Tónlistin - 01.10.1941, Blaðsíða 10

Tónlistin - 01.10.1941, Blaðsíða 10
G TÓNLISTIN cn benda liinsvegar hógværlega en þó ákveðið á misfellur þær og ann- marka, sem lionum finnst, að hetur niættu fara. Það er sagt, að það sé erfitt að ski])a dómarasætið, og liefir Árni einnig fengið að kenna á því. Dómar hans hafa hæði verið ]>akkaðir og vanþakkaðir, og liann hefir lent i hlaðadeilum vegna þeirra en jafnan farist vel um mála- lok. Árni gegndi fyrst listdómara- starfi við blað Þorsteins Gíslasonar, „ísland“, en er „Morgunblaðið“ hóf göngu sína, rcðist hann til þess og var tónlistargagnrýnandi við það blað í fjölda mörg ár. Sem tónskáld er Árni Thorstein- son algjörlega sjálfmenntaður mað- ur. Hann liefir aldrei notið neinn- ar tilsagnar í tónfræði eða form- fræði, lög sín liefir liann aldrei sam- ið af kunnállu fræðimannsins; hann liefir alltaf skrifað eins og andinn hefir blásið honum í brjóst og ein- göngu stuðzt við sína eigin tilfinn- ingu og smekkvísi. Af því leiðir, að bann hefir eingöngu lagt stund á smærri formin og helgað sönglag- inu og kórlaginu alla síua krafta. Að því leyti er Iiann hliðstæður þýzka tónskáldinu Rohert Franz, sem einnig var sjálfmenntaður mað- ur, en Árni hefir alltaf haft sér- slakar mætur á honum. Fyrsta sönglagahefti Árna kom út 1907, 12 sönglög fyrir einsöng með undirspili, gefin út af Sigurði Krist- jánssyni. í þessu hefti eru mörg lög, sem fyrir löngu eru orðin þjóðkunn, þar á meðal „Kirkjuhvoll“, eitthvert mest sungna lag Árna, „Þess bera menn sár“, „Rósin“, „Nótt“, „Á- fram“, „Dalvisitr“ og „V’orgyðjan kemur“. Þessi lög eru öll fyrir löngu orðin eign þjóðarinnar, og þeim mun síðar verða veitt sú viðurkenn- ing að teljast í tölu þjóðlaga, eins og mörg af lögum þýzka tónskálds- ins Franz Schubert. Það er þó ekki svo að skilja, að lög Árna sverji sig í ætt við islenzk þjóðlög yfir- leitt, þau hafa flest á sér annan sVip, en vinsældir þcrira tryggja þeim fyrsta sæti i sönglagasafni Is- lendinga. Lög Árna Thorsteinsonar hera ákveðin einkenni rómantíska tíma- bilsins, enda munu þau flest mót- uð af þeim áhrifum, sem liöfund- urinn varð fyrir á Hafnarárum sin- um. Hartmanns-dýrkunin stóð á þeim árum sem hæst, en Hartmann er ímynd rómantiska tímabilsins í danskri tónlist, og á hans tínnnn náði rómantíkin einna mestum í- tökum hjá öllum þorra manna. En auk Hartmanns vöktu Norðmenn- irnir Halfdan Kjerulf og Edvard Grieg athygli Árna, og þýzku tón- skáldin Robert Schumann og Adolt’ Jensen voru honum, öðrum fremur, mikils virði. Þegar þess er gætt, hvað þá skaj)- aði líðarandann i tónlistinni, veitist auðvelt að skilja lög Árna og meta þau. Þessir tímar brutu ekki upp á neinum flóknum vandamálum, þeir reistu sér engar þrautir til að glíma við, þeir háðu ekki örvæntingar- fulla baráttu við úrlausnarefnið, þeim var fyrir mestu að gefa inn- blæstri augnabliksins lausan taum- inn, birta liann hreinan og ómeng- aðan án allra bollalegginga um fag- J

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.