blaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 30

blaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 30
mánudagur 9. maí 2005 ! blaðið 30 íþ Valurdeildar- bikarmeistari Valsstúlkur urðu á laugardag deildarbik- armeistarar í knattspyrnu þegar þær burstuðu KR 6-1 í úrslitaleik. Staðan í hálfleik var 3-0. Nína Ósk Kristinsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir Val, Málfríður Sig- urðardóttir, Laufey Ólafsdóttir og Dóra María Lárusdóttir skoruðu eitt mark hver fyrir íslandsmeistara síðasta árs. Hrefna Jóhannsdóttir skoraði mark KR. Þetta er í annað sinn sem kvennalið Vals sigrar í deildarbikarnum í knattspyrnu. Þór vann Val Þór vann Val á laugardag í minningarleik um Guðmund Sigurbjörnsson, fyrrum formann Þórs, en leikur liðanna fór fram á Akureyri. Það var Jóhann Traustason sem skoraði markið eftir um hálftíma leik. Leikurinn fór fram í Boganum og var ágætlega sóttur. Martins til Spurs? Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham eru að undirbúa 13 milljón sterlingspunda tilboð í Obafemi Martins, sem leikur með Inter á (talíu. Obafemi, sem er tvítugur að aldri, þykir einhver alfljótasti framherjinn í boltanum núna. Roberto Mancini hefur verið að gera hos- ur sínar grænar fyrir Stephen Makinwa sem leikur með Atalanta og þykir um margt mjög líkur leikmaður og Martins. Almennt er ekki búist við að Inter taki tilboði Tottenham og að Spurs verði að hækka sig þónokkuð ef Martins eigi að fara til Lundúna. NBA boltinn Dallas Mavericks burstaði Houston Rockets 116-76 í sjöunda leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-körfu- boltans. Dirk Nowitski og félagar mæta Phoenix Suns í næstu umferð en þar leikur Steve Nash sem lék um árabil með Dallas. Nash var um helgina valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar í vetur en hann hefur stjórnað liði Suns af mikilli snilli. I hinni viðureign undanúrslita Vest- urdeildar mætast San Antonio Spurs og Seattle Supersonics. I undanúrslitum Austurdeildar mætast Miami Heat og meistarar Detroit Pistons leika gegn Indi- ana Pacers sem sló út Boston Celtics um helgina með því að vinna á útivelli í sjöunda leik með 70 stigum gegn 97. FjórirNorðurlanda- meistarar í júdói Við íslendingar eignuðumst á laugardag fjóra Norðurlandameistara í júdói. Þor- valdur Blöndal sigraði í opnum flokki. Gígja Guðbrandsdóttir fékk gullverðlaun í mínus 70 kg flokki og varð í 3. sæti í opnum flokki. Þormóður Árni Jónsson sigraði í plús 100 kg flokki og Vignir Stefánsson sigraði svo i mínus 81 kg flokki. Birgir Benediktsson varð í 2. sæti í opnum flokki. Jósef Birgir Þórhallsson varð í 3. sæti í opnum flokki. Margrét Bjarnadóttir og Katrín Ösp Bjarnadóttir fengu bronsverðlaun í mínus 63 kg flokki. Guðmundur Gunnarsson varð svo í 3. sæti í plús 100 kg flokki og Sæv- ar Már Jónsson fékk bronsið i mínus 81 kg flokki. Eiður Smári fékk gullpeninginn - á laugardag fyrir sigurinn í ensku úrvalsdeildinni vbv@vbl.is Liðsmenn Chelsea fengu á laugardag afhentan bikarinn og gullverðlauna- peninginn fyrir sigurinn í ensku úr- valsdeildinni á leiktíðinni 2004-2005. Chelsea hefur haft fádæma yfirburði í deildarkeppninni í vetur og þegar liðið á tvo leiki eftir er Chelsea með 91 stig í langefsta sæti. 28 sigurleikir, sjö jafntefli og aðeins einn tapleikur er staðreynd eins og málin standa nú. Vamarleikur liðsins hefur verið frá- bær í vetur en Chelsea hefur aðeins fengið á sig 13 mörk. Einhver spek- ingurinn sagði einhvem tíma að til að vinna titla yrði að leika góða vöm. Það sannaðist best hjá Chelsea í vet- ur, sem vann Charlton 1-0 á laugar- dag með marki frá Claude Makelele á 90. mínútu. Eiður Smári Guðjohn- sen var að vanda í byijunarliði Chels- ea og lék allan leikinn en Hermann Hreiðarsson var ekki með Charlton að þessu sinni. Everton er á góðri leið með að tryggja sér fjórða og síðasta sætið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð en Everton vann Newcastle 2-0 með mörkum frá David Weir og Tim Ca- hill. Everton er með 61 stig og á tvo leiki eftir en Liverpool og Bolton hafa 55 stig. Bolton gerði jafntefli, 1-1, á útivelli við Portsmouth þar sem El- Hadji Diouf skoraði fyrir Bolton. Aiy- egbeni Yakubu jafnaði þó metin fyrir Portsmouth um tuttugu mínútum fyr- ir leikslok. Liverpool og Arsenal léku í gær og þegar Blaðið fór í prentun var leiknum ekki lokið. Botnbaráttan er áfram slagur á milli fjögurra liða; W.B.A. sem er með 31 stig, Crystal Palace með 32, Southampton með 32 og Norwich sem er með 33 stig. Öll lið- in hafa leikið 37 leiki. Norwich vann Birmingham 1-0 með marki frá Dean Ashton á 45. mínútu. Crystal Palace gerði 2-2 jafntefli við Southampton, þar sem Danny Higginbotham jafnaði metin fyrir Southampton á síðustu mínútu leiksins. W.B.A. fór til Manc- hester og mætti rauðu djöflunum. Ryan Giggs skoraði fyrir United á 21. mínútu en Robbie Eamshaw jafn- aði metin úr vítaspymu þegar seinni hálfleikur var um það bil hálfnaður. Önnur úrslit urðu þau að Blackbum steinlá á heimavelli fyrir Fulham 1- 3 þar sem Steed Malbranque skoraði tvö marka Fulham. Aston Villa tapaði á heimavelli fyrir Manchester City, 1-2. Hinn eftirsótti Shaun Wright- Phillips var þar á skotskónum frægu í liði City. Middlesbrough vann Tot- tenham 1-0 í miklum baráttuleik um sæti í Evrópukeppni félagsliða á næstu leiktíð. Það var George Boa- teng sem skoraði eina mark leiksins á 11. mínútu. Middlesbrough er í sjö- unda sæti með 54 stig en Tottenham er í 9. sæti með 51 stig. John Terry, Frank Lampard og Eiður Smári Giðjohnsen með bikarinn. vjmh Ný sjónvarpsstöð fyrir enska boltann - Skjár einn opnar í haust stöð sem verður aðeins fyrir enska boltann Guðjón Valur Evrópumeistari í handbolta - Fimm íslendingar gátu orðið Evrópumeistarar um helgina vbv@vbi.is í slenska sj ónvarpsfélagið hefur ákveð- ið að opna nýja sjónvarpsstöð í haust sem verður tileinkuð enska boltanum. Um er að ræða áskriftarstöð og þessi nýja stöð mun sýna frá fleiri leikjum í ensku úrvalsdeildinni en áður hef- ur þekkst í íslensku sjónvarpi, segir í fréttatilkynningu frá SkjáEinum. Stöðin mun sýna samstundis frá fleiri en einum leik í einu á mismunandi rásum. SkjárEinn ætlar auk þess að gölga til muna efni tengdu ensku knattspyrnunni, svo sem fréttum afliðum, leikmönn- um og fallegustu mörkunum. Einn- ig verða ítarlegir spj allþættir við sér- fræðinga um enska boltann.Meðþessu geta kröfuharðir sparkfiklar val- ið á milli leikja í ensku úrvalsdeild- inni sem leiknir eru samtímis. Með tilkomu áskriftar- stöðvarinnar flyst enski boltinn af dagskrá SkjásEins og allir leikimir verða sendir út í staf- rænum gæðum. Síminn mun sjá um drefingu efnisins í gegnum dreifikerfi sitt og einnig annast dreifingu á mót- tökubúnaði fyrir íslenska sjónvarps- félagið. Áhugasömum einstaklingum er bent á að hægt er að skrá sig á heimasíðu SkjásEins, www.sl.is, til að tryggja sér aðgang að stöðinni og einnig vegna uppsetningar á móttöku- búnaði og tímasetningu. vbv@vbl.is Ólafur Stefánsson átti möguleika á að verða Evrópumeistari í Meistaradeild Evrópu í handknattleik þegar Ciudad Real mætti Barcelona en leikurinn fór fram í Katalómu. Ciudad vann fyrri leikinn með einu marki, 28-27, og lokasekúndur leiksins í Barcel- ona voru æsispennandi. Ciudad Real leiddi með tveimur mörkum, 23-25, en þá skoruðu heimamenn þijú mörk í röð og sigruðu í leiknum með tveggja marka mun, 29-27. Þar með varð Barcelona Evrópumeistari. Ólafur og Talant Dujsibaev voru bestir í liði Ciudad Real í leiknum og Hombrados markvörður var mjög góður í seinni hálfleik. í Essen voru fjórir íslendingar að mætast, Guðjón Valur Sigurðsson með Essen og Sigfús Sigurðsson, Am- ór Atlason og þjálfarinn Alfreð Gísla- son í Magdeburg, þegar hðin mættust í seinni úrslitaleik liðanna í Evrópu- keppni félagsliða. Magdeburg vann fyrri leikinn með átta marka mun, 30-22, og því reiknuðu flestir með að þeir yrðu meistarar. Essen gerði sér lítið fyrir og vann seinni leikinn með níu marka mun, 31-22. „Það var mik- ið afrek hjá okkur að tapa með átta mörkum í Magdeburg og enn meira afrek að vinna seinni leikinn með níu marka mun, og það lið eins og Magde- burg,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson í samtali við Blaðið í gær, í skýjunum með Evrópumeistaratitilinn. Jíg skor- aði þegar 25 sekúndur voru eftir af leiknum og þá var staðan 30-22. Ef leikurinn hefði endað þannig þá hefði farið ffarn vítakeppni. Magdeburg tók hraða miðju og þeir skutu að marki en tókst ekki að skora. Við fengum boltann, brunuðum ffarn í sókn og Torgovanov skoraði þetta dýrmæta mark þegar um þijár sekúndur voru eftir,“ sagði Guðjón Valur þegar hann var beðinn um að lýsa síðustu sekúnd- um leiksins. „Þetta var alvöru leikur og það var fínt að kveðja Essen með titli." 6.000 áhorfendur voru á leikn- um. Guðjón Valur er að ljúka samn- ingi sínum hjá Essen og leikur með Gummersbach á næstu leiktíð. SÍMI577 1313 • kistufaliekittuftll.com Gæðavara i góðu vcrði <£> Spyrnur, spindilkúlur og stýrisendar Pakkningar og pakkningasett öfc. m Tímareimasett Vatnsdælur Einnig vcntlar, tímareimar, olfudælur, knastásar og knastásasctt. www .kistufell.com Juve með vænlega stöðu - eftir sigur á AC Milan í gær vbv@vbl.is Juventus er í góðum málum á Ítalíu þegar þremur umferðum er ólokið eft- ir 0-1 sigur á AC Milan á Guiseppe Meazza í Mílanóborg. Það var Dav- id Trezeguet sem skoraði eina mark leiksins með skalla á 20. mínútu í toppslag þessara risa. Þar með er Juve með 79 stig og á eftir að leika gegn Parma og Cagliari á heimavelli og gegn Livomo á útivelli. Milan, sem er með 76 stig, á eftir að leika tvo útileiki, gegn Lecce og Udinese, og svo heimaleik gegn Palermo. Int- er er í þriðja sæti með 65 stig eftir 0-3 sigur á Brescia þar sem Obafemi Martins skoraði tvö marka Inter og Christian Vieri setti eitt. Sampdoria og Udinese eru jöfn að stigum í fjórða til fimmta sæti með 59 stig. Sampdor- ia vann Lecce auðveldlega 3-0 og Udi- nese gerði góða ferð til Rómarborgar og vann Lazio 0-1. Atalanta heldur enn í vonina um að halda sæti sínu í deildinni eftir óvæntan 2-1 sigur á Messina. Cagliari og Palermo gerðu markalaust jafntefli, Chievo tapaði heima fyrir Fiorentina 1-2 og þar var um mjög mikilvægan sigur Flórens- manna að ræða í botnbaráttunni sem er hörð. Reggina og Bologna gerðu 1-1 jafntefli, Parma vann Roma 2-1 og Li- vomo tapaði á heimavelli fyrir Siena í markaleik helgarinnar, 3-6. Real með stórsigur Real Madrid fór hamfómm gegn Racing Santander á laugardag þegar Real vann 5-0. Micahel Owen var enn að skora fyrir Real en hann hefur upp á síðkastið oft verið orðaður við lið á Englandi. Ronaldo skoraði tvö mörk og gulldrengur þeirra Madrídinga, Raul, skoraði einnig tvö mörk. Real er með 75 stig og á þijá leiki eftir en Barcelona er í efsta sæti. Barca átti að leika við Valencia í gær og leikn- um var ekki lokið þegar Blaðið fór í prentun. Osasuna og Mallorca gerðu 1-1 jafntefli og Real Betis vann Se- villa í miklum nágrannaslag með einu marki gegn engu. Það var Ricardo Oli- veira sem skoraði markið. Sevilla er í þriðja sæti með 58 stig. ■

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.