blaðið - 09.05.2005, Page 27

blaðið - 09.05.2005, Page 27
blaðið I mánudagur 9. maí 2005 Fjölnota bilar 1. Nissan Almera Tino Nissani hreppti með naumindum efsta sætið í þess- um flokki. Almera Tino hefur mjög gott orð á sér fyrir áreiðanleika, góða vél og lága bilanatíðni. Það var helst að mönnum fyndist innréttingin ekki alveg fyrsta flokks. 2. Mazda Premacy Premacy er einkar áreiðanlegur og vél og gírkassi þóttu bera af í þessum flokki. Eins voru eigendurnir afar ánægðir með hönnunina að utan sem innan. Helst nefndu menn rekstrar- kostnað sem vankant á bílnum. 3. Hyundai Matrix Allir bílar frá Hyundai nutu þess í einkunn að umboðsmennirnir þóttu standa sig með afbrigðum vel. Grind- in þótti mjög góð í Matrix og nær eng- ar kvartanir bárust úr farþegarými. Rekstrarkostnaður var þó aðeins hærri en í meðallagi. Jeppar 1. Kia Sorento Sorento fer beint í fyrsta sætið og reyndist skora mjög hátt í öllum flokkum nema einum. Vélarnar bila helst ekki og farþegarýmið þyk- ir mjög gott. Stöku kvörtun barst þó um frágang yfirbyggingar. 2. Honda CR-V Áreiðanleiki CR-V þótti bera af í þessum flokki en þær kvartanir sem bárust voru nær allar um bremsur og §öðrun. Þægindi í farþegarýminu þóttu mikil og aksturseiginleikum var sérstaklega brósað. 3. Hyundai Santa Fe Eigendur Santa Fe mæla óhikað með honum og mjög athygbsvert er að í efstu þremur sætimum í þessum flokki skuli Kóreumenn hreiðra um sig í tveimur þeirra. Vélarbilanir í Santa Fe eru svo til óþekktar, far- þegarýmið þykir mjög þægilegt og rekstrarkostnaður afar lágur. Bestu bílaframleiðendumir Þegar litið er til frammistöðu allra tegunda einstakra framleiðenda kem- ur ýmislegt fieira í ljós en dómar um einstakar tegundir gefa til kynna. © 1. Lexus Lexus framleið- ir ekki bara glæsilega bíla heldur einstak- lega áreiðan- lega. Það bilar nánast ekkert í þeim og það er afar gaman að þurfa aldrei að fara á verkstæði nema til reglu- legrar skoðunar. Fyrst og fremst voru Lexus-eigendur þó ánægðastir með bvað það væri gaman að aka þeim. 2. Skoda Skoda hefur kom- ist í fremstu röð með undraskjót- um hætti og þar á bæ ætla menn greinilega ekki að láta deigan síga. Það segir sína sögu að Fabia og Oct- avia deila fjórða sætinu saman á aðallistanum. Bilanir er fátíðar og bæði ökumenn og farþegar hrósa bfl- unum. 3. Honda Honda heldur áfram að styrkja sig og á fjóra bíla í 15 efstu sætun- HONDA um með Honda Jazz í efsta sæti, annað árið í röð. Eigendurnir eru af- ar ánægðir með áreiðanleika bílanna og vandaða smíði. j _i i&i yjjj/ jjyiíj nmj u Jjjjij B&L frumsýndi um helgina nýja BMW 3 línu en þetta er fimmta kynslóðin af þessari vinsælu gerð BMW. Nýi bíllinn á þó lítið skylt við fyrirrennara sína annað en stærðar- flokkinn. Uppruninn leynir sér raun- ar ekki í útlitinu en nýja 3 línan er nokkru stærri en áður. A hinn bóginn eru nýjar málmblöndur bæði í grind, yfirbyggingu og vél, svo að þyngdin er nánast hin sama. Hér á landi verður nýja 3 línan fá- anleg í fjórum afbrigðum: 320i, 320d, 325i og 330i, en þar að baki búa þrjár nýjar vélargerðir: 211 ha bensínvél, 163 ha díselvél og sex strokka 258 ha bensínvél og er sú síðastnefnda jafn- framt hin fyrsta frá BMW, sem er gerð úr léttmálmunum áli og magne- síumi. Verðið er frá 3.150.000 upp í rúmar 4,5 milljónir króna. 3 línan hefur frá upphafi verið burðarásinn í sölu BMW um heim all- an allt frá því hún kom fyrst á mark- að árið 1975, en segja má að einmitt hún hafi breytt BMW úr þýskum smábíl á heimamarkaði í alþjóðlegt stöðutákn. Að sögn Karls S. Óskarssonar, sölu- stjóra B&L, felst helsta sérstaða nýju línunnar í aksturseiginleikvmum en 31ínan erm.a. með 50:50jafnaþyngd- ardreifingu, nýtt fjöðrunarkerfi og bætta stöðugleikastýringu. Svo má einnig fá hann með viðbragðsstýri, sem vinnur gegn ójöfnum á vegi, hliðarvindi eða öðru því sem kann að bera bílinn af réttri leið. Af öðrum nýjungum má nefna lykillausan að- gang og ræsingu, þráðlaust símkerfi og beygjuljós, sem fara í beygjurnar á undan manni. 60-80% AFSLATTUR MYNDAALBUM, MOPPUR, BLYANTAR, STROKLEÐUR, TÖSKUR, PENNAVESKI, LEIKSKÓLATÖSKUR, SKRIFFÆRI, RITFÖNG, LÍMBÖND, FÖNDURSETT, LITIR, STÍLABÆKUR OFL. OFL. Vorútsalan í Mjódd stendur til og með 13. maí I Eymundsson

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.