blaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 35

blaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 35
blaðið I mánudagur 9. maí 2005 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 B.l. 12ára ★ ** TV Kvikmyndir MELINDA « Orlando Bloom, Liam Neeson og Jeremy Irons fara á kostum i episkri stórmynd. Missið ekki af mögnuðustu mynd ársins! KlNGOOM of HtAVEN FRÁ LEIKSTJÚRA DIE ANOTHER DAY V THE NEX TLEVEL & Sýnd kl. 5.45 og 8 Sýnd kl. 6 m/isl. tali Cln Good ^ omp any Sýnd kl. 8 og 10.30 Sýnd kl. 10.15 8.1.14 ára Riclley Scott, leikstjori Gladiator, færir okkureii mynd árSins! 'RiiNono/xf of HE/^/ENJ 1 RÁ 1 1 1 KST| O K A Gl ADIATOk Sýnd kl. og 9 & m ásá | 0‘ 1 Hl Nl -1 1 1 : \/ 1 1 Downfalj/ Sýnd kl. og 9 FRA LEIKSTJDRA DIE ANDTHER DAY irrr Aðrar myndir i sýningu: Bad Education - Sýnd kl. Hotel Rwanda - Sýnd kl. og Sýnd kl. 8 og 10.15 House of the Flying Daggers Sýnd kl. 10.15 400 kr. i bíó! Glldlr i allar sýnlngar merktar með rauðu Múslimar og kristnir í striði um yfirráð yfir Jerúsalem Kingdom of Heaven Enn eitt meistaraverk Ridleys Scotts steinunn@vbl.is Aðdáendur Ridleys Scott hafa beðið óþreyjufullir eftir næstu stórmynd leikstjórans sem gerði myndir á borð við Black Hawk Down og Gladiator. Nýjasta afrekið, Kingdom of Heaven, er komið í kvikmyndahús. Aðalhetj- an, sem Orlando Bloom leikur, leggur upp í krossferð til Jerúsalem til þess að fá fyrirgefningu synda sinna. Músl- ímar og kristnir höfðu getað lifað í sátt og samlyndi á svæðinu í kring- um borgina heilögu en brátt fer að ólga á yfirborðinu. Valdabarátta fer að hreiðra um sig í huga mannanna sem endar í trúarbragðastríði og blóð- ugum bardögum þar sem engum er hlíft. Ridley Scott nær að koma boð- skapnum ágætlega til skila og ég var ánægð að sjá að kristnum mönnum var ekki hampað á kostnað múslíma þegar trúardeilan óendanlega er tek- in fyrir. Kingdom of Heaven er flott mynd í flesta staði þó að henni svipi til margra mynda sem gerðar hafa verið undanfarin ár. Þó að sagan sé að mínu mati örlítið of einfólduð fá áhorfendur að sjá það sem stórmynd þarf að hafa. Kindom of Heaven er ágætis afþreying, en lítið meira en það. Leikstjóri: Ridley Scott Aðalhlutverk: Oriando Bloom, Eva Green, Jeremy irons, Brendan Gieeson o.fl. ’ -H/ , 'V’ ' iSl / Jennifer Lopez JaneFonda MONSTER«í-LAW wwMcmoiMcnnLM-A'Mii COMINGSCXJN ':•* Klikkaður fyrrverandi gefur innblástur Jane Fonda greindi frá því fyrir stuttu að það hefði verið fyrrverandi maður hennar, Ted Turner, sem hefði gefið henni innblástur fyrir fyrsta hlutverk sitt í 15 ár. Fonda leikur Violu Fields, tengdamóður frá helvíti, í myndinni Monster-In-Law sem er væntanleg hingað til lands á næstunni. Myndin flallar um tengdamóður sem gerir aUt til að losna við tengdadóttur sína og eru það Jennifer Lopez, Jane Fonda, Michael Vartan og Wanda Sykes sem fara með aðalhlutverk myndarinnar. Ted Turner er einn stofnenda CNN og voru þau Fonda gift í nær átta ár. Fonda segist hafa lært á þeim áratug sem þau voru saman að það er hægt að vera nett klikkaður en samt elskulegur. Sólveig Samúelsdóttir á sviði Lokaútskriftartónleikar LHÍ í kvöld klukkan 20 í íslensku Óperunni Tónlistardeild Listaháskóla íslands mun ljúka útskriftartónleikaröð sinni í kvöld í íslensku Óperunni þar sem fram kemur Sólveig Samúels- dóttir mezzósópran. Sólveig hóf söng- nám við Söngskóla Reykjavíkur 1997 og kláraði þaðan vorið 2002. Þá um haustið byijaði hún í Tónlistardeild Listaháskóla íslands og lýkur þaðan B. Mus. gráðu í söng í vor. Sólveig syngur einnig um þessar mundir í Apótekaranum eftir Haydn. Á efnisskrá tónleikanna verða m.a. sönglög og aríur eftir Purcell, Bizet, Ture Rangström, Sibehus, Dvorák, Jórunni Viðar, Richard Strauss, Joaquín Rodrigo og Tchaikovsky. Meðleikari á tónleikunum er Antonia Hevesi á píanói. Leikarar án handrits! Leikstjórinn Mike Leigh greindi ný- lega firá því í viðtali að við tökur á myndinni Vera Drake hefðu leikar- ar myndarinnar ekki vitað söguþráð myndarinnar. Það hefði gert það að verkum að svo vel tókst til. Mynd- in fjallar um húsmóður í Englandi á sjötta áratugnum sem ólöglega hjálpar konum að eyða óæskilegum fóstrum. Aðalleikkona myndarinnar, Imelda Staunton, var sú eina úr leik- hópnum sem vissi söguþráð mynd- arinnar en var þó ekki komin inn í hann fyrr en langt var liðið á tökur. Leigh vann með leikurunum í sex mánuði áður en tökur hófust við að byggja upp karakterana. Var haft eft- ir honum að leikarar megi ekki vita meira um karakterinn sinn en persón- an sjálf. Því vildi hann að söguþráður myndarinnar kæmi leikunmum jafn- mikið á óvart og það kom persónun- mn í myndinni í opna skjöldu. Mynd- in skilaði Leigh Bafta-verðlaununum og tveimur Óskarstilnefningum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.