Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Blaðsíða 75
Séra Pétur Sigurgeirsson:
Nokkur orð til Einherja.
Það er mér mikil ánægja að fá tækifæri, til þess að senda
Einherjum kærar kveðjur og minnast þeirra með þakklæti
fyrir allt gamallt og gott. — Fyrst og fremst er það vegna
þess, að ég á svo margar hugljúfar minningar um heillaríkar
stundir innan vébanda þess félags-
skapar, og í öðru lagi er það vegna
þess, sem félagsskapurinn hefir ver-
ið fyrir mig persónulega eftir að ég
hvarf frá Isafirði og hætti að taka
virkan þátt í störfum félagsins.
Það yrði allt of langt mál, að
minnast á allar stundir með Ein-
herjum, en hvort sem ég gekk með
þeim og bar pokann minn, söng
með þeim við varðeldinn, eða sat
með þeim á fundum, þá var ég allt-
af glaður og þakklátur fyrir að vera
í hópi þeirra. — Ég minnist hinna
mörgu félaga minna, sem ótrauðir
tóku mig sem lítinn dreng og ólu mig upp innan félagsskap-
arins. -— Þar er Gunnar Andrew fremstur í flokki, enda var
hann foringinn, sem ruddi brautina og kallaði á okkur að
koma á eftir sér. — Þá minnist ég Ágústs Leós., sem var ætíð
hinn staðfasti og dyggi samstarfsmaður Gunnars og félagi
okkar. — Ég gæti haldið áfram að telja þá upp einn og einn,
þvi að skátastarfið er samtvinnað svip þeirra allra. — Þessum
mönnum er ég þakklátur, vegna þess að þeir skyldu hvað í
liúfi var fyrir hinn unga dreng, sem var að fara út í lífið.
Ég minnist þess oft hve glaður ég var, þegar lagt var af stað
AFMÆLISRIT EINHERJA
73