Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Blaðsíða 59
Sumarliðason, Haukur Ó. Sigurðsson og Helgi G. Þórðarson i
2. sveit.
Aðalfundur félagsins var haldinn í Alþýðuhúsinu 7. okt.
Ritari var kosinn Magnús Baldvinsson, gjaldkeri Helgi G.
Þórðarson og skálavörður Kristján Arngrímsson.
Á fundinum var samþykkt, að félagið segði sig úr íþrótta-
sambandi Islands. Var þetta gert með hliðsjón af ályktun,
sem gerð var á aðalfundi B.I.S. 1944, þar sem þess er óskað,
að skátafélögin taki ekki þátt i opinberum kappmótum.
1 október hyrjaði félagið á að halda regluleg varðeldakvöld
eða skemmtifundi með Valkyrjum, og var fyrsti varðeldurinn
haldinn í Alþýðuhúsinu 14. október. Tókst þessi varðeldur
mjög vel, og hafa slíkir varðeldar verið haldnir mánaðarlega
síðan.
Þá byrjaði félagið einnig að gefa út fjölritað innanfélags-
blað, sem nefnt var Varðeldar, og var Helgi G. Þórðarson
ritstjóri þess.
Nokkrir Einherjar skemmtu á 1. desember skemmtun
Kirkj ubyggingarsj óðs. Einnig var unnið að skreytingu á
Sjúkrahúsinu fyrir jólin.
1 desember var Magnús Konráðsson sæmdur 5 ára lilju
(án hrings) fyrir ágætt starf fyrir félagið.
1946
I j anúar fór Guðfinnur Magnússon norður til Akureyrar til
náms, og tók Sigmundur Sigfússon þá við stjóm Arna. Um
sama leyti tók Veigar Guðmundsson við stjóm Vala og Ólafur
Gunnarsson við stjórn Smyrla, þar sem fl. for. þessara flokka
gátu ekki sinnt fl. for. störfum vegna skólanáms.
Húsmálið var nú talsvert rætt á fundum félagsins, og á
foringjaráðsfundi 27. marz var samþykkt að skrifa bæjar-
stjórn og fara fram á að fá keypt fimleikahúsið, þegar hið
nýja fimleikahús bæjarins tæki til starfa.
AFMÆLISRIT EINHERJA
57