Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Blaðsíða 5
Ávarpsorð.
SkátafélagiS Einherjar hefur nú starfaö í 20 ár. Tveir tugir ára
er skammur tími, en á skemmri tima skipasl þó oft veöur í lofli. Tutt-
ugu ára gamalt félag er engan veginn óþroskaöur unglingur, og þegar
vér litum gfir 20 ára sögu skátafélagsins Einherjar, ber margt fyrir
augu. Þar skiptast á skin og skúrir. Oft hefur félagiö notiö vorsólar-
skins, en stundum hafa líka nætt um þaö naprir hausvindar. Ávallt
hefur þó fariö svo, aö erfiöleikarnir hafa aöeins oröiö lil þess aö stæla
félagiö. Meö hverju árinu, sem liöiö liefur, hefir félaginu vaxiö ás-
megin, og á siöustu árunum hefur jmö vaxiö svo, aö litil ástæöa viröist
til a3 ugga um framtíö þess.
Vel þótti hlýöa, aö félagiö gæfi úl afmælisrit á þessum tímamótum,
}>ar sem safnaö vœri saman því markveröasta, sem á dagana hefur
drifiö. Stjórnin fól því þriggja manna ritnefnd útgáfu þessa afmælis-
rils, og áttu þessir Einherjar sæti i nefndinni: Jón Páll Halldórsson,
Gunnlaugur Jónasson og Þorvaldur Veigar Guömundsson.
Stjórn félagsins færir hér meö öllum þeim, sem stutl hafa starfsemi
þess á einn eöa annan hátt, alúöar þakkir fgrir stgrk þeirra og sluön-
ing, því aö án hans lieföi skátahregfingin átt öröugra uppdráttar hér
d ísafiröi, en raun ber vitni um. Stjórnin vill ennfremur þakka stofn-
endum og meölimum félagsins frá fgrstu tíö hin mikilvœgu störf þeirra
fgrir félagiö.
Einherjar! Vinniö vel og dgggilega aö öllum málefnum félagsins.
IJaldiö merki félagsins hátt á lofti — Sækiö á brattann — sjálfum
gkkur til blessunar og félaginu til giftu og þroska.
í stjórn skátafélagsins Einherjar:
Hafsteinn tí. Hannesson
félagsforingi
Gunnar Jónsson
aöst. fél. for.
I}orgeir Hjörleifsson
gjaldkeri
Jón Karl Sigurösson
Jón G. B. Þóröarsson
sveitarforingi
sveitarforingi
Magnús Baldvinsson
Magnús Aspelund
sveitarforingi
sveitarforingi
AFMÆLISRIT EINIJERJA
3