Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Blaðsíða 36
B. Kristjánsson. Gunnar Andrew var df., en sv. for. R. s.
var Tryggvi Þorsteinsson. I febr. tók Sig. Sigurgeirsson við
stjórn Hrafna í stað Isaks Sigurgeirssonar.
Eftir áramótin var mikið um skíðaferðir og útilegur
og í marz sendi félagið sjö manna flokk á fyrsta lands-
mót skíðamanna, sem haldið var í Hveradölum. Þessir Ein-
herjar tóku þátt í mótinu: Tryggvi Þorsteinsson, Magnús
Kristj ánsson, Daníel Sigmundsson, Halldór Magnússon, Guð-
mundur Hallgrímsson, Sigurður J. Þórólfs og Bolli Gunnarss.
Þann 14. marz sæmdi I. S. I. félagið heiðursskildi sínum.
Þá aðstoðuðu skátar við Skiðavikuna, og voru farnar marg-
ar langferðir i sambandi við hana, m.a. til. Dýrafjarðar.
Magnús Kristjánsson (Einherjum) sigraði i göngukeppni
um Skíðagönguhorn Vestfjarða, en annar varð Einherjinn
Sigurður Jónsson. Magnús varð einnig fyrstur í Fossavatns-
hlaupinu, sem fram fór 19. apríl, Guðmundur Hallgrímsson
frá Einherjum varð þriðji. Einherjar áttu 3 af 8 keppendum.
Þrír Einherjar, Hjálmar R. Bárðarson,
Sveinn Elíasson og Hafsteinn O. Hannes-
son, sóttu Jamljoree, sem haldið var í
Vogelenzang i Bloemendal í Hollandi.
Gerðu þeir ærið „víðreist“ og sáu margt
og merlcilegt. Fóru þeir til Bergen og
Oslo og dvöldu þar i viku tíma, en héldu
síðan til Hollands, en þar var mótið sett
þann 31. júlí. Mótinu var slitið þann 9.
ágúst og héldu skátarnir þá yfir Belgíu
og áleiðis til Frakklands, en í París
dvöldu þeir nokkra daga og skoðuðu heimssýninguna. Frá
París var farið yfir Belgíu áleiðis til Þýzkalands. Frá Þýzka-
landi var haldið til Danmerkur, en síðan til Leith í Skot-
landi og Islands.
I keppninni um Riddarabikarinn sigruðu Spóar, en fl. for.
Spóa var Magnús Baldvinsson.
34
AFMÆLISRIT EINHERJA