Tónlistin - 01.03.1947, Side 33

Tónlistin - 01.03.1947, Side 33
TÓNLISTIN 79 irnir sama hlutverki að gegna og dýpstu pípur sekkjapípunnar. Það er blátt áfram einn strengur ásamt tveim viðbótarstrengjum til að gefa nokkurs konar bassasón. Þegar liljóðfærið er nálægt, lætur það frem- ur óþægilega í eyrum, en sé á það leikið í öðru herbergi og tveir í einu, eins og fyrst þegar við heyrðum það, er það mjög skemmtilegt.“ Þegar Hortense Panum var að kynna sér strengjahljóðfæri miðald- anna, tók hún sér ferð til Noregs til að hlusta á norsku bændurna leika á langspilin sin, lærði hjá þeim list- ina og skrifaði niður lögin þeirra, sem eins og flest alþýðulög gengu manna á milli, en enginn kunni að setja þau á pappírinn. 1 formála að kennslu- og nótna- bók í langspilsleik segir hún: „Leikur norsku bændanna gerði mér ljóst, hve mikla möguleika þetta bljóðfæri hefur til að glæða tónheyrn og hljóðfallsnæmi, en þó fyrsl og fremst túlkunarhæfileika, því að hægt er að leika á langspilið með næmum skilningi, og að þessu leyti stendur það framar öðrum alþýðu- hljóðfærum. Þegar ég heyrði talað um finnsku kanleluna, sem um 40 ára tímabil virtist fallin í gleymsku og dá og var svo á ný vakin og sett í sinn gamla sess sem þjóðlegt hljóðfæri, datt mér í hug að reyna bið sama með langspilið hjá okkur, þar sem ]iað áður hefur átt alþýðuhylli.“ Frk. Panum féklc ríkisstyrk og ferðaðist um meðal danskra lýðhá- skóla til að kynna langspilið. Því næst fékk hún liljóðfærasmið lil að ATHIIGASEIVID við „leiðréttingu“ í síðasta hefti „Tónlistarinnar“. „Leiðrétting“ Hallgríms Helgason- ar í síðasta hefti þessa rits, þar sem hann ræðst að ritnefndinni fyrir yf- irlýsingu hennar í næsta hefti þar á undan, er mjög villandi og að sinu leyti einstætt innlegg, svo að notuð séu hans eigin orð. Ætti að vera ó- þarft að taka það fram, að Hallgrími bar tvímælalaust að sýna ritnefnd, í handriti, allt það efni, sem tíma- ritinu barst, og' leggja það undir hennar dóm, hvað birt skyldi. Þetta lét H. H. jafnan undir höfuð leggj- ast, enda var hann alltaf andvígur slíkri ritnefnd. En þar sem mjög gætti hlutdrægni í ritstjórn hans og óskiljanlegrar óvildar í garð sumra tónlistarmála og jafnvel einstakra manna, þótti Félagi ísl. tónlistar- manna (en „Tónlistin“ er sem kunn- ugt er tímarit þess) ástæða til að „sensúrera“ ritstjórann, cn bar bins- vegar það traust til bans, að bann virti ekki að vettugi þennan vilja 1‘élagsins og sýndi nefndinni band- ritin, áður en þau færu í prent. En jafnvel ítrekaðar áskoranir um slíkt báru ekki tilætlaðan árangur. Nefnd- in, eins og raunar allir félagsmenn, mátti gjarnan afla tímaritinu el'nis. smíða langspil og útgefanda að nótnabók. Ymsir kennarar og nem- endur lýðháskólanna fengu áhuga á langspilinu og lærðu hjá benni að leika á það.

x

Tónlistin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.