Tónlistin - 01.10.1941, Blaðsíða 6

Tónlistin - 01.10.1941, Blaðsíða 6
2 TÓNLTSTIN Árni Thorsteinson tónskáld, sjötugur Eftir Hallgrím Helgason. Árni Thorsteinson er fæddur i Reykjavík 15. okl. 1870, sonur merk- ishjónanna Árna Thorsteinsonar, landfógeta, og konu lians Soffíu, fædd Johnsen. Árni setlist árið 1884 í Latinuskólann og útskrifaðist það- an 1890, fór síðan utan og hóf lög- fræðinám við Hafnarháskóla, þar sem liann tók heimspekipróf 1891. Eftir nokkur ár liælti hann lög- fræðináminu og tók að nema Ijós- myndasmíði. Að loknu því námi livarf hann aflur heim og stundaði ljósmyndasmíði í Revkjavík lil árs- ins 1918. Næsta ár gerðist liann bók- haldari lijá Sjóvátryggingarfélagi Islands og gegndi því starfi um 10 ára skeið, er hann réðist til Lands- banka íslands 1930, þar sem hann starfar enn. Aldamótaárið 1900 gekk Árni að eiga Helgu Einarsdóttur, dóltur Einars Guðmundssonar á Ilraunum i Fljótum, og hafa þau eignast fjögur hörn, 3 dætur, Soffíu, Jóhönnu og Sigríði, sem er gift Jó- lianni Sæmundssyni lækni, og einn son, Árna, sem les lögfræði. Auk þess sem Árni sjálfur varð sjötugur á síðastliðnu ári, álti hann þá einn- ig 40 ára hjúskaparafmæli og 50 ára stúdentsafmæli. Árni er af'söngelsku fólki kom- inn i báðar aettir, og hafði liann slrax í hernsku mikil kynni af söng og hljóðfæraleik, þótt nokkuð væri það þá með öðrum hætti en nú ger- ist. Móðurbróðir lians, Steingrimur Johnsen, söngkennari *við Latínu- skólann, var einn af söngfróðustu mönnum sinnar tíðar, og mun Árni iiafa haft ómetanlegt gagn af leið- Ibeiningum hans. En fyrsti vottur um tónlistargáfu Árna kemur fram, er hann, aðeins sex ára að aldri, kemur heim frá kirkju með móður sinni og vekur undrun allra við- staddra með þvi að setjasl við pí- anóið og spila eflir eyranu sálma- lög þau, sem hann hafði hevrt sung- in við guðsþjónustima; en það vill

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.