Tónlistin - 01.03.1947, Side 24

Tónlistin - 01.03.1947, Side 24
70 A TÓNLISTIN tónlistarvina, sem hittist einu sinni á viku. Einn maðurinn, sem átti stóra íbúð og ágætan flygil, léði heimili sitt til þessara músikfunda. Það var sungið og leikið á hljóðfæri, á meðan allir höfðu ánægju af, og síðan setið við tedrykkju og skemmti- legar samræður. Á öðrum stað, þar scm ég kom oft, léku húsmóðirin og tvær dætur hennar á píanó, fiðlu og celló, og þar var tónlistin stunduð af ást og kappi. Og allt þetta fólk stundaði tónlistina mcð músikgleði, sem ég held, að maður hitti óvíða fyrir annars staðar en í Vínarborg. Eins og nærri má geta, var mikið um opinher hljómleikahöld í l)org- inni, og þangað komu allir lielzlu hljómlistamenn heimsins á hljóm- leikaferðum sínum. Borgin átti mörgum fögrum hljómleikasölum á að skipa, og fólkið streymdi þang- að prúðbúið á kvöldin eða sunnu- dagsmorgna lil að hlýða á þekkta snilliuga leika á hljófæri eða stjórna hljómsveitum. Á sumrin, þegar veður var gott, var hægt að heyra fagra tónlist úti undir berum himni. Hljómleikar voru þá oft haldnir í fegurstu skemmti- görðum borgarinnar. Var þar bekkj- um raðað fyrir áhcyrendur, settir upp pallar fyrir hljómsveit og sóló- ista og seldur aðgangur eins og að hvcrjum öðrum hljómleikum. Og nutu tónverkin sín ckki síður i svo fögru umhverfi. En það kom auð- vitað fyrir, að veðurguðirnir gerðu hlustendum og leikendum grikk. Ég minnist eins kvölds, cr liætta varð hljómsveitarleik í miðju kafi, því að það hafði skyndilega dimmt í lofli, og dropar voru farnir að falla, sem brátt urðu að ausandi rigningu, svo að bæði hljómsveit og áheyr- endur urðu hið skjótasta að leita sér skjóls. En hljómleikunum var þá haldið áfram innanhúss. — Oft var leikin hin léttari Vínartónlist, sem einnig hefur gert borgina svo l'ræga og vinsæla, Vínarvalsarnir, hinir töfrandi Straussvalsar, sem auðvitað' hvergi cru leikuir eins og í Vínar- borg, því að hverjir aðrir cn Vínar- búar hafa hið rétta hljóðfall, sem varla cr hægt að læra, en verður að vcra í blóð borið. Hver kannast ekki við valsinn „An dcr schönen blauen Donau“, og hvcr hefur ckki lieillazt al' honum? Það gerir auðvifað ckk- ert lil og enginn liugsar nokkuð um, að „hin fagra bláa Dóná“ er aldrci blá. Ég hef séð hana bæði græna, gráa og skollita, cn aldrei bláa, en það gcrir ekkert til, hún cr fögur fyrir því, Jjcgar maður horfir á hana frá Kahlenberg cða Lcoi)oldsberg, hæðum í útjaðri borgarinnar, og sér hana liðast og renna, hæga og hrciða, utarlega í borginni, og skilur það vel, að Strauss gamli liafði gcrt liana bláa og ódauðlcga með því að gefa einum fegursta valsinum sínum nafu eftir hcnni. En maður þekkir ekki alla Vínár- tónlist, cf maður þekkir ekki líka gömlu, alþýðlegu sönglögin, sem sungin eru við gítar og heurigenvín á haustkvöldum, þegar Vínarbúar leita uppi vínbændurna til að skcmmla sér eina kvöldstund. Þessir söngvar, sungnir á klingjandi Vínar- mállýzku, geta oft verið hrífandi, og í þeim er svo mikið af eðli þessa

x

Tónlistin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.