blaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 31
mánudagur 9. maí 2005 ! blaðið
31
Raikkonen vann í Katalóníu
- Yfirburðasigur Finnans í Formúlu 1 á Spáni
vbv@vbl.is
Finninn Kimi Raikkonen á McLaren kom, sá og
sigraði í Formúlu 1 kappakstrinum sem fór fram
í Barcelona á Spáni í gær. Allra augu beindust
að Renault-piltinum Femando Alonso sem er
dýrlingur Spánveija en hann hafði fyrir keppn-
ina í gær unnið þrjár af fjórum fyrstu keppnum
vetrarins. Raikkonen hafði gríðarlega yfirburði
í Katalóníu-kappakstrinum og kom í mark 27
sekúndum á undan Alonso, sem varð annar.
Jarno Tralli á Toyota varð í þriðja sæti og Ralf
Schumacher, einnig á Toyota, lenti í fjórða
sæti. Heimsmeistarinn Michael Schumacher,
sem ekur á Ferrari, hætti keppni þegar hjól-
barði sprakk hjá honum öðru sinni í kappakstr-
inum. Það má segja að Ferrari-menn hafi verið
niðurlægðir í gær þar sem Rubens Barrichello
var heilum hring á eftir Raikkonen. Femando
Alonso er enn með örugga forystu á toppnum
með 44 stig í keppni ökumanna en Jarno Tralli
er annar með 26 stig. Kimi Raikkonen er svo í
þriðja sæti með 17 stig. Michael Schumacher
hefur aðeins 10 stig. í keppni bílaframleiðenda
hefur Renault forystu með 58 stig, Toyota er i
öðru sæti með 40 stig og McLaren í þriðja sæti
með 37 stig. Ferrari hefúr aðeins 18 stig þegar
fimm keppnum er lokið.
Raikkonen fagnar sigri.
Pilkington er farinn heim
Joel Pilkington, sem verið hefur til
reynslu hjá Val í knattspyrnu, er farinn
heim til Englands. Pilkington, sem er
22ja ára, er miðjumaður og Valsmönn-
um leist ágætlega á pilt. Hann fékk
skyndilega mikla heimþrá og vildi kom-
ast heim til unnustu sinnar og fjölskyldu
sem allra fyrst. Það verður því ekkert úr
þvi að Pilkington, sem kom frá Burnley,
verði með Val í sumar.
__________________________m
Mourinho ætlar
að kaupa þrjá
Jose Mourinho, framkvæmdastjóri
enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea,
hefur gefið út að hann ætli að reyna að
kaupa þrjá toppieikmenn fyrir næstu leik-
tíð. „Það sem skiptir mestu máii til að
verja titilinn á næstu leiktíð er að halda
öllum lykilmönnum liðsins og bæta svo
við nokkrum góðum mönnum," sagði
Mourinho við fréttamenn. Fastlega er
búist við að Chelsea bjóði í Steven Gerr-
ard, leikmann Liverpool, og svo annan
hvorn þeirra Ashley Cole, leikmann
Arsenal, eða Gianluca Zambrotta, leik-
mann Juventus. Mourinho hefur sagt að
vinstri bakvarðarstaðan sé vandamál hjá
Chelsea og úr því ætlar hann að bæta.
TREK 3700 - dömu/herra
rW’uQ/ si!fur Verö kr. 29.990,-
fjolublatt / silfur
Ijósgrænt / silfur
TREK Navigator 100 - dömu/herra
Litir: B'átt / siifur Verð kr. 34.521,-
svart/silfur
TREK 7100 - dömu/herra
Litir: Rautt / silfur Verð kr. 34.846,-
matt gull / matt grænt
ÖRNINNP9
STOFNAÐ 1925
Skeifunni 11 d Sími 588 9890
Verskstæði Sími 588 9891
www.orninn.is
TREK7100
Stell: Alpha ál
TRtK 3700
Stell: Alpha ál
TREK Navigator 100
Stell: Alpha ál