Tónlistin - 01.03.1947, Blaðsíða 31
TÓNLISTIN
77
að ég hef ekkert áreiðanlegt til að
miða það við, því þó ég vildi bera
J)að saman við æðaslög í handlegg
á heilbrigðum manni fullorðnum og
segja, að hálfnóta cigi að syngjast á
tveggja æðaslaga tímahili, þá er bæði
að mér þykir sá'söngur á sálmum
heldur fljótur og hitt, að líka æða-
slátturinn mun ekki vera jafnseinn
í öllum fullorðnum mönnum, þó að
heilbrigðir séu. Eftir því sem ég get
næst komizt, mun vcra nærri lagi
að tóninum á hverri hálfnótu sé
haldið eins lengi og svarar því tíma-
bili, sem hengillinn í 8 daga sigur-
verki slær tvisvar, eður veifist einu
sinni lil og frá, og víst er um það,
að það fer allajafna betur, að sálma-
lög séu sungin heldur seint en of
i'ljótt, ef elcki heppnast að rata á
því meðalhófið.“
Hljóðlærakostur var hér á landi
fyrr á tímum mjög ófullkominn.
Langspilið norska hefur aðeins átta-
tónastigann (diatoniska skalann), og
þannig mun að líkindum íslenzka
langspilið upprunalega hafa verið.
Prófessor Bjarni Þorsteinsson segir
svo í bók sinni lslenzk þjóðlög:
„Pað virðist t. d. mjög skiljanlegt,
að hin ófullkomna fiðla og hið’ hálf-
lónalausa langspil hjá oss hafi átt
mestan þátt í því, hve fá þjóðlög vér
cigum í moll, og einnig í því, að svo
mörg lög, sem upprunalega hafa ver-
ið í moll, eru komin yfir í dúr eða
hina lvdisku tóntegund. Þær tón-
tegundir báðar, eins og allar hinar
l'ornu kirkjutóntegundir, má auð-
veldlega spila á þau hljóðfæri, sem
aðeins hafa hinn diatóniska tónstiga
en engar krómatískar nótur eða svo-
kallaða hálftóna, en því er allt öðru-
vísi varið með lög í vanalegri moll-
tóntegund“.
Seinna segir hann: „Ymsir 'þeir, er
fóru að fást við hinn nýja söng,
höfðu liorn í síðu langspilanna og
töldu þau flestöll fölsk að nótna-
skipun, þar á meðal sérstaklega Pét-
ur Guðjohnsen. Segir hann, að lang-
sj)ilin rnuni sjálfsagt eiga mikinn
þátt í því, hve sálmalögin hafi af-
bakazt með tímannm, og segisl hann
aldrei nógsamlega geta varað menn
við langspilinu.“ Þó voru margirmáls-
metandi menn á gagnstæðri skoðun
og töldu langspilið ekki aðeins skað-
laust, heldur mjög gagnlegt og gotl
hjálparmeðal til þess að geta lært
lög, er menn fengu nóteruð. Má í
því skyni henda á ummæli Benedilds
Jónssonar á Auðnum um langspilið,
seinna í sömu hók. Ilann segir svo:
„Kringum 1800 og nokkru fyrr
gekk hér manna á milli mikill fjöldi
af lögum, sem auðsjáanlega voru
ekki forníslenzk, en þó nokkurs kon-
ar þjóðlög, því enginn vissi, hvaðan
þau komu, eða gjörði sér neina grein
fyrir því, Þessi lög voru hér kölluð
„villt lög“ til aðgreiningar frá þeim
lögum öðrum, scm menn þekktu á-
reiðanlegar nótur yl'ir. Um þessar
mundir tóku að útbreiðast hér hljóð-
færi önnur en langspil, en fjöldi ung-
linga átti langspil og smíðaði ég þau
fyrir marga. Að dæmi Ara gamla
Sæmundsens voru þessi lög skrifuð
með bókstafanótum, og gengu þau
þannig manna á milli og voru í
miklu afhaldi. Eftir 18(50 fjölgaði
hér mjög fiðlum og flautum; varð
ég einna fyrstur til að útvega þau