég mátti skera, án þess að — hitta á slagæð — svo að — nú geturðu séð . .. ." Röddin þraut. En það ljómaði gleðibros um varir Tómasar, þegar leið yfir hann á ný. A. S. þýddi. Litli skátinn, vinur minn. Ég hefi verið á ferð um eyðimörku. Það var hfvana, gulgrár, heitur sandur, lágar öldur og lægðir í allar áttir. Þá sjaldan að jurt sást, var Inin að deyja úr þorsta, dvergpálmar fet á hæð og kaktus. Þvílik viðbrigði að koma úr þessu ríki dauðans og niður að hafinu, þar sem lífið naut sín í fullum mæli í angandi blómaskrúði, svalandi sjávarlof ti. Engin orð geta lýst því, hve hrifinn ég var, að koma af eyðimörkinni og niður að hafinu. En samskonar tilfinning gríp- ur mig, þegar ég hitti fyrir góðan dreng. Því miður eru ekki allir drengir góðir. Sumir eru hraustir en ekki góðir, aðrir eru góðir, en ekki hraustir, en þegar ég hitti fyrir hreinan dreng, sem bæði er hraustur og góður, þá er sem jeg komi af eyðimörku ofan að hafi. Mér er sérstaklega ógleymanlegur einn dreng- ur, sem hamingjan lét mig hitta fyrir á leið minni. Og ég vil segja ykkur söguna af þeim viðburði. Það var á ferð okkar hjónanna um Ameríku, frá Kyrrahafi austur að Atlantshafi, sunnan frá Mexíkó og norður um Kanada, 11 þúsund km. ferð. Við vorum oftast tvö ein í bíl, sem við áttum. Bökin á framsætunum lögðum við niður, breiddum þar dínu, sem var aftan á bílnum á daginn. Það var ágætt rúm. Hliðargluggana höfðum við opna, en fyrir þeim þétt net, svo að eiturflugur og önnur skordýr kæmust ekki inri til okkar. Litla eldavél höfðum við með okkur. Hún brendi bensíni, sem við tókum í hana úr bílnum eftir þörfum. Kendi mér maður að ná bensíninu með mjórri gúmmíslöngu. Annar endi hennar var látinn ofan í, en hinn var sog- inn með munninum, þar til slangan var full. Þá var tekið um endann, og hann látinn ofan í eldavélargeiminn, og rann þá bensinið upp á móti úr bílnum og í vélina. Vatn fluttum við í vatnshekhim átta lítra strigapoka, sem hékk aftan í bílnuni. Hve heitt sem veður var, hélst vatnið kalt, því að þegar bíllinn var kominn á ferð, stóð pokinn beint

x

Skátinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátinn
https://timarit.is/publication/918

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.