Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Blaðsíða 94
Bæjarfélag, sem er auðugt af slíkum skátum, getur bjargazt
og blómgazt, þótt fátækt sé af fjármunum.
Jónas Tómasson.
Sigurður Halldórsson, bæjarstjóri:
Ég hefi ekki haft mikil kynni af starfsemi skáta yfirleitt.
En fullyrða má, að þeir Islendingar munu færri, sem ekki
liafa á einn eða annann hátt orðið góðrar viðkynningar að-
njótandi, livað félagsskap skáta viðkemur. Ég tel mig hik-
laust vera einn einstakling í þeim fjölmenna hóp, og á það
þó einkum við, eftir að ég kom hingað til Isafjarðar.
Ef ég ætti að segja álit mitt á skátafélagsskapnum í einni
setningu og dæma þar eftir þeim persónulegu kynnum, sem
ég hefi af honum haft, þá mundi ég vilja orða það eitthvað
á þessa leið :
„ I engu félagi k)rs ég fremur að eiga son minn eða dóttur,
en í félagsskap skáta.“
Betur fæ ég ekki lýst áliti mínu á umræddum félagsskap,
með fullri meðvitund um þá ábyrgð, sem á mér hvílir, sem
föður, og betri meðmæli get ég engum gefið.
Skátafélagsskapurinn er tæki, til þess að skapa nýta og
góða þjóðfélagsborgara, og það vil ég að mín börn geti orðið.
Sigurður Halldórsson.
Kjartan J. Jóhannsson, læknir:
öllum unglingum, sem einhver dugur er í, er ásköpuð þrá
til sjálfstæðra athafna, löngun til að reyna sig og sýna, hvað
þeir geti.
Skátafélögin hafa unnið og vinna hið merkasta starf, með
því að gefa þeim tækifæri, til að fullnægja þessari starfs-
92
AFMÆLISRIT EINHERJA