blaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 6
6 innlent MHHifeAÍiÉMHH Jón Ólafsson ekki alfarinn Lumar á leikskólalóð Þráttfyriryfir- lýsingar um að Jón Ólafsson hafi selt allar eignir sínar fyrir skyndi- lega brottfór sína frá ís- landi haustið 2003 hefur nú leikskólalóð í hans eigu skot- ið upp kollinum í svokölluðu Akra- hverfi á Arnarnesi. Samkomulag hélt ekki Samkvæmt heimildum Blaðsins gerðu Jón Ólafsson og Garðabær sam- komulag þess efnis að hann gæfi bæn- um leyfi til byggingar leikskóla á lóð- inni gegn því að hann fengi að hefja byggingu á Arnarnesi árið 2002. Það gekk ekki eftir og þegar Jón fluttist til Englands seldi hann Arnameslandið en hélt eftir þessari einu lóð og er það staðfest í opinberum gögnum. Guðjón Erling Friðriksson, bæjar- ritari Garðabæjar, segir að þar á bæ sé gengið út frá því að upphaflegt samkomulag Jóns og Garðabæjar haldi þótt e.t.v. sé fullsnemmt að ræða málið. Aðspurður segir hann að ef Jón neitaði að leyfa byggingu á lóð- inni þegar þar að kæmi þá gæti bær- inn kosið að taka lóðina eignarnámi, ef þess þyrfti. Leikskólanum lofað í vikunni var byijað að selja fyrstu byggingarlóðimar þama og á heima- síðu Akralands ehf., sem sér um söl- una, er nefnt að í hverfinu sé gert ráð Jón Ólafsson. Hélt eftir einni lóð þegar hann seldi allt sitt á íslandi. fyrir 5.000 fermetra lóð undir leik- skóla með fjórum deildum. Ágúst Kr. Bjömsson framkvæmdastjóri Akra- lands tekur undir orð bæjarritara og nefnir yfirlýsingu milli Jóns og Am- arlands ehf., sem á landið í kringum leikskólalóðina, þess efnis að þessir aðilar eigi lóðina saman. „Það vita allir sem að þessu máli hafa komið, og það er auðsannanlegt, að þeir eiga þetta saman, hvað sem embættis- menn ríkisins hafa skrifað í bækur,“ sagði Ágúst. Það lítur því út fyrir að ekki sé gert ráð fyrir samþykki Jóns Ólafs- sonar fyrir byggingu á lóð sem er samkvæmt öllum opinberum gögnum hans eign. Hvorki náðist í Jón Ólafsson né eig- endur Arnarlands vegna málsins. ■ Það er auðsannan- legt að þeir eiga þetta saman Meðlimir Fornbílaklúbbsins fögnuðu hækkandi sól um helgina og hittust til að sýna sig og sjá aðra. Frábært úrval fyrir börn og unglinga af flottum baðfatnaði fyrir sumarfríið mánudagur 9. maí 2005 I blaðið 20 manns tóku þátt í skákmótinu „Teflt til sigurs með Össuri”, sem var haldið í Iðnó á laugardaginn. Birta, dóttir Össurar, stóð sig með prýði og hlaut 2'k vinning. Jón Baldvin, sendiherrann sem væntanlega snýr heim í haust, lýsiryfir stuðningi við Ingibjörgu Sólrúnu. Jón Baldvin styður Ingibjörgu Sólrúnu - Óttast ekki klofning í flokknum vegna formannskjörs „Með grein minni var ég að svara Sig- hvati, vini mínum og kollega, og biðja menn að hafa ekki áhyggjur af því þótt verið væri að kjósa á milli manna, það væri hægt án þess að kljúfa flokkinn,” segir Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra í Helsinki og fyrrverandi formaður Alþýðu- flokksins, um grein sem hann skrif- aði á dögunum og birtist á heima- síðu framboðs Ingibjargar Sólrúnar. Greinina mátti túlka sem stuðning Jóns Baldvins við Ingibjörgu Sól- rúnu í formannsslag hennar og Öss- urar Skarphéðinssonar. Áður hafði Sighvatur Björgvinsson, annar fyrr- verandi formaður Alþýðuflokksins, skrifað grein í Morgunblaðið þar sem hann lýsti yfir stuðningi við Óssur. Jón Sigurðsson, fyrrverandi iðnað- arráðherra, skrifar svo grein í Morg- unblaðið síðastliðinn miðvikudag þar sem hann hvetur Samfylkingarmenn til að styðja Ingibjörgu Sólrúnu. Spurður þess hvort þama væri um að ræða samantekin ráð þeirra nafn- anna hló Jón Baldvin og sagði: “Það er augljóst mál að við nafni minn getum komist að sameiginlegri niður- stöðu hvor í sínu lagi.” Meira vildi Jón Baldvin ekki segja um formannskosningarnar í Samfylk- ingunni en þegar hann var spurður hvort hann hygði á endurkomu í ís- lensk stjómmál svaraði hann stutt og laggott: “Enginn veit sína ævina.” Heimildir Blaðsins herma að Jón Baldvin láti af embætti sendiherra í Helsinki í haust og snúi þá heim, hugsanlega á hinn pólitíska vígvöll. Umsókn tryggir eKKi vinnu Á laugardaginn fyrir viku rann út umsóknarfrestur hjá Vinnumiðl- un ungs fólks en á þeim rúmu tíu vikum sem opið var fyrir umsókn- ir sóttu tæplega 2.500 manns um þau 1.000 störf sem í boði eru. Með sérstakri fjárveitingu verð- ur þó hægt að bæta við u.þ.b. 400 stöðum í viðvbót svo ljóst er að rúmlega 1.000 ungmenni þurfa að leita á önnur mið. Jón Baldvin Hannibalsson 40 milljónir myndu gjörbreyta ástandinu „Biðlistar eftir meðferð á sjúkrahús- inu Vogi hafa verið að lengjast frá ára- mótum og er nú 4r-6 vikna bið eftir plássi,” segir Þórarinn Tyrfingsson yf- irlæknir. Þetta má rekja til breytinga sem urðu á rekstri sjúkrahússins um áramótin en þá var m.a. hætt með bráðameðferðir sökum fjórskorts. SÁÁ rekur Vog með þjónustusamn- ingi við íslenska ríkið og útseldri þjónustu en SÁÁ greiðir upp halla af rekstrinum. Þórarinn segir að meira fé þyrfti í reksturinn til þess að vel mætti vera. Um 70% sjúklinganna eru með áfengissýki. Átta hundruð manns, flestir á aldrinum 20-30 ára, koma á Vog vegna kannabisneyslu en marg- ir þeirra eru einnig í meðferð vegna annarra ólöglegra efna, aðallega örvandi efna á borð við amfetamín, kókaín og E-pillur. Neysla á þessum efnum hefur verið að aukast jafnt og þétt síðustu órin. Þórarinn segir vera talsvert um neyslu á vímuefhum með sprautiun í Reykjavík. Hann fái um 100 ný tilfelli á ári og í heildina séu það ó milli 400 og 500 manns sem fari þessa leið að vímunni. Aðspurður um hvað þyrfti til að bæta meðferðarúrræði segir Þórarinn að helst vanti bráðameðferðina aftur og eins að eftirmeðferð mætti auka, þetta sé spurning um magn og gæði. Fyrir 40 milljónir væri hægt að færa mjög margt til betri vegar. Góðar aðstæður slæmar *«r—1 „Með sumrinu og betri aðstæðum fyll- ast ökumenn falskri öryggistilfinn- ingu og við það þyngist bensínfótur- inn á mörgum,“ segir Einar Magnús Magnússon á Umferðarstofu. Þrjú alvarleg bílslys urðu fyrir helgi og þar af tvö þar sem ökumenn áttu ekki afturkvæmt. Eftir vetur sem var laus við banaslys ó tólf vikna tímabili hafa sjö manns látist í umferðarslys- um undanfamar tíu vikur. Einar bendir á að langflest alvarleg slys verða í dreifbýli og er orsökin rakin til þess að þegar húsum fækkar og umferð minnkar eiga ökumenn það til að gleyma sér. Einar talar einn- ig um fjölda slysa innanbæjar sem tengja mó til símamals ökumanna án handfrjáls búnaðar. Þeir sem ekki hafa áhyggjur af slysahættu vegna símanotkunar sinn- ar ættu að vita að hvem sólarhring góma laganna verðir fjóra til sex ökumenn talandi í síma ón nauðsynlegs búnaðar. Við- urlögin eru um 5.000 krónur, auk þess sem einn punktur er færður í ökuferilsskrá. ■ Með sumr- inu þyngist bensínfót- urinn á mörgum

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.