Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Blaðsíða 80
Síðan þetta skeði eru liðin tæp 19 ár. Valhöll hefur á þess-
íim tíma verið eitt aðalheimkynni ísfirzkra skíðamanna, og á
þessum tíma hafa Einherjar sótt Valhöll heimumflestarhelg-
ar yfir vetrarmánuðina. Hún hefur veitt þeim skjól fyrir
ströngum haustvindum, stormum og hríðum. 1 19 ár hafa
Einherjar yljað sér við aringlæðurnar i Valhöll, en arineldur-
inn hefur veitt þeim birtu og yl, sem þeir ávallt munu minnast
með ánægju og sökknuði.
Allir Einherjar, hvort þeir hafa starfað lengur eða skemur,
eiga ljúfar endurminningar, sem tengdar eru við Valhöll.
Á tíu ára afmæli félagsins skrifuðu Einherjar, sem þá voru
staddir í Reykjavik: „Valhöll er eflaust orðin mörgum Ein-
herjum kær fyrir dygga þjónustu, ef svo má að orði kveða
um dauða liluti, en þegar um Valhöll er að ræða finnst okkur
meiga lýsa öllu með lifandi orðum, því að við þessa Valhöll
er tengt líf, og stöðugt endurfætt líf, engu síður en við hina
fornu Valhöll úr goðatrú feðra vorra.
Margra þeirra kvölda má minnast, þegar hópur Einherja
háði stríð við storma og hríðar í skammdegismyrkrinu.
1 Valhöll — við aringlæðurnar — höfum við nálgazt þær
stundir útileganna, sem hafa varanlegast gildi.
Kæru félagar, lítið til baka, til varðeldanna i Valhöll, bak
við hlátursköll og skopsögur munið þið finna frumþræði
bræðratengsla okkar Einherja.“
78
AFMÆLISRIT EINHERJA