Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Blaðsíða 30
Flateyrar, dvöldu þar í viku, og var síðan stofnað skátafélag
þar, og var því gefið nafnið Framherjar.
Þann 8. marz minntist félagið 7 ára starfsemi sinnar með
skemmtifundi i Templarahúsinu. Heppnaðist sú skemmtun
mjög vel og varð hin ánægjulegasta, þótt litlum tíma hefði
verið varið til undirbúnings.
Keppni um Skíðagöngu-
horn Vestfjarða fór fram á
Seljarlandsdal þann 14.
apríl. Magnús Krisj ánsson
frá Einherjum vann göng-
una, en fyrverandi skíða-
kóngur, skátinn Sigurður J.
Þórólfs, varð nr. 2 og Bolli
Gunnarsson nr. 4.
Skíðavika Isafjarðar var ,
haldin um hænadagana, og
aðstoðuðu skátar mikið,
bæði með þvi að einn skáti
fylgdi hverjum flokki, sem
aðstoðarmaður um hjálp i viðlögum og auk þess skemmtu
skátar með söng á kvöldvöku vikunnar.
Fossavatnslilaupið fór fram í fyrsta sinn á annan dag páska,
og aðstoðuðu skátar mikið við það. 3 Einherjar tóku þátt í
þvi og varð skátinn Magnús Kristj ánsson fyrstur, en Sigurður
Baldvinsson nr. 3.
I maímánuði var mikið um útilegur, enda sérstaklega gott
veður og lágu margir skátar að staðaldri úti í Tungudal. Á
Uppstigningardag gengu 13 skátar á Eyrarfjall, nokkrir
skátar fóru í útilegu inn i Reykjanes, einn fór til Súganda-
fjarðar og tveir til Flateyrar.
Þann 16. júní fóru margir Einherjar í útilegu i Korpudal i
önundarfirði.
I júlimánuði ferðuðust þeir Sveinn Elíasson, Halldór Magn-
' * 4 1 ';,,í
J ■■■■■ .mmsm* IT s* t
| *
Magnús Kristjánsson
28
AFMÆLISRIT EINHERJA