Tónlistin - 01.10.1941, Blaðsíða 18

Tónlistin - 01.10.1941, Blaðsíða 18
14 TÓNLTSTIK ínúsík, getur ekki komizt hjá að fyllasl heilagri vandlætingu yfir slíkri meðferð. Eins eyðileggja þess- ir menn allan smekk hjá fólki, sem ef lil vill er músiklmeigt í eðli sínu, en hefir, sakir vánþroska í þessum efnum, gefið jazzinum of mikinn gaum. Og það alvarlegasta við þetta allt er það, að einmitt þessar „út- setningar“ njóta mestrar hylli hjá yngri kynslóðinni. Temu eflir Chop- in, Sehubert o. m. 11. eru þannig sungin og blístruð á götum úti af fólki, sem aldrei liefir heyrt þessi lög í sinni upprunalegu mynd. I Ivernig verður svo þessu sama fólki við, ef það skyldi nú af tilviljun lieyra l. d. E-dúr „étude“ eftir Cliop- in, sem gengur nú eins og eldur i sinu um allan jazz-heiminn! Ég get svarað þessari spurningu Iiiklaust á þá leið, að því muni þykja litið til þess koma. „Jazz-tónskáldin“ hafa séð fyrir þvi. Þetta er lang-tilfinn- anlegast í hæ eins og Reykjavík, þar sem allt vantar, sem við á að hafa, l. d. góðan konsertsal til að ala fólk upp að staðaldri við góða músík og spyrna þar með við ófögnuði sem þessum. Þó að útvarpið vinni að því að hæta smekk fólksins, t. d. með fyrirlestrum, sem sumir hafa verið með prýði, og svo náttúrlega tón- leikum, þá gel ég ekki stillt mig um að minnast á, að fyrir nokkrum dög- um heyrði ég í útvarpinu vals eftir Chopin — sem fox-trot! Með þessum línum vil ég ekki halda því fram, að jazzinn eigi ekki sinn tilverurétt. Meðan hann nýtur svo mikillar hylli, eins og raun I>er vitni, verður honum ekki neitað um Tónlistarlíf Reykjavíkur Hljómleikar höfuðborgarinnar hófust óvenjulega seint að þessu sinni, og mun breytt starfstilhögun að ýmsu leyti hafa valdið því. Fyrstu hljómléikar vetrar- og starfs- timabilsins voru helgaðir shwneskri tónlist, og hafði Tónlistarfélagið fengið Hljómsveit Reykjavíkur, undir stjórn dr. Victor von Urbant- schitsch og Árna Kristjánsson, lil þess að annast þá. Viðfangsefnin voru „Serenata“ fvrir strokhljóm- sveit eftir Tschaikowsky í fjórum þáttum, píanókonsert Chopins í f- moll og slavneskir danskar eftir Dvorak. Verk Tschaikowskys var lang-veigamesta atriðið, og fékk tilverurétt. En jazzinn á helzt að vera þar, sem hann á heima, ]). e. vera ekkert annað en jazz. Það, að jazinn er farinn að teygja sig út fyrir sinn verkaliring og fá að láni ýmsar dýrustu perlur klassiskra tón- bókmennta, sýnir aðeins, að lil eru menn, sem lítilsvirða fagrar listir, sakir þeirrar staðreyndar, að jazz- inn, þetta „bráðþroska" músík-fyrir- brigði, sem varð til upp úr síðustu styrjöld, getur ekki framar staðið á eigin fótum. Þótt ég viti fullkomlega, að ég get engu breytt i þessum efnum, vonast ég til, að flestir, sem þessar línur lesa, verði mér sammála, og gæti það ef lil vill orðið byrjun á her- ferð gegn þessari smekkleysu.

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.