Tónlistin - 01.10.1941, Blaðsíða 17

Tónlistin - 01.10.1941, Blaðsíða 17
TÓNLISTIN 13 Jazz og klassisk músík Fyrir nokkrum árum las cg i danska blaðinu „Politiken“ viðtal við Igor Stravinsky, hið heimsfræga rússneska tónskáld, þar sem liann lét svo um mælt, að jazzinn myndi skammt eiga eftir ólifað, ef eigi kæmu fram tónskáld, sem færðu hann inn á nýjar hrautir, tónskáld, sem væru þess megnug að ldása í hann því lífi, sem að eilífu myndi vara. Mér detta oft þessi orð í liug, er ég heyrði jazz spilaðan, og ég heti °ft lagt þá spurningu fyrir mig, hvort nokkurntíma ræki að þvi, að jassinn myndi veita manni þá fró- un og þann listarunað, sem sönn músík er einfær um. Þessari spurn- ingu er, að mínu áliti, að mestu levti liœgt að svara núna. Fjöldinn all- ui' aí hinum vngri tónskáldum hef- U' orðið fyrir miklum áhrifum af jazzinum, þ. á m. Paul Hindemith °S niargir fleiri, svo að þannig má e* til vill segja, að jazzinn liafi heint niúsikinni inn á nýjar brautir. En ennþá er ekki allskostar auðvell að dænia um listagildi þessara nútíma tónsmíða. Það getur tíminn einn gerl. Eg fyrir mitt leyti get ekki sætt ■nig við þessa músík; hún er að minnsta kosti ennþá allt of vfir- borðsleg til þess, að hún geti hrif- ið mann. En mér dettur heldur ekki 1 hug að afneita henni; það væri firra, sem engan ætti að henda. Það, sem ég þekki t. d. eftir Hindemith, Eftir Rögnvald Sigurjónsson. er oftast mjög vel útfært og frá tæknislegu sjónarmiði oft framúr- skarandi. En dýptina finn ég ekki; mér finnst hér frekar vera um til- raunamúsik en andlega músík að ræða (lil þess að fyrirbyggja allan misskilning, nefni ég ekki menn eins og Delmssy og Ravel, og þó sér- staklega Debussy, sem er ekki leng- ur neitt undrunarefni fyrir heim- inn, heldur eitt af mest túlkuðu tón- skáldum hans). En þá kem ég aflur að jazzinum og að þeirri hlið hans, sem iðknð er á kaffibúsunum. Jazzinn, eins og hann er i dag, er eitt áþreifanlegasta dæmi um hrörnun, sem hugsast gel- ur. Ekki er þó svo að skilja, að jassinn hafi nokkurntíma baft nokk- uð listrænt að flytja, — nei, en ]>að var bins vegar liægt að búast við þvi, að hann þróaðist með tímanum eins og hver önnur stefna. En það virðist ekki ætla að fara svo. Það. sem er mest áberandi við jazzinn i dag, er, bvað hann er alltaf meir og meir að missa fótfestuna, þ. e. a. s. fjarlægjast það að vera ekkert ann- að en jazz. Þetta er einmitt það hættulega við hann. Þeir menn, sem skrifa jazzmúsík, eru svo óskammfeilnir að stela, frá mestu tónskáldum veraldar, temum, sem þeir siðan nota sem uppistöðu i einhvern „slagarann". Þessar „út- setningar" eru þannig, að hver mað- ur eða kona, sem yndi hefir af góðri

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.