Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Blaðsíða 99
allra beztu sona þjóðarinnar, var full nauðsyn að taka lil
óspilltra málanna, því að margt varð að vinna. Og þótt
furðanlega hafi rætzt úr um marga hluti, er j)ó margt, sem
gera þarf, óunnið ennþá.
Allir Islendingar, ungir sem gamlir, þurfa að leggja ])ar
hönd á plóginn. 1 hvert sæti, í hvert rúm, þarf fámenna
þjóðin að hafa valinn mann, ef vel á að vera, og allir starfs-
kraftar þurfa að nýtast sem hezt má verða. Það er því um
að gera, að hver einstaklingur, hver einasti unglingur, kom-
ist sem fyrst og sem bezt af stað til þjálfunar og undirbúnings
undir hin mikilsverðu störf lífsins. Þó að sá undirhúningur,
þau störf, séu að meira eða minna leyti leikur — helzt
skemmtilegur leikur fyrst í stað — þá er það samt undir-
búningur undir annað og meira starf, starf fullorðinsáranna.
Það þarf að leggja grundvöllinn sem beztan og traustastan,
því að á hugsjónum æskunnar l)yggist framtíð og samlíf ])jóð-
arinnar við landið sem hún l)yggir — við ættjörðina. Börn og
unglingar þurfa að kynnast og kunna að meta yndi, fegurð og
tign fósturj arðarinnar.
Mikilsvirtur útlendur verkfræðingur og athafnamaður T. C.
Thomsen, sem var umdæmisstjóri Rótary-klúhhanna hæði á
Islandi og í Danmörku, árið 1939, ferðaðist þá allmikið um
landið, og skrifaði hlaðagreinar um ferðalagið, er hann kom
heim. 1 einni þessara greina, segir hann á þessa leið:
Island er eins og mikið og stórbrotið flauelstepi)i, með óend-
anlega mörguni, yndislegum, tilhreytingaríkum og síhreyti-
legum litum. I Danmörku höfum við ekki hughoð um hve
fagurt getur verið á Islandi.
Starf skátafélagamia er æskulýðsstarf. Þau vinna að því
að el'la andlegan og líkamlegan ])roska félaga sinna, og þau
standa þar að mörgu leyti vel að vígi.
Maðurinn, sem stofnaði til skátahreyfingarinnar, Baden
Powell lávarður og hershöfðingi, var margreyndur maður í
skóla lifsins, og athugull með afbrigðum. Hann álcit að ielag-
AFMÆLISRIT EINHERJA
97