blaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 15

blaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 15
I- blaðid I mánudagur 9. maí 2005 Bílaapótek ernak®vbl.is Lyfin í lúgu - bílaapótek Lúguverslanir njóta sífellt meiri vin- sælda og ýmis starfsemi hefur að- lagað sig þessum breyttu verslunar- háttum. Fyrir nokkrum árum opnaði fyrsti bílabankinn við Landsbanka- útibúið í Grafarvogi og fyrr á þessu ári opnaði íyrsta bílaapótekið. Lyfja- val við Hæðasmára í Kópavogi hefur gengið vonum framar frá opnun og Guðni Kristinsson lyfjafræðingur í lúgunni. aðgengi að apótekinu við Reykjavík- urveg er þægilegt. Stuðningur Öryrkjabandalagsins Guðni Kristinsson, lyfjafræóingur og annar eigandi Lyfjavals, segir bílaapótek vera til mikilla þæginda fyrir ýmsa við- skiptavini, auk þess sem þeir fái hraða af- greiðslu. „Bíla- lúgur eru mjög þægilegar fyrir barnafólk. Þær spara mikinn tíma og fyrir- höfh því ekki þarf að taka börn úr bílstói- um, smella þeim í aftur og þvæla þeim þreyttum eft- ir leikskólann inn í verslan- ir yfirfullar af fólki. Öryvu annar hópur sem hagnast vel á þessu fyrir- komulagi, enda margír hreyfihaml- aðir sem án bílalúgunnar þurfa að senda einhvern fyrir sig í apótekið.“ Öryrkjabandalagið lagðist á sveif með Lyfjavalsmönnum við að sann- færa Lyfjaeftirlitið um kosti þessa fyrirkomulags en því voru sett þau skilyrði að lyfjafræðingar yrðu við af- greiðslu í lúgunum. Keypt í næði Guðni segir bílaapótek vera algeng í Bandaríkjunum og þaðan sé fyrir- myndin fengin. Hann segir íslend- II-------- Við komum mjög vel út í verðsam- anburði og fólk kann ekkert alltof vel við þessa fákeppni (0) ORKAN Allar stöðvar 104,2 kr. Ártúnshófði 105,4 kr. Geirsgata 105,5 kr. Borgartun 105,4 kr. Alfheimum 105 kr. Hafnarfjarðvegur 105,2 kr. Birkimelur 105,2 kr. ÓeGO Hægt er að fá SMA-þurrmjólkina tilbúna á pelann. inga hafa tekið þessari nýbreytni fagnandi, ekki síst þá sem vilja kaupa sín lyf án þess að aðrir í versluninni geti fylgst með hvað næsti maður er að kaupa. „Margir vilja kaupa lyfin sín og annan varning í næði, geðlyf, viagra og ýmislegt annað.“ Mikil samkeppni Lyfjaval, sem einnig er í eigu Þoivald- ar Ámasonar lyfjafræðings, rekur aðra verslun í Mjóddinni og gengur hún vel. Guðni segir þó að þar hafi þeir félagar lent í mikilli samkeppni við Lyf og heilsu sem setti upp annað apótek til höfuðs Lyfjavali í Mjódd- inni. „Þeir opnuðu Apótekarann í tíu metra fjarlægð við okkur rétt eftir að við opnuðum árið 2003 en núna erum við stærri í Mjóddinni. Það kemur til af því að við komum mjög vel út í verðsamanburði og fólk kann ekkert alltof vel við þessa fákeppni á mark- aðnum," segir Guðni. Gleyptu í þig brúnkuna iEfy •*<>n Nýverið komu á markaðinn Imedeen Tan Optimizer töflurn- ar, húðnæring í hylkjum sem örva náttúrlega framleiðslu á melaníni húðarinnar. Melanín er efnið sem gefur húðinni brúnan lit. Töflum- ar eiga að undirbúa húðina undir áhrif sólarinnar, minnka roða og viðkvæmni fyrir sólinni. Auk þess vemda þær húðina gegn ótíma- bærri öldrun af völdum sóiarljóss. Til að ná hinum eft- irsótta brúna lit á aó taka eitt hylki á dag í mánuð, fyrir sólböð og meðan á þeim stendur, og eftir sólböð. Bng- in sólarvörn fæst þó með töku Ime- deen og því nauðsynlegt að nota sól- arvöm með notkun taflnanna. Framleiðandi Imedeen er danska fyrirtækið Ferrosa A/S og innflytj- andi er Icepharma. CbLYFJA Bndi - Lrfið heil www.lyfja.is Taktu eitt skref í einu, hvert á eftir öðru, og finndu muninn sem verður þegar þú hefur ákveðið að breyta um Irfsstíl. Hver dagur býóur uþþ á ótal tækifæri til að auka hreyfinguna - og þar með vellíðan. Að hlauþa uþþ og niður stiga í stað þess að taka lyftuna, ganga meira í stað þess að aka, hjóla, taka hálftíma sundsþrett. Það snýst ekki um kostnað að breyta lífi sínu tíl hins betra, heldur fyrst og fremst að nýta tækifærin sem gefast á hverjum degi, og fylgja þeim eftir. Að ganga í vinnuna er kannski bara sþurning um að leggja aðeins fyrr af stað - og lifa heil. rði - Stykkishólmi - Buðardal - Húsavik - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.