blaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 22
mánudagur 9. maí 2005 i blaðið
fflííWElD
Bókverkastofa
Gunnars
Otrúlegt
hugmyndaflug
Útskriftarsýning Listaháskóla
íslands var opnuð með pompi og
prakt á laugardaginn og mátti þar
sjá að skólinn hefur alið af sér stór-
an hóp skapandi fólks. Sýningin,
sem stendur til 29. maí í Listasafni
Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum, var
einstaklega litrík, forvitnileg og
skemmtileg en þar sýna nemendur
úr myndlistardeild og hönnunar- og
arkitektúrdeild skólans afrakstur
þriggja ára náms síns. Nemendumir
nota efhi úr öllum áttum og setja
saman nýstárleg verk sem allir ættu
að hafa gaman af að skoða. Mikil fjöl-
breytni einkenndi sýningarsalina,
þar sem skoða mátti stuttermaboli,
myndaalbúm á veggi, fatalínu með
ádeilu á fiskveiðar, harðfiskum-
búðir, sjálfsmyndir og margt, margt
fleira. Sýningin er opin ffá 10-17
alla daga og aðgangur er ókeypis.
Útskriftarsýning nemenda úr
Listaháskóla íslands á Kjarvalsstöðum
Garðurinn allt árið
Fyrsta bókin í nýrri ritröó frá
Sumarhúsinu 02 sarðinutn
Garðurinn allt árib er ætlu6 öllu
áhugafólki um garðrækt. í
bókinni er að finna samantekt
á öllu því helsta sem garð-
eigendur þurfa að vita um
gróðurinn í garðinum og
umönnun hans.
Aðeins kr. 2.450
Áskriftarverð kr. 1.990
Fæsf í öllum helsfu bókaverslunum
Listaháskólinn útskrifar núna í fyrsta
skipti nema í arkitektúr og módel þeirra
eru til sýnis á Kjarvalsstöðum. Þar má
sjá nýjan grunnskóla, almenningsbóka-
safn og heilsugæslustöð svo nokkuð
sé nefnt.
Unnur Ýrr tekur fyrir orðið femínisti í útskrift-
arverkefni sínu í grafískri hönnun. „Ungar
stelpur nú til dags vilja ekki láta kalla sig
femínista því að hugtakið hefur fengið á
sig neikvæðan stimpil. Með þessu vil ég
sýna að það er hægt að ganga í bleiku og
háhæluðum skóm og samt vera femínisti,"
segir hún aðspurð um hugmyndina á bak
við verkið.
Nemar úrfata- og textílhönnun bjóða
sýningargestum upp á fjölbreyttar flíkur
úr ólíkum efnum og héldu þeir glæsilega
tískusýningu á opnun sýningarinnar á
laugardaginn. Hér á myndinni má sjá
eina af þeim flíkum sem Berglind Laxdal
hannaði.
Á svæði myndlistar-
deildarinnar mátti sjá
margt áhugavert.
Hugmyndin á bak við
línu Sunnu Daggar
eru endurvinnanlegar
flíkur sem eiga sér
persónulega sögu eða
gamlar minningar. Nú
er til dæmis hægt að
gefa brúðarkjólnum
hennar ömmu nýtt líf
og endurnýta hann
í belti, vettlinga eða
barnaföt. Möguleikarn-
ir eru endalausir en
sagan fylgir með.
„íslendingar eru miklir
þjóðernisvinir en það á
líka við um hverfin sem
þeir búa í,“ segir Björn
Þór þegar hann er
spurður um hugsunina
á bak við verkið sitt
um byggðarmerking-
ar í Reykjavík. Með
merkingunum vill hann
ýta undir hverfastolt
Reykvíkinga og fær
hvert hverfi því sína
eigin merkingu.
fchZL ' ■ V-*'' '.‘Sti'. > *
Myndefnið sem Davíð Kristófer notar á
stuttermabolina sína eru sneiðmyndir af
eigin heila. Myndin var tekin þegar hann
var með æðagúlp, sem með kraftaverki
tókst að fjarlægja, og því fannst honum
tilvalið að nýta hann í útskriftarverkefnið.
Allir bolirnir eru einstakir en hafa það
sameiginlegt að æðagúlpurinn prýðir
hvern og einn.
Uppáhaldshluturinn
.Uppáhaldshluturinn minn er
klukka sem við María keyptum í
Sarajevo seinasta sumar,“ segir
Sölvi Blöndal, forsprakki Quarashi,
þegar hann er beðinn um að velja
uppáhaldshlutinn sinn á heimil-
inu. „Sarajevo er ein magnaðasta
borg sem ég hef heimsótt og þessi
klukka minnir mig alltaf á hvað það
var gaman þar. Það sem gerir hana
einkar skemmtilega er að þetta er
ekki bara klukka heldur líka mynd
af Ka"ba, sem er helgasti samkomu-
staður múhameðstrúarmanna í
heiminum," segir Sölvi þegar hann
er inntur eftir því hvers vegna
hann valdi þennan hlut. Ka"ba er
samt ekki eina ástæðan íyrir að
klukkan er í uppáhaldi hjá honum
því að hún glitrar eins og ljósaskilti
árið um kring, sem honum finnst
koma sér mjög vel í skammdeginu.
,Síðan má ekki gleyma því að þetta
er klukka og hún hefur oft og mörg-
um sinnum hjálpað mér að mæta
á réttum tíma, og fyrir það er ég
mjög þakklátur," bætir Sölvi við að
lokum.
Vertu med frá upphafi. Áskriftarsími 586 8005
Sumarhúsiö og garðurinn • Siðumúla 15 • rit@rit.is