blaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 10

blaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 10
10 erlent mánudagur 9. maí 2005 I blaðið Stríðsloka minnst bladid@vbl.is Minningarathafnir í tilefni þess að 60 ár eru frá lokum síðari heimsstyij- aldar voru haldnar víða um Evrópu í gær. George Bush Bandaríkjaforseti og Laura kona hans, vottuðu fölln- um hermönn- um í Hollandi virðingu sína en í Margra- ten, nálægt Maastrict, er einn stærsti grafreitur bandarískra hermanna í Evrópu. Karl Bretaprins lagði blómsveig að minnismerki óþekkta hermannsins í miðborg Lund- úna. Hundruð fyrrverandi hermanna tóku þátt í athöfninni. Kamilla eigin- kona hans fylgdist hins vegar með af nálægum svölum. Síðdegis í gær voru síðan tveggja klukkustunda langir tónleikar í miðborg Lundúna þar sem listamenn eins og Will Young, Katie Meula og Vera Lynn komu fram. í Þýskalandi tóku þúsundir manna þátt í kertaathöfn á laugardagskvöld. I gær var lögreglan hins vegar viðbú- in óeirðum því talið var að nýnasistar myndu láta til sín taka. Hafnar ráðherraembætti bladid@vbl.is Hisham al-Shibli hefur hafnað boði um að verða ráðherra mannrétt- indamála í ríkisstjórn íraks. Hann segir að það að hann sé súnní músl- ími hafi ráðið vali sínu. Shibli seg- ist hafa verið tilnefndur án þess að rætt hafi verið við hann áður. Hann segist alfarið vera á móti því að ráð- herraembættum skuli vera skipt á milli ólíkra trúarhópa. íraska þing- ið hefur samþykkt tilnefningar sex annarra ráðherra en ríkisstjórnin er í raun óstarfhæf þremur mánuð- um eftir að kosningum lauk. Hjúkrunarkona Hitlers rýfur þögn sína bladid@vbl.is Eftir sextíu ára þögn hefur hj úkrun- arkona Hitlers stigið fram og sagt frá kynnum sínum af foringjanum. Ema Flegel er 93 ára og andlega hress. Blaðamaður Guardian náði tali af henni á dögunum og í viðtali fór hún fögmm orðum um Hitler, sagði hann hafa haft mikla persónu- töfra og verið sérlega valdsmanns- legan. „Hann var alltaf kurteis og töfrandi,“ segir hún. Eva Braun fær ekki jafngóða einkunn en Fleg- el segir hana hafa verið algjörlega litlausan persónuleika: „Hún skipti engu máli, enginn bjóst við neinu frá henni.“ Flegel bætir því við að menn hafi tekið næri sér þegar hundur Hitlers dó en enginn hefði fyllst sorg vegna sjálfsmorðs Evu Braun. Hjúkmnarkonan sparar hins vegar ekki hrósið þegar kem- ur að Mögdu Göbbells, eiginkonu áróðursmeistara Hitlers, sem hún segir hafa verið framúrskarandi manneskju, annað en hægt sé að segja um Göbbels sem enginn hafi kunnað vel við. Adolf Hitler. „Hann var alltaf kurteis og töfrandi,“ segir hjúkrunarkona hans. Eva Braun. Sögð litlaus persónuleiki. Hefði átt að þyrma börnun- um Þegar ósigur nasista var ljós eitraði tannlæknir Mögdu fyrir bömum þeirra Göbbels að ósk hjónanna. Bömin vom sex, á aldrinum 4-12 ára, og foreldramir sviptu sig h'fi seinna um kvöldið. Flegel segir bömin hafa verið jmdisleg og að það hafi verið vitfirring að þyrma ekki lífi þeirra: „Hitler þótti vænt um þau, drakk heitt súkkulaði með þeim og leyfði þeim að nota baðkar sitt.“ Flegel dvaldi í byrgi Hitlers síð- ustu dagana sem hann lifði. Hún segir að á nokkmm dögum hafi farið að stórsjá á Hitler sem hefði skyndilega elst um 15-20 ár. „Hann tók að skjálfa mikið og átti erfitt með gang,“ segir hún. DAGAR ÍSLENSKS PRENTIÐNAÐAR 22. OG 23. SEPTEMBER 2005 Efnt verður til glæsilegrar ráðstefnu fimmtudaginn 22. september undir yfirskriftinni - Frá hugmynd til markaðar - en þar munu virtir innlendir og erlendir fyrirlesarar halda erindi. Að auki verður efnt til margvíslegra viðburða en dagskráin verður nánar kynnt síðar. Samtök iðnaðarins efélag bókagerðar- manna Prenttæknistofnun Þekkti sjálfa sig í Der Unter- gang Vitnisburður Flegel um kynnin af Hitler og dvölina í byrginu hefur hvergi birst áður. Hún segist aldrei hafa hugsað sér að skrá endurminn- ingar sínar því hún vilji ekki setja sjálfa sig í sviðsljósið. Hún býr nú á hjúkrunarheimili og þar horfði hún á myndina Der Untergang. „Ýmis smáatriði em röng en heildarmynd- in er rétt,“ segir hún. „Ég þekkti þar meira að segja sjálfa mig sem hjúkrunarkonu."

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.