Tónlistin - 01.10.1941, Blaðsíða 8

Tónlistin - 01.10.1941, Blaðsíða 8
4 TÓNLISTIN asl í náin kynni viíi mörg af stór- verkum Dana; þannig söng Stu- dentersangforeningen „Völuspá“, el'lir danska tónskáldið Johan Peter Hartmann á níutiu-ára afmæli lians, en tónverk þetla er samið fyrir karlakór og hljómsveit við texta úr Eddu. Verkið, sem mun vera eill af beztu verkum höfundarins, hafði sterk og lærdómsrík óhrif á Árna, enda mun ungum Islendingi hafa veilzt létl að skilja þetta hánorræna sagnverk öðrum fremur. Árni dáð- isl og mjög að ballettum Harlmanns, „Þrymkviðu" og „Valkyrjunni“, sem hann hafði lílillega kynnzt heima hjá Steingrími Johnsen, enda þótl ballettformið virlisl ekki geta gerl hinu heljulega efni full skil; hann hafði einnig miklar mætur á óperunni „Liden Kirsten“ eftir Lan- ge-Miiller, sem allt fram lil þessa dags hefir lialdið velli á leiksvið- um söngleikahúsanna. Þannig steðjuðu stöðugt margvis- leg, fersk áhrif og hvatningar að liinum unga menntamanni, jafnvel íhúð hans var hreytt i leiksvið og óperettu lileypt af stokkuuum. Ilanu gerðist handgenginn kunningi nótnaforleggjara í borginni, sem leigði honum hljóðfæri, og fékk daglega leyfi lil að skoða nótna- l)irgðir yerzlunarinnar og taka heim með sér það, sem honum þótti mest- ur fengur í. Fóru þá oft margar stundir í að kanna stóra stafla af margskonar nótum, sönglögum, karlakórslögum, sónötum og sym- fóníum. Þetta hlaut að valda nokk- urri truflun við lögfræðinámið; laganámið var orðið að laganámi í öðrum skilningi, sönglaganámi. Berggreen, Lange-Múller, Handel og Schumann höfðu á sínum tíma all- ir hafl sömu sögu að segja, lög- fræðin og tónfræðin höfðu barizt um þá, og tónfræðin hafði alltaf horið hærra hlut. ()g enn endurtók sig sama haráttan, og úrslitin urðu hér einnig liin sömu. Eftir viðburðarika dvöl í Kaup- mannahöfn sezt Árni að í Revkja- vík sem ljósmyndasmiður rétt fyr- ir síðustu aldamól. Jafnhliða um- fangsmikilli atvinnugrein revnist hann hugðarefni sínu trúr og gerir sér mikið far um að auka og efla tónlistarlíf liöfuðstaðarins. Og nú fyrst, eftir að hann er aftur kom- inn heim til átthaganna, verða lög þau til, sem lengst munu halda minningu hans á lofti. Árið 1901 dleyr lælrinieistari og frændi Árna, Steingrímur Johnsen, söngkennari, og eignast Árni þá fyrsta hljóðfæri sitt, pianó, sem Steingrímur hafði áður ált. Það er sennilega engin tilviljun, að Árni seniur þetta sama ár þrjú af sín- um fallegustu lögum, „Þess hera nienn sár“, „Dalvísur“ og „Kirkju- hvoll“, fyrstu fullgildu lögin, eins og höfimdu(rinn segir sjálfur. Að vísu hafði hróðir Klemenzar .Tóns- sonar, Vilhjálmur Jónsson, sonur Jóns Borgfirðings, sem numið hafði fagurfræði við Hafnarháskóla, hent honum á tvo fyrstu textana, — en ætli þessi lög hafi ekki verið eins- konar þakklætisvottur til kunnáttu- sams kennara og elskulegs ættingja? Hvernig sem því er varið, er hitt þó vist, að þessi lög marka tímamót

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.